8.3.2012 | 03:03
Í réttarsal undir framburði Arnórs og Davíðs
Ég sat í réttarsal í landsdómsmálinu síðdegis 6. mars 2012. Hlustaði ég á framburð Arnórs Sighvatssonar, fyrrverandi aðalhagfræðings Seðlabankans (núverandi aðstoðarseðlabankastjóra), og Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra.
Arnór kvaðst hafa haft miklar áhyggjur af viðskiptabönkunum árin fyrir fall þeirra. Ég varð aldrei var við þær áhyggjur, á meðan ég sat í bankaráði Seðlabankans árin 20012009. Arnór og helsti samstarfsmaður hans, Þórarinn G. Pétursson, voru með allan hugann við reiknilíkan það, sem þeir notuðu til að ákveða vexti. Þeir litu undrandi upp úr reiknilíkaninu, þegar ekkert var lengur eftir til að bera vexti.
Ég get hins vegar borið um það, að Davíð Oddsson lét oft í ljós áhyggjur af bönkunum, útlánaþenslu þeirra, krosseignatengslum og gagnkvæmum lánum. Þar eð hann var ekki yfirmaður Fjármálaeftirlitsins, hafði hann hins vegar ekki vald til þess að afla nægilegra upplýsinga eða taka í taumana. Hann varð einnig að tala varlega á opinberum vettvangi, því að hann vildi ekki fremur en aðrir valda áhlaupi á bankana.
Davíð skýrði líka vel tvö atriði, sem fávísir fjölmiðlungar hafa reynt að gera að árásarefni á Seðlabankann í undanfara falls bankanna. Annað var, að ekki hefði verið svarað tilboði í bréfi frá Mervyn King, seðlabankastjóra Englands, vorið 2008 um að aðstoða íslensku bankana við að minnka. Davíð benti á, að bréfið snerist um annað. Með því var hafnað að veita seðlabankanum lánalínur, eins og rætt hafði verið um vikum saman. Það tilboð, sem á eftir fór um aðstoð við að minnka íslensku bankana, var ekkert annað en kurteisistal, og hafði slíkt tilboð verið sett margsinnis fram í umræðunum á undan. Fylgdi þessu kurteisistali ekkert tilboð um lánafyrirgreiðslu, sem nauðsynleg hefði verið til að breyta útibúum Landsbankans í Bretlandi í dótturfélög.
Hitt atriðið var, að Seðlabankinn hefði minnkað bindiskyldu erlendra útibúa Landsbankans. Davíð svaraði því til, að þetta hefði verið gert að ósk Landsbankans, sem teldi, að evrópsk lög giltu um þann rekstur. Það var mat Seðlabankans, að þetta væri rétt. Auk þess skipti sú upphæð, sem þá losnaði (um 20 milljarðar króna), ekki höfuðmáli.
Davíð minnti líka í framburði sínum á það, að sumir vildu bregðast við erfiðleikunum haustið 2008 með því að ausa fé í bankana, en ekki bjarga íslenska hluta þess einum og láta erlenda lánardrottna um að vinna úr erlenda hlutanum, eins og gert var með neyðarlögunum svokölluðu. Davíð nefndi sérstaklega þáverandi utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Einnig mætti nefna Má Guðmundsson, núverandi seðlabankastjóra (eins og sjá má í Fréttablaðinu 5. nóvember 2008), og Jón Steinsson hagvitring.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:04 | Slóð | Facebook
7.3.2012 | 10:20
Svar við spurningum NEW YORK TIMES
Ég hef reynt New York Times að góðu einu, þótt sumir vinir mínir séu andvígir því blaði. Það skrifaði vinsamlega um hið undarlega mál, sem ég átti í fyrir breskum dómstólum um árið.
Í mig hringdi 5. mars 2012 blaðakona frá NYT og spurði um landsdómsmálið. Ég svaraði hinu sama og áður, en bætti við, þegar hún spurði, hvort ekki mætti eitthvað læra af málinu: Jú, mér finnst, að þeir, sem ákærðu Geir gegn betri vitund, eigi að taka fulla ábyrgð á því. Ef hann verður sýknaður, sem mér finnst eðlilegast, þá eiga þeir að víkja af þingi og hætta stjórnmálaafskiptum.
6.3.2012 | 05:29
Svör við spurningum tveggja spænskra blaða
Tvö spænsk blöð hafa snúið sér til mín vegna málarekstursins yfir Geir H. Haarde og aðstæðna á Íslandi. Annað er ARA í Barcelona. Cristina Mas spurði mig ýmissa spurninga, og hér eru svörin:
1. How did the 2007-08 crisis change Icelandic society?
It caused a social crisis, with people ceasing to believe in traditional values, like politeness and civic responsibility. Also it meant a sharp turn to the left.
2. What are the main concerns of people according to polls?
To those who are thrifty and creating wealth, the main concern is that taxes have been raised. To those who have recklessly accumulated debt, sometimes in foreign currency, the main concern is how they can avoid paying back their debts.
3. What is the opinion of people now of the financial system?
It is rather low. The Icelanders lost confidence in the system after the fall of the banks.
4. The same for the political system?
People have very little faith in the political system. The leaders who came into power in 2009, after the financial crisis, have not managed to create any confidence. They seem to be petty, vengeful characters, stuck in past rivalries. One example is how they broke all the unwritten rules of Icelandic politics by ousting the former conservative leader out of the Central Bank, even if that man, David Oddsson, had been the only person of authority who had warned against the expansion of the banks. Another example is how they have put the Prime Minister during the crisis, Geir H. Haarde, on trial on charges which are so weak that they are almost laughable.
5. Are people confident in the future?
Some are, with good reason. There are great possibilities in Iceland for the very few people who inhabit this interesting and beautiful island: fertile fishing grounds around the island, lots of hydroelectric and thermal power, and a flourishing tourist industry. But the present government is hostile to all creation of wealth. It just wants to redistribute wealth, not to facilitate its creation.
6. What about the idea of adopting the Canadian dollar?
Some people want to abandon the krona and adopt the Canadian dollar. This is a fanciful idea. With the krona we could adjust to a severe recession, which we could not have done under the euro or any other foreign currency, as the example of Greece shows very well. However, in general I think that small nations may consider adopting the currencies of bigger countries, for example under currency board arrangements, provided that economic fluctuations move in the same way in the two areas. The country which is closest to us for that purpose would be the United Kingdom with its pound sterling which is not going to disappear, I predict.
Hitt blaðið er La Vanguardia, og sá Glora Moreno um viðtalið, sem hér fer á eftir:
1. Do you agree with this trial of Geir H. Haarde?
I do not agree with it. I think it is a travesty of justice, a show trial, a political vendetta by the left in Iceland. Even if Geir Haarde may not always have reacted very swiftly or prudently to the crisis, he did not commit any crimes. We must bear in mind that this was an international financial crisis which hit Iceland particularly bad in the autumn of 2008 because the banks were relatively big in Iceland. The growth of the banks was not illegal, although it was unfortunate in the circumstances. In Spain, Santander grew very rapidly. Which politicians would be put on trial for not hindering that?
2. What do you think about the fact that finally the charges against the other three members of Haarde's Government were dropped? Does this decision undermine now someway the trial against Haarde?
It definitely shows that this is a political trial. This outcome was narrowly decided with the votes of the hard-core left in the Icelandic parliament. They did not want the social democrats to go on trial, but they wanted to try the conservative. If there was a political responsibility for the fall of the Icelandic banks, it was of course shared by the social democrats who were in government with the conservatives. And political responsibility should be decided on in elections, not in criminal court.
3. What do you think about the fact that two of the charges against Haarde were finally dropped?
The charges should all have been dropped. Some of the remaining ones are almost farcical, such as the charge that he did not hold sufficiently many meetings with his ministers! This had of course nothing to do with the fall of the Icelandic banks.
Thank you very much. Of course, if you want to make more comments on this issue, you're more than welcomed.
The people who have worked against the national interest of Iceland are the present leaders of the government, Johanna Sigurdardottir and Steingrimur J. Sigfusson. Johanna was Minister of Housing in the government preceding the financial crisis, and she did her best to increase housing loans or mortgage possibilities! Steingrimur and his helpers negotiated a very bad deal with the British and the Dutch about reimbursing them for expenses connected with deposits in Icelandic banks abroad. An accomplished international lawyer negotiated a much better deal later, even if that was also rejected by the Icelandic people. This case brought Steingrimurs ineptitude and recklessness well into focus.
Johanna is an under-educated, but vengeful and petty personality, who lacks all language skills and can therefore not uphold the Icelandic cause abroad. Steingrimur is a hard-core leftist whose only idea of reform is to raise taxes and to hire more personnel for his ministry from the ranks of his ever-dwindling party. He ran in the last elections on an anti-EU platform, but he has sold out on that issue to the social democrats, with the consequence that his party has split.
Ég segi síðan: Og þar hafið þið það!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:33 | Slóð | Facebook
5.3.2012 | 12:39
Skoplegur harmleikur í Þjóðmenningarhúsinu
Mánudaginn 5. mars 2012 hófst skoplegur harmleikur í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Geir H. Haarde á eins og lambið í Jóhannesarguðspjalli að bera allar syndir heimsins. Hann er saklaus af því, sem hann er ákærður um, og á ekki að vera fyrir landsdómi. Þeir, sem samþykktu ákæru á hendur honum, eru lítilmenni.
Ég spái því, að önnur ritningarorð muni síðar meir verða talin eiga eins vel við þetta dæmalausa landsdómsmál. Þau eru úr Hósea bók gamla testamentisins: Þeir sá vindi, og storm skulu þeir uppskera.
4.3.2012 | 23:25
Hver laumaði upplýsingunum í DV?
3.3.2012 | 00:13
Tómas í Hressingarskálanum
Einhvern tíma á fjórða áratug tuttugustu aldar sat Tómas Guðmundsson að kaffidrykkju í Hressingarskálanum með Sigurði Einarssyni, guðfræðingi, útvarpsmanni og alþingismanni. Þá komu þeir auga á gamlan bekkjarbróður úr Menntaskólanum í Reykjavík, Halldór Kiljan Laxness, sem þegar var orðinn þjóðkunnur rithöfundur, stika stórum á Austurstræti. Sigurður sagði þá við Tómas: Hugsaðu þér, Tómas, hvað hefði getað orðið úr okkur, ef við hefðum haft dugnaðinn hans Halldórs.
Í annað sinn sat Tómas með vinum sínum í Hressingarskálanum. Veður var hart, snjókoma með hvössum ágangi. Horfðu þeir á menn hraða sér yfir Austurstræti. Einn þeirra var Halldór Kiljan Laxness, annar Vilhjálmur Þ. Gíslason, þá skólastjóri Verslunarskólans, síðar útvarpsstjóri. Talið barst að því, hvað rímað gæti við Laxness. Tómas leysti þá rímþraut á augabragði:
Víst er byljótt. Hér er hannHalldór Kiljan Laxness;
síst skal dylja mætan mann,
meistara Vilhjálm pax, þess.
Vilhjálmur var kunnur útvarpsfyrirlesari og oft kallaður Villi pax, þar sem hann endaði jafnan erindi sín á orðunum Í Guðs friði.
Eitt sinn árið 1951 fékk Tómas það óþvegið í Hressingarskálanum. Tómas sat þar við eitt borð, en þeir Steinn Steinarr og Dósóþeus Tímóteusson við annað. Dósóþeus sagði við Stein: Hér situr Tómas skáld. Steinn greip orðin á lofti og mælti fram vísu:
Hér situr Tómas skáld með bros á brá,bjartur og hreinn sem fyrsta morgunsárið.
Ó, hvað mig, vinur, tekur sárt að sjá,
að sál þín skyldi grána fyrr en hárið.
Steinn var Tómasi reiður fyrir það, að hann gerði óspart gys að atómskáldum í hláturleik, revíu, Bláu stjörnunni, sem hann hafði samið ásamt öðrum manni og þá var sýnd.
(Þessi fróðleiksmoli birtist í Morgunblaðinu 25. febrúar 2012 og er sóttur í bók mína, Kjarna málsins. Fleyg orð á íslensku, en hún er barmafull af sögum og fróðleik.)
28.2.2012 | 10:41
Jónas H. Haralz: Minningarorð
Haustið 1997 gaf ég út bókina Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Þeir Benjamín Eiríksson, Jónas H. Haralz og Ólafur Björnsson héldu upp á það með mér eitt kvöldið. Þeir þrír höfðu verið skeleggir talsmenn hins frjálsa markaðar, Benjamín og Ólafur um og eftir miðja öldina, en Jónas á síðasta fjórðungi hennar. Umræður yfir borðum voru fjörugar. Jónas rifjaði upp margt úr sögu og samtíð. Hann var bekkjarbróðir Magnúsar Kjartanssonar ritstjóra í menntaskóla, og þá var Jónas eindreginn kommúnisti, en Magnús draumlyndur sveimhugi með skáldagrillur. Seinna varð Magnús einn harðskeyttasti blaðamaður kommúnista, og taldi Jónas hann síðasta aldamótaritstjórann.
Jónas sagði skemmtilegar sögur af kosningunni í Suður-Þingeyjarsýslu sumarið 1946, þegar Sósíalistaflokkurinn sendi hann fram gegn Jónasi Jónssyni frá Hriflu, sem þá hafði hrakist úr Framsóknarflokknum. Fór Jónas frá Hriflu mikinn á fundum og náði kjöri, þótt hinn gamli flokkur hans byði fram gegn honum. Jónas Haralz sat um skeið í bankaráði Landsbankans, og á einum afmælisfundi ráðsins sagði Jónas frá Hriflu honum glottandi, að þeir nafnar ættu sameiginlegt, að kommúnistar hefðu hrakið þá úr trúnaðarstöðum. Ekki er það þó alls kostar nákvæmt, því að Jónas Haralz missti aðallega trúna á víðtæk ríkisafskipti vegna bágborinnar reynslu af þeim.
Jónas Haralz hafði í stríðslok komið sprenglærður hagfræðingur frá Svíþjóð og talið, að hann og hans líkar gætu stýrt hagkerfinu miklu betur en markaðsöflin. Smám saman rann upp fyrir honum, á meðan hann var starfsmaður svokallaðs nýbyggingarráðs, sem nýsköpunarstjórnin 19441947 hafði sett upp til að ráðstafa stríðsgróða Íslendinga, að viðskipti væru oft heppilegri en valdboð. Gerðist Jónas afhuga sósíalisma, sagði sig úr Sósíalistaflokknum snemma árs 1950 og fékk fyrir milligöngu Benjamíns Eiríkssonar starf hjá Alþjóðabankanum í Washington.
Talið barst að vinstri stjórninni 19561958, sem fékk Jónas Haralz heim til að gefa góð ráð. Taldi Jónas tvo ráðherra hennar iðulega vanmetna. Gylfi Þ. Gíslason hefði markað Alþýðuflokknum frjálslyndari stefnu en áður, og Hermann Jónasson hefði sýnt karlmennsku, þegar hann sagði af sér 1958 í stað þess að reyna að blása lífi í dauða ríkisstjórn. Þó hygg ég, að best hafi Jónasi samið við þá Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson í viðreisnarstjórninni 19591971.
Eftir að Jónas Haralz varð bankastjóri Landsbankans 1969, gerðist hann einn helsti talsmaður frjálshyggju á Íslandi. Skoðun hans var ekki reist á neinni fullvissu um eilíf sannindi, heldur á því, sem reynslan hafði kennt honum: Dreifing þekkingar krefst dreifingar valds. Á áttunda áratug hafði Jónas með mælsku sinni og þekkingu veruleg áhrif á leitandi æskumenn. Jónas var eins og fleiri af hans kyni prédikari í eðli sínu, talaði yfir mönnum, en samt ekki niður til þeirra. Hann var skarpgáfaður og vissi vel af því, ráðríkur, en hvorki frekur né hrokafullur. Með honum er genginn glæsilegur fulltrúi viðtekinna viðhorfa á síðari helmingi tuttugustu aldar.
(Minningarorð í Morgunblaðinu 27. febrúar 2012.)
26.2.2012 | 09:29
Á Beinni línu hjá DV
26.2.2012 | 09:28
Leiðrétting á vísu
Í fróðleiksmola í Morgunblaðinu og á pressan.is um Gróu á Leiti í íslenskum bókmenntum fór ég með vísu eftir Sigurbjörn Jóhannsson frá Fótaskinni. Nú hefur einn afkomandi Sigurbjörns, Vigdís Sigurðardóttir, bent mér á, að í prentuðum ljóðmælum hans frá 1902 sé vísan á aðra lund:
Vondra róg ei varast má,
varúð þó menn skeyti.
Mörg er Gróa málug á
mannorðsþjófa Leiti.
Hafði ég (eins og margir aðrir) haft beiti, þar sem prentað er skeyti.
22.2.2012 | 23:36
Ísland klukkunnar
Í Íslandsklukkunni bregður Halldór Kiljan Laxness upp mynd af Íslendingum, þegar þeir voru einna verst staddir, á seytjándu og átjándu öld. Sumir þeirrar tíðar menn sögðu svipað. Þeir voru síður en svo ánægðir með að búa á Íslandi. Þeim leið bersýnilega eins og fólki í flóttamannabúðum.
Oddur Einarsson biskup kvað til dæmis svo að orði í Íslandslýsingu nemma á seytjándu öld: Allir Íslendingar munu með réttu geta harmað það og talið til einnar mestu ógæfu sinnar, að þeim hefur eins og fyrir einhver sérstök örlög blátt áfram verið ýtt út í nánast ysta horn alheimsins og hálfgert útskúfað frá hinum ágætustu þjóðum.
Þorlákur Skúlason biskup skrifaði í bréfi til danska fornfræðingsins Óla Worms 1626: Eg hef af aumum örlögum hrakist burt á þennan útkjálka og verð að lifa innan um ómenntað, óþægilegt og dónalegt fólk, hin eina huggun mín er að hugsa um það, hve lífið er stutt, og um tilkomandi samvistir vorar á himnum.
Jón Ólafsson Grunnvíkingur lét svo um mælt hundrað árum síðar í orðabókarhandriti: Ísland má raunar kalla einslags stórt hrúgald af grjóti, með grasgeirum frá sjó upp eftir skorað. Að sönnu er þar haglendi á sumardag fyrir naut, kvikfé og hesta, veiðistöður til fiskifanga víða við sjó, oft ganga þar stór harðindis ár, með löngum köflum. Landslýður óróasamur með óþokkamál, og eyðir sjálfum sér, yfrið ósamþykkt og sundurlynt fólk, ágjarnt líka, óhreinlynt og illa geðjað. Þeir góðu menn eru miklu færri og fá engu ráðið.
Lýsingar Laxness í Íslandsklukkunni virðast því ekki fjarri lagi. Hitt er undrunar- og fagnaðarefni, að þrátt fyrir allt voru til menn, sem trúðu á Ísland, til dæmis Hannes Finnsson biskup, sem samdi í lok ájándu aldar sérstakt rit til stuðnings því, að landið væri byggilegt.
(Þessi fróðleiksmoli birtist í Morgunblaðinu 18. febrúar og er sóttur í ýmsa staði í bók mína, Kjarna málsins. Fleyg orð á íslensku, sem kom út fyrir jólin 2010. Hún er enn til í bókabúðum og hentar vel til tækifærisgjafa.)