Hvers virði var Ísland?

Vísbending er nýkomin út, 39. tölublað 2015. Þar er birt á bls. 3 rannsókn eftir mig í stuttri grein á því, hvers virði Ísland var. Árið 1518 var það boðið að veði fyrir 50.000 flórína láni og árið 1645 að veði fyrir 500.000 dala láni. Ég reikna út núvirði þessara stærða. Enn fremur er ljóst, að Ísland var 0 flórína, dala eða króna virði árið 1785, þegar átti að rýma það (en Anna Agnarsdóttir prófessor staðfesti nýlega hina fornu frásögn Hannesar biskups Finnssonar um það, þegar hún fann óvænt merkilegt skjal í bresku safni). Einnig reikna ég út, hvers virði Ísland hefði verið árið 1867, hefði verðið verið hið sama á hvern ferkílómetra og Alaska, sem Bandaríkin keyptu það ár af Rússum. Vísbending fæst í mörgum bókabúðum, og geta áhugamenn nálgast niðurstöður mínar þar, en þær eru satt að segja ótrúlegar. Og hið dapurlega er, að þetta var verð, sem seljandinn gat hugsað sér, en enginn kaupandi reyndist vera á því verði!


Bloggfærslur 16. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband