Í Escorial-höll

Vista_aerea_del_Monasterio_de_El_EscorialIđulega skilja fallnir óvinir frelsisins eftir sig stórhýsi, sem sjálfsagt er ađ nýta. Eftir fall kommúnismans í Póllandi var kauphöll hýst í fyrrverandi bćkistöđvum kommúnistaflokksins. Ég býđ stundum til útgáfuhófa í Rúblunni ađ Laugavegi 18. Og nú á dögunum kenndi ég á sumarskóla tveggja evrópskra frjálshyggjustofnana, sem haldinn var í Escorial-höll nálćgt Madrid. Filippus II. lauk viđ smíđi hallarinnar 1584, sama ár og Guđbrandur biskup gaf út biblíu sína. Hún er ekki ađeins konungshöll og raunar stćrsta hús heims á sinni tíđ, heldur líka klaustur, bókasafn, kirkja og grafhýsi.

Segja má, ađ ein rótin ađ ţjóđlegri, borgaralegri frjálshyggju í Evrópu liggi í uppreisninni, sem íbúar Niđurlanda hófu 1566 gegn ofríki Filippusar hallarsmiđs, en norđurhluti Niđurlanda (sem viđ nefnum oftast eftir einu hérađinu, Hollandi) öđlađist loks viđurkenningu sem sjálfstćtt ríki 1648. Spánn hélt um skeiđ eftir suđurhlutanum, ţar sem nú eru Belgía og Lúxemborg.

Í erindi mínu 14. júní kvađ ég frjálshyggjumenn og íhaldsmenn eiga margt sameiginlegt, en tvennt skildi: Frjálshyggjumenn tryđu ţví, ađ framfarir vćru mögulegar (til dćmis bćtt lífskjör, hreinna umhverfi, greiđari samgöngur, minni barnadauđi, fátíđari sjúkdómar, auknar lífslíkur). Enn fremur tryđu ţeir ţví, ađ frelsiđ gćti ađ lokum orđiđ sameign allra jarđarbúa, ţótt vissulega yrđi hin nauđsynlega gagnkvćma ađlögun borgaranna til í langri sögulegri ţróun. Hreinir íhaldsmenn vćru hins vegar iđulega hrćddir viđ breytingar og vildu reisa múra milli ţjóđa.

Í erindi mínu 18. júní sagđi ég stuttlega frá nýútkominni bók minni um tuttugu og fjóra stjórnmálahugsuđi, allt frá Snorra Sturlusyni og heilögum Tómasi af Akvínas til Miltons Friedmans og Roberts Nozicks. Ég tók bođskap frjálslyndra íhaldsmanna eins og mín saman í ţremur orđum: viđskiptafrelsi, einkaeignarrétti og valddreifingu. Skemmtilegt var ađ heyra ţessi orđ hljóma um salarkynnin í Escorial.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 19. júní 2021.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband