Málfrelsi og samfélagsmiđlar

Á ráđstefnu evrópskra íhalds- og umbótaflokka um netfrelsi í Róm 10.–12. desember rifjađi ég upp rökin fyrir mál- og hugsunarfrelsi. Bönnuđ skođun gćti veriđ rétt, og ţá missir mannkyniđ mikils. Hún gćti veriđ röng, en ţá er mönnum hollt ađ spreyta sig á ţví ađ hrekja hana. Og bönnuđ skođun gćti veriđ ađ sumu leyti rétt og ađ sumu leyti röng. En síđasta áratug hafa komiđ til sögu tveir öflugir samfélagsmiđlar, Facebook og Twitter, sem hafa skert málfrelsi notenda sinna verulega. Ţeir takmörkuđu til dćmis mjög svigrúm til ađ segja fréttir af afritađri tölvu Hunters Bidens forsetasonar og til ađ láta í ljós ţá skođun, ađ kórónuveiran vćri upprunnin í kínverskri tilraunastofu. Nokkrum dögum áđur en Donald Trump lét af forsetaembćtti, lokuđu bćđi fyrirtćkin jafnvel reikningum hans.

Sagt er á móti, ađ ţetta séu einkafyrirtćki og megi setja reglur um, hverjum ţeir hleypi ađ. Réttur minn til ađ segja skođun mína feli ekki í sér skyldu ţína til ađ hlusta á mig eđa hleypa mér ađ tćkjum ţínum. En í Róm hélt ég ţví fram, ađ vegna einokunarađstöđu sinnar og eđlis vćru ţessi fyrirtćki almannamiđlar (common carriers) svipađ og einkavegir, gistihús og símafyrirtćki. Ţótt vegur sé í einkaeigu, má eigandinn ekki banna konum ađ aka um hann (eins og gert var í Sádi-Arabíu). Gistihús má ekki neita ţeldökkum mönnum um afgreiđslu (eins og gert var í Suđur-Afríku). Símafyrirtćki má ekki mismuna eftir trúar- eđa stjórnmálaskođunum. Samkvćmt bandarískum lögum bera Facebook og Twitter ekki ábyrgđ á ţví, hvađ menn segja á ţeim. En ef ţeir taka upp ritskođun, eins og ţeir eru ađ gera (og ţá ađallega á hćgri mönnum), ţá er eđlilegt, ađ ţeir taki á sig slíka ábyrgđ. Annađhvort verđa ţeir ađ vera opnir og ábyrgđarlausir eđa lokađir og ábyrgir ţeirra orđa, sem á ţeim falla.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 18. desember 2021.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband