Það sem ég uppgötvaði í grúski 2015

Ég setti á dögunum hér inn á bloggið Rannsóknarskýrslu mína fyrir árið 2015, sem ég skilaði Háskólanum 1. febrúar, ásamt tenglum og nokkrum myndum. Þegar ég renndi yfir Fróðleiksmolana, sem ég skrifaði vikulega í Morgunblaðið og birti síðan jafnan á blogginu, sá ég ýmislegt. Eitt var það, hvað ég hefði uppgötvað í grúski mínu á síðasta ári. Það var ýmislegt, en upp úr stendur ef til vill þetta:

Ég komst að því, hvað Gunnar Gunnarsson hefði sagt við Hitler á fundi þeirra vorið 1940, en það hefur verið óljóst fram að þessu. Það fór fram hjá ævisöguriturum Gunnars, að Jón Krabbe sagði frá því í endurminningum sínum, að Gunnar hefði vakið máls á illu hlutskipti Finna við Hitler, en Hitler þá hvæst, að hann hefði boðið þeim griðasáttmála og þeir ekki þegið hann.

Ég komst að því, að Karl Kroner, sem var flóttamaður á Íslandi, þekkti til sjúkdómsgreiningar á Adolf Hitler í lok fyrri heimsstyrjaldar. Hann gaf bandarískum leyniþjónustumönnum skýrslu um það 1943. Hitler hafði að sögn Kroners fengið taugaáfall, en ekki orðið fyrir sinnepsgasárás, eins og hann hélt sjálfur fram.

Ég komst að því, hvaða brellu Nixon Bandaríkjaforseti hefði beitt til að losna við kvabb úr Lúðvík Jósepssyni í veislu á Bessastöðum 1973.

Ég komst að því, sem er ekki á vitorði margra, þótt sagnfræðingum sé það sumum kunnugt, að Danakóngur reyndi þrisvar að selja Englendingum landið og einu sinni Þjóðverjum, að breskir frammámenn lögðu til á öndverðri 19. öld, að landið væri tekið, og að bandarískir frammámenn veltu fyrir sér að kaupa landið 1868.

Ég hef verið að grúska í sögu Íslands, sérstaklega samskiptum landsins við stórveldin, vegna skýrslu, sem ég er að skrifa fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008.


Guernica! Guernica!

Ómar Ragnarsson, sem allir þekkja og segist vera áhugamaður um hernaðarsögu, andmælir í Morgunblaðinu 11. febrúar fróðleiksmola, sem ég birti á dögunum um loftárásina á baskneska bæinn Guernica í miðju spænska borgarastríðinu, 26. apríl 1937. Sá hængur er á, að Ómar andmælir aðeins einni athugasemd minni, en lætur sér nægja að reka upp hneykslunaróp um aðrar (þótt hann hafi raunar að eigin sögn sett hljóðan við að lesa skrif mín).

Athugasemd Ómars er um þá fullyrðingu mína, að árásin hafi verið liður í aðgerðum hers þjóðernissinna, en ekkert sérstakt uppátæki þýskra eða ítalskra hermanna. Kveður Ómar mig reyna að breiða yfir þá staðreynd, að „Hitler sendi sérstaka þýska flugsveit til Spánar [til] þess að æfa sig fyrir komandi styrjöld og árásin á Guernica hefur hingað til verið talin byrjunin á því sem síðar gerðist, þegar þýski flugherinn hafði yfirburði í leifturstríðum sínum“. En nýjar rannsóknir sýna einmitt, þótt þýskar og ítalskar flugsveitir framkvæmdu árásina, að hún var liður í hernaðaraðgerðum þjóðernissinna, þótt þeim hentaði að halda því leyndu, þegar í ljós kom, hversu miklum usla hún olli. Ég minntist í pistli mínum á sagnfræðiprófessorinn Stanley Payne, sem gaf 2012 út bókina The Spanish Civil War (sjá sérstaklega bls. 211–212), en ég bendi einnig Ómari sem áhugamanni um hernaðarsögu á ritgerð eftir hernaðarfræðinginn J. S. Corum, „The Persistent Myth of Guernica,“ sem birtist í Military History Quarterly 2010.

Ómar andmælir mér ekki um það, að Guernica hafi haft hernaðargildi, svo að árásin hafi verið hernaðaraðgerð frekar en hryðjuverk, eins og haldið hefur verið fram. Hann andmælir mér ekki heldur um það, að í fyrstu fréttum af árásinni hafi fjöldi fórnarlambanna verið ýktur. Hann kveður mig hins vegar leitast við að réttlæta loftárásina. Auðvitað dettur mér ekkert slíkt í hug. Skýringar þurfa ekki að vera réttlætingar. En er ekki rétt að endurskrifa söguna, ef fyrstu uppköstin að henni reynast ónákvæm? Er það ekki kjarninn í boðorði Ara fróða um að hafa það jafnan, sem sannara reynist?

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 20. febrúar 2016.)


Guernica

Fyrsta fórnarlamb stríðs er jafnan sannleikurinn, sagði bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Hiram Warren Johnson þurrlega árið 1917. Þetta átti við í spænska borgarastríðinu 1936–1939, sem orkaði sterkt á vestræna menntamenn. Þeir höfðu flestir ríka samúð með lýðveldissinnum, sem börðust við þjóðernissinna Franciscos Francos.  Þeir töldu stríðið standa milli vestræns lýðræðis og fasisma Francos, þótt sönnu nær sé að segja, að það hafi staðið milli alræðis Stalíns og einræðis Francos, því að kommúnistar náðu brátt undirtökum í lýðveldishernum, tóku andstæðinga sína af lífi eða héldu yfir þeim sýndarréttarhöld og hnepptu í fangelsi.

de00050_0.jpgEinn táknrænasti viðburður stríðsins var í smábænum Guernica í Baskahéraðinu. Hinn 26. apríl 1937 gerðu þýskar og ítalskar flugsveitir árás á hann. Féll þar fjöldi fólks, og mestur hluti bæjarins brann til kaldra kola. Áróðursmenn lýðveldissinna héldu því strax fram, að bærinn hefði ekki haft neitt hernaðargildi og að árásin hefði verið á markaðsdegi, þegar bærinn hefði verið fullur af fólki. Þetta hefði verið hryðjuverk, ekki hernaðaraðgerð. „Óvíggirt og gersamlega varnarlaus borg er jöfnuð við jörðu. Eitt þúsund drepnir. Tíu þúsund heimilislausir,“ sagði í Iðunni 1937. Ekki spillti fyrir, að Pablo  Picasso kallaði frægt málverk eftir bænum.

Sannleikurinn er öllu flóknari, eins og bandaríski sagnfræðingurinn Stanley Payne hefur sýnt fram á. Guernica hafði ótvírætt hernaðargildi, þar sem bærinn var áfangi á leið hers þjóðernissinna til Bilbao, aðalborgar Baskahéraðsins. Í bænum var nokkurt herlið, og í útjaðrinum voru vopnasmiðjur. Héraðsstjórn Baska hafði bannað markaðsdaga vegna ófriðarins, svo að bærinn var sennilega ekki fullur af fólki. Líklega hafa nokkur hundruð manns fallið vegna loftárásinnar frekar en eitt þúsund, en bæjarbúar voru þá alls um fimm þúsund. Mestur hluti bæjarins brann, af því að flest hús voru úr tré. Loftárásin var liður í aðgerðum hers þjóðernissinna, en ekkert sérstakt uppátæki þýskra eða ítalskra hermanna, og féll bærinn í hendur Francosinna þremur dögum síðar.

Þegar loftárásin var gerð, hafði Picasso þegar byrjað á málverki sínu, en ákvað að bragði að kalla það eftir bænum. Skiptar skoðanir eru um, hversu gott listaverk það sé. En enginn ágreiningur getur verið um, að áróðursbragðið reyndist snjallt.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 6. febrúar 2016.)


Lánsfé og lystisnekkjur

snekkja_jaj_utan.jpgEitt sinn sagði bandaríski rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald við landa sinn og starfsbróður, Ernest Hemingway: „Ríkt fólk er ólíkt mér og þér.“ Hemingway svaraði þurrlega: „Já, það á meira fé.“ Hefði Hemingway verið staddur á Íslandi árin 2004-2008, eftir að klíkukapítalismi tók við af markaðskapítalisma áranna 1991-2004, þá hefði hann getað orðað þetta öðru vísi: „Já, það getur fengið meira fé að láni.“

Mér datt þetta í hug, þegar ég rakst á grein í mánaðarritinu Boat International frá árinu 2008. Louisa Beckett skrifaði hana, en Mark Lloyd tók ljósmyndir. Hún var um lystisnekkju af gerðinni Heesen 4400 sem þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir höfðu fengið afhenta í nóvember 2007. Bar hin 45 m langa snekkja heitið 101. Því er lýst hvernig snekkjan var löguð að þörfum og smekk eigendanna. Einnig kemur fram í greininni að þau hjón eigi einkaþotu með sama nafni og séu að reisa skíðaskála með sama nafni í frönsku Ölpunum.

Þau Jón Ásgeir og Ingibjörg höfðu áður átt 29 m langa snekkju af gerðinni Ferretti, en hún nægði þeim ekki svo að þau sendu skipstjóra sinn í leit að heppilegum farkosti á höfunum. Hollenska fyrirtækið Heesen varð fyrir valinu og hófst smíði snekkjunnar í ágúst 2005. Ingibjörg vann með Perry van Hirtum, aðalhönnuði Heesen, og flaug hann oft til Lundúna næstu tvö árin til að ráðgast við hana. Aðallitirnir á gripnum voru svart, hvítt, silfurgrátt og blágrátt. „Ég held að ég hafi orðið fyrir áhrifum af andrúmsloftinu á Íslandi, af íslenskri náttúru,“ sagði Ingibjörg við tímaritið.

Snekkjan var þó ekki skráð á Íslandi, heldur á Cayman-eyjum, og lánaði Kaupþing í Lúxemborg fyrir henni gegn veði í henni. Árið 2009 leysti þrotabú Kaupþings síðan snekkjuna til sín og seldi, en söluverðið nægði ekki fyrir öllu láninu. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Ásgeiri, sem birtust á visir.is 5. janúar 2008, kostaði snekkjan „nær milljarði en tveimur“. Eitthvað er þar málum blandið því að þá var söluverð slíkrar snekkju á alþjóðlegum markaði nálægt 35 milljónum dala, en tveir milljarðar króna voru þá 32 milljónir dala. Sama snekkja, sem nefnist nú „Bliss“, er til sölu fyrir um 25 milljónir dala eða röska þrjá milljarða króna.

Ríkt fólk er ólíkt mér og þér: Það getur fengið meira fé að láni.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 3. janúar 2015. Myndin eru af lystisnekkjunni, sem keypt var fyrir lánsfé.)


Rannsóknarskýrsla mín fyrir 2015

Við háskólakennarar þurfum að skila rannsóknarskýrslu á hverju ári. Hér er skýrsla mín fyrir árið 2015, og er notast við flokkun verka skv. leiðbeiningum rannsóknasviðs Háskóla Íslands. Ég gaf út eina bók, ritstýrði þremur bókum, birti sjö greinar, þar af eina í erlendu tímariti, flutti 13 fyrirlestra um allan heim, skrifaði eina áfangaskýrslu, birti þrjá ritdóma, þar af einn í erlendu tímariti, og fjölda blaðagreina, aðallega fróðleiksmola handa almenningi.

 

A2.2 - Alþjóðleg ritrýnd útgáfa og innlend ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun

The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable. Reykjavik: Háskólaútgáfan, 2015. (Bók gefin út á pappír, en einnig á Netinu.)

 

A3.3 - Bókarkaflar: Íslensk eða erlend ritrýnd útgáfa sem einkum miðast við staðbundið fræðasamfélag

Proposals to Sell, Annex or Evacuate Iceland, 1518–1868. Þjóðarspegillinn 2015. Rannsóknir í félagsvísindum XVI: Stjórnmálafræðideild.

 

A4.2 - Aðrar greinar í ISI tímaritum, greinar í B-flokki skv. ERIH eða greinar sem fá 1. einkunn í könnun fyrir tímarit

Þrír erlendir bankar í eigu Íslendinga: Hvað gerðist? Þjóðmál 11 (3), haust 2015. 69–80.

 

A4.4 - Greinar birtar í tímaritum sem fá 3. einkunn í könnun fyrir tímarit

Hvers virði var Rússagullið? Vísbending 33 (29), 2015. 3–4.

Ísland verðlagt. Vísbending 33 (39), 2015. 3.

Ísland veðsett, selt, rýmt eða tekið. Hugmyndir útlendinga um ráðstöfun Íslands 1518–1868. Vísbending 33 (50), jólablað, 18–21.

The 2008 Icelandic Bank Collapse: What Happened? Cayman Financial Review, No. 38, 20 January 2015. 68–70.

Varð dramb Íslendingum að falli? Íslenska leiðin, blað stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands, 2015. 26–30.

 

A6.2 - Opinber boðsfyrirlestur við erlendan háskóla

The Icelandic Communist Movement, 1918–1998. Fyrirlestur í Háskólanum í Tartu 28. apríl 2015.

 

A6.3 - Erindi á alþjóðlegri ráðstefnu

Three Modern Masters: F. A. von Hayek, K. Popper and M. Friedman. Fyrirlestur á ársþingi European Students for Liberty í Humboldt-háskólanum í Berlín 11. apríl 2015.

Liberty in Iceland, 930–2015. Fyrirlestur á ráðstefnu European Students for Liberty í Sofia í Búlgaríu 17. október 2015.

 

A6.4 - Erindi á innlendri ráðstefnu

Nýjar heimildir um bankahrunið 2008. Fyrirlestur á ráðstefnu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt og Félags stjórnmálafræðinga 14. janúar 2015. Hinn fyrirlesarinn var dr. Guðni Jóhannesson. 

Meðferð eigna íslensku bankanna eftir bankahrunið 2008. Fyrirlestur á vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar 21. apríl 2015.

Hugmyndir um sölu Íslands, veðsetningu, rýmingu eða töku 1518–1868. Fyrirlestur á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, 31. október 2015.

Valdatíð Davíðs. Erindi á ráðstefnu Politica, félags stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands, 12. nóvember 2015. Aðrir fyrirlesarar voru Ögmundur Jónasson, fyrrv. ráðherra, og dr. Vilhjálmur Egilsson, rektor í Bifröst. Fundurinn er á Youtube, og hafa þúsundir manna hlustað þar á hann.

 

A6.5 - Erindi á fræðilegu málþingi, málstofu eða fundi fyrir faghópa

Sweden, Iceland and the 2008 Bank Collapse. Erindi á morgunverðarfundi Ratio Institute í Stokkhólmi 9. apríl 2015.

Iceland, the Baltic Countries and International Communism. Fyrirlestur í þinghúsinu í Tallinn 29. apríl 2015.

Piketty’s Challenge. Fyrirlestur í Verslunarháskólanum í Tallinn 30. apríl 2015.

History of Iceland: A Summary. Erindi á pólsk-íslenskri málstofu pólska rannsóknarsetursins Pamięć i PrzyszÅ‚ość í Reykjavík 19. ágúst 2015.

Sköpunargleði í stað sníkjulífs. Erindi á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt 5. nóvember 2015.

Evrópa fórnarlambanna. Skýrsla um samstarfsverkefni um endurútgáfu bóka til varnar lýðræði á ársfundi European Platform of Memory and Conscience í Wroclaw í Póllandi 18. nóvember 2015.

 

A7.2 - Ritstjóri bókar

Greinar um kommúnisma eftir Bertrand Russell. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 17. júní 2015. Með formála og skýringum eftir ritstjóra. Bókin kemur bæði út á pappír og í netútgáfu, m. a. á Google Books.

Konur í þrælakistum Stalíns eftir Elinor Lipper og Aino Kuusinen. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 19. júní 2015. Með formála og skýringum eftir ritstjóra. Bókin kemur bæði út á pappír og í netútgáfu, m. a. á Google Books.

Úr álögum eftir Jan Valtin (Richard Krebs). Reykjavík: Almenna bókafélagið, 23. ágúst 2015. Með formála og skýringum eftir ritstjóra. Bókin kemur bæði út á pappír og í netútgáfu, m. a. á Google Books.

 

A8.1 - Skýrslur 

Foreign Factors in the 2008 Icelandic Bank Collapse. Áfangaskýrsla frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir fjármálaráðuneytið.

 

A8.2 - Ritdómar

Two Interpretations of the Icelandic Bank Collapse. European Political Science 2015. Ritdómur um bækur Guðrúnar Johnsens og Eiríks Bergmanns um bankahrunið. doi: 10.1057/eps.2015.36

Tvær gallaðar bækur um bankahrunið. Ritdómur um Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson og Í skugga sólkonungs eftir Ólaf Arnarson. Þjóðmál 11 (4), 79–90.

Umhverfisvernd: Skynsemi í stað ofstækis. Ritdómur um Ecofundamentalism eftir Rögnvald Hannesson. Þjóðmál 11 (4), 94–96.

 

D3 - Seta í nefndum eða stjórnum

Seta í rannsóknarráði Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt.

D6 - Fræðsluefni fyrir almenning — Blaðagreinar

Reiðilestur í stað rannsóknar. Morgunblaðið 30. janúar 2015.

Kvótakerfið er hagkvæmt og réttlátt. Morgunblaðið 21. maí 2015. 

270 milljarða króna tap af handvömm og fólsku? Morgunblaðið 21. apríl 2015.

Már geri hreint fyrir sínum dyrum. Morgunblaðið 24. apríl 2015.

Útgerðarmenn þjóðhetjur, ekki þjóðníðingar. DV 25. ágúst 2015.

Umhverfisvernd: Skynsemi eða ofstæki. Morgunblaðið 8. október 2015.

 

D6 - Fræðsluefni fyrir almenning — Fróðleiksmolar

Lánsfé og lystisnekkjur. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 3. janúar 2015.

Nýjar heimildir?
Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 10. janúar 2015.

Skjöl sem heimildir. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 17. janúar 2015.

Bandarísk leyniskjöl um Íslendinga. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 24. janúar 2015. 

Málstaður Íslendinga. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 31. janúar 2015.

Ártíð Ólafs Thors. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 7. febrúar 2015.

Þorsteinn Erlingsson. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 14. febrúar 2015.

Til hvers var Gissurarsáttmáli? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 21. febrúar 2015.

Ísland í sambandi við Svíþjóð. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 28. febrúar 2015.

Sömdu Svíar af sér Ísland? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 7. mars 2015.

Reductio ad Hitlerum. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 14. mars 2015. 

Þorvaldur: Íslendingahrellir. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 21. mars 2015.

Var Jón Sigurðsson óbilgjarn? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 28. mars 2015.

Hugleiðingar í Machu Picchu. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 4. apríl 2015.

Hinn stígurinn. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 11. apríl 2015.

Sjálftaka eða þátttaka? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 18. apríl 2015.

Með Vargas Llosa í Lima. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 25. apríl 2015. 

Kílarfriður enn í gildi? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 2. maí 2015.

Furðuskrif um sjálfstæðisbaráttuna. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 9. maí 2015.

Brandes og Cobban gera lítið úr Íslendingum. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 16. maí 2015.

Kardínálinn aftur á ferð. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 23. maí 2015.

Vinir í raun. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 30. maí 2015.

„Nú vill enginn eiga þig.“ Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 6. júní 2015.

Því hertóku Bretar ekki Ísland? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 13. júní 2015.

Drengskapur tveggja Breta. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 20. júní 2015.

Þrisvar boðið Ísland. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 27. júní 2015.

Vildi kaupa Ísland. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 4. júlí 2015.

Dularfulli ræðismaðurinn. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 11. júlí 2015.

Hæpin notkun úrfellingarmerkisins. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 18. júlí 2015.

Tvær sögufalsanir á Wikipediu. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 1. ágúst 2015.

Óhlýðnuðust íslenskir kommúnistar Stalín? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 8. ágúst 2015.

Skýringar og sakfellingar. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 15. ágúst 2015.

Churchill, de Gaulle og íslenskir kommúnistar. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 25. júlí 2015.

Skýringin á velgengni kommúnista. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 22. ágúst 2015.

Handrit ánöfnuð eldinum? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 29. ágúst 2015.

Barnaskapur og hermennska. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 5. september 2015.

Fjórði sjálfboðaliðinn. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 12. september 2015.

Hvað sagði Gunnar við Hitler? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 19. september 2015.

Sögðu Billinn og Sillinn ósatt? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 26. september 2015.

Hvernig skiptust skáld milli flokka? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 3. október 2015.

Brella Nixons á Bessastöðum. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 10. október 2015.

Ólafur Thors og Macmillan. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 17. október 2015.

Kroner og Hitler. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 24. október 2015.

Kynþáttaandúð eða útlendingahræðsla. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 31. október 2015.

Hverjir leyndust á bak við nöfnin? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 7. nóvember 2015.

Hvað varð um Rússagullið? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 14. nóvember 2015.

Ámælisverð iðjusemi. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 21. nóvember 2015.

Finnagaldur Jóns Ólafssonar. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 28. nóvember 2015.

Glámskyggni Bandaríkjamanna á Lúðvík. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 5. desember 2015.

Hverjir hittu harðstjórana? Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 12. desember 2015.

Rússneska ráðgátan. Fróðleiksmolar, Morgunblaðið 19. desember 2015.

 


Bloggfærslur 28. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband