Hver var Snorri?

Ég tók ţátt í skemmtilegri málstofu Miđaldastofu í Háskóla Íslands 2. desember um Snorra Sturluson. Ţar skýrđi ég, hvers vegna ég skipađi Snorra fremst í nýlega bók mína um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn, ásamt heilögum Tómasi Akvínas. Ástćđan er sú, ađ ţeir komu báđir orđum ađ kenningum, sem John Locke kerfisbatt síđar, ţegar hann ţurfti ađ fćra rök fyrir byltingunni blóđlausu á Bretlandi 1688. Ţessar kenningar voru, ađ konungar vćru seldir undir sömu lög og ađrir og ađ setja mćtti ţá af, ef ţeir virtu ekki ţessi lög. Heimskringlu Snorra má lesa sem viđvörun viđ konungum, og kemur ţađ skýrast fram í rćđu Ţorgnýs lögmanns yfir Svíakonungi og rćđu Einars Ţverćings á Alţingi. Raunar gengur Einar Ţverćingur svo langt ađ segja, ađ Íslendingum sé best ađ hafa engan konung. Jafnframt benti ég á, ađ Egill Skallagrímsson vćri einn fyrsti raunverulegi einstaklingurinn í mannkynssögunni, og á ég ţá viđ, ađ hann stígur út úr móđu fjölskyldu, ćttbálks og hérađs, reisir konungi níđstöng, steytir hnefa framan í gođin og á sér auđugt tilfinningalíf.

Sverrir Jakobsson sagnfrćđiprófessor var andmćlandi minn og flutti mál sitt međ ágćtum. Hann tók undir međ mér um stjórnmálahugmyndirnar í Heimskringlu, en gerđi ađallega ágreining um tvennt. Í fyrsta lagi vćri alls óvíst, ađ Snorri hefđi samiđ Egils sögu, eins og ég gengi ađ vísu. Í annan stađ hefđi Snorri í eigin lífi hegđađ sér eins og konungsmađur frekar en andstćđingur konungs. Ţótt ég telji sennilegt, ađ Snorri hafi samiđ Egils sögu (eins og flestir fornfrćđingar), ćtla ég ekki ađ hćtta mér út í deilur um ţađ. En ég lét hins vegar í ljós ţá skođun, ađ ađalheimildarmađurinn um Snorra, frćndi hans Sturla Ţórđarson, vćri hlutdrćgur. Treysta ćtti honum varlega.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 4. desember 2021.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband