Hver laumaði upplýsingunum í DV?

Nú er margt sagt um frétt, sem birtist á dögunum í DV upp úr upplýsingum um bankareikning alþingismanns. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér, að DV birti vorið 2011 upplýsingar um mig, sem bersýnilega voru illa fengnar, þótt ekkert væri raunar athugavert við það, sem ég var „sakaður“ um. Ég bað Landsbankann um að rannsaka málið, en ekkert virðist hafa komið fram í þeirri rannsókn. Þótt það ræni mig ekki nætursvefni, hlýt ég að velta tvennu fyrir mér: Hver skyldi þá hafa skoðað gögn Landsbankans um einkahlutafélag mitt og síðan laumað upplýsingunum í DV? Og hvað gekk honum til?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband