Eđlisréttur og vildarréttur

Í Úlfljóti 2007 birti Sigurđur Líndal lagaprófessor 80 bls. ritgerđ, í rauninni litla bók, um stjórnspeki Snorra Sturlusonar, eins og hún birtist í Heimskringlu, og hefur ţessi merkilega ritsmíđ ekki hlotiđ ţá athygli, sem hún á skiliđ. Sigurđur greinir ţar á milli tveggja hugmynda um lög og rétt: ađ hann sé eđlisréttur (natural law) eđa vildarréttur (legal positivism). Samkvćmt eđlisrétti eru lögin til ofar valdhöfum og óháđ ţeim. Heilagur Tómas Akvínas fann uppsprettu eđlisréttarins í mannlegri skynsemi, en Snorri Sturluson í venjum og fordćmi, hinum góđu, gömlu lögum, eins og ţađ er stundum orđađ.

Samkvćmt vildarrétti eru lögin hins vegar sett af valdhöfum og til marks um vilja ţeirra. Á norđlćgum slóđum kom vildarréttur til sögu, ţegar ríkisvald efldist á miđöldum. Löggjafinn átti ţá ađ vera konungurinn, einvaldurinn. Ţessar tvćr hugmyndir um lög og rétt rákust eftirminnilega á, ţegar norskur sendimađur, Lođinn Leppur, reiddist ţví mjög á Alţingi 1281, „ađ búkarlar gerđu sig svo digra, ađ ţeir huguđu ađ skipa lögum í landi, ţeim sem kóngur einn saman átti ađ ráđa“. Í lýđrćđisríkjum nútímans er litiđ svo á, ađ lýđurinn sé löggjafinn, ţótt í reynd fari kjörnir fulltrúar hans međ löggjafarvaldiđ. En Sigurđur benti á, ađ jafnbrýnt vćri ađ setja löggjafanum skorđur, ţótt ađ baki hans stćđi meiri hluti í kosningum, og ađ fornu, ţegar hann ríkti sem konungur af Guđs náđ.

Kenningin um stjórnarskrárbundiđ lýđrćđi hvílir í raun á hugmyndinni um eđlisrétt. Hún er, ađ til séu almenn sannindi eđa lögmál, sem ţurfi ađ vera óhult fyrir lýđrćđinu, vildarréttinum, ef svo má segja, svo sem friđhelgi eignarréttarins, atvinnufrelsi, bann viđ ritskođun og bann viđ skattheimtu án lagaheimildar. Ţessi almennu sannindi geyma í sér reynsluvit kynslóđanna.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 11. desember 2021.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband