Samfylkingin í 73 milljón króna vanskilum

774112.jpgStundin birtir hróðug frétt um, að Sjálfstæðisflokkurinn sé í vanskilum. Það hefur verið lagað. En Sjálfstæðisflokkurinn greiddi til baka framlög frá stórfyrirtækjum 2006. Samfylkingin fékk svipaðar upphæðir, samtals 73 milljónir króna, frá stórfyrirtækjum 2006, þótt henni tækist að fresta uppgjöri fram yfir kosningarnar 2009. Því má segja, að Samfylkingin sé í 73 milljóna króna vanskilum, því að auðvitað nær það ekki nokkurri átt, að Sjálfstæðisflokkurinn skili öllum sínum styrkjum frá stórfyrirtækjum, á meðan Samfylkingin heldur sínum styrkjum.

Um þetta hljóta fréttamenn að þýfga Vilhjálm Þorsteinsson, gjaldkera Samfylkingarinnar. Þeir gætu líka spurt hann, hvað varð um Sigfúsarsjóð, sem geymdi afganginn af Rússagulli íslenskra sósíalista (sem nam um hálfum milljarði króna samtals núvirt og skattvirt samkvæmt útreikningum mínum, en þeir hafa ekki verið véfengdir). Tekjufærir Samfylkingin afslátt, sem hún fær af leigu í húsum Sigfúsarsjóðs? Af hverju hafa hinir harðskeyttu rannsóknarblaðamenn á Kjarnanum eða Stundinni ekki tekið þessi mál upp? Þau standa þeim þó nærri, enda er Vilhjálmur Þorsteinsson einn aðalfjárfestirinn í Kjarnanum og Ingi Freyr Vilhjálmsson á Stundinni einn mesti vandlætingarpostuli landsins.

(Myndin er af hluthöfum Kjarnans, Vilhjálmur situr lengst t. v.)


Bloggfærslur 17. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband