Undrunarefni Sigurđar

Nordiske_flagEnglendingar eru stoltir af ţví, ađ međ ţeim mynduđust snemma venjur, sem stuđluđu ađ frjálslyndu lýđrćđi: allir vćru jafnir fyrir lögum, en fulltrúasamkomur veittu konungum ađhald. Í merkri ritgerđ í ritinu Nordic Democracy áriđ 1981 bendir prófessor Sigurđur Líndal ţó á, ađ Norđurlandaţjóđir bjuggu viđ svipađar venjur. Ţegar í fornöld lýsti rómverski sagnritarinn Tacitus ţví, hvernig Germanir komu saman á ţingum og leiddu mál til lykta. Ţá er heilagur Ansgar fór í kristnibođsferđ til Svíţjóđar áriđ 852, sagđi sćnskur konungur honum: „Viđ höfum ţá venju, ađ fólkiđ sjálft ráđi fram úr almennum málum og ekki konungurinn.“

Í Noregi, Danmörku og Svíţjóđ leiddu menn fram eftir öldum mál til lykta á svćđisţingum. Fóru ţingin međ dómsvald og raunar einnig međ löggjafarvald, sem takmarkađist ţó af fornum venjum. Misnotuđu konungar vald sitt, mátti setja ţá af, eins og víđa getur í Heimskringlu. Til ađ konungar nćđu kjöri, urđu ţeir ađ lofa ađ virđa lög og venjur. Stéttaţing voru síđan stofnuđ í Svíţjóđ 1435 og í Danmörku 1468. Enn fremur urđu konungar ađ samţykkja margvíslegar réttindaskrár, til dćmis Eiríkur klippingur Danakonungur áriđ 1282 og Magnús smek Svíakonungur áriđ 1319. Voru ţćr ekki síđri ensku réttindaskránni frćgu Magna Carta frá 1215.

Ólíkt ţví sem varđ á Englandi, gátu konungar í Svíţjóđ og Danmörku ţó aukiđ völd sín um skeiđ á sextándu og sautjándu öld. Ţegar ţegnar ţeirra kröfđust síđan aukinna stjórnmálaréttinda á átjándu og nítjándu öld, voru kröfurnar oftast studdar enskum hugmyndum. Sigurđur Líndal undrast ađ vonum, ađ ekki skyldi líka vísađ til hins norrćna stjórnmálaarfs, sem skýri, hversu djúpum rótum frjálslynt lýđrćđi gat skotiđ á Norđurlöndum.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 5. ágúst 2023.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband