Styrkjasósíalisminn

Á árum áđur mátti gera greinarmun á tveimur tilraunum til ađ endurskapa skipulagiđ, rússneskum vinnubúđasósíalisma og sćnskum vöggustofusósíalisma. Rússnesku sósíalistarnir vildu breyta ţjóđskipulaginu í risastórar vinnubúđir, ţar sem ţeir segđu sjálfir fyrir verkum. Ţeir, sem óhlýđnuđust, voru skotnir eđa sveltir til bana. Sćnskir sósíalistar sáu hins vegar ţjóđskipulagiđ fyrir sér eins og vöggustofu, ţar sem ţeir vćru hinar umhyggjusömu fóstrur, en borgararnir vćru börnin. Ţeir beittu ólíkt mannúđlegri ráđum en Rússar, ađallega fortölum, en gerđu líka hiklaust ţćr konur ófrjóar, sem taldar myndu ala af sér vanhćf afkvćmi. Alls voru framkvćmdar 62.888 ófrjósemisađgerđir í Svíţjóđ árin 1935–1975.

Undirstadan_cover_LQ_1024x1024Báđar tilraunirnar mistókust hrapallega, enda rćđur engin ríkisstjórn yfir sömu ţekkingu og dreifist á borgarana og nýtist best í frjálsum viđskiptum ţeirra. Ráđstjórnarríkin leystust upp í árslok 1991, og um svipađ leyti hurfu Svíar ţegjandi og hljóđalaust frá vöggustofusósíalisma. En innan kapítalismans hefur orđiđ til ný tegund sósíalisma, styrkjasósíalisminn. Ţeir, sem hann stunda, ćtla sér ekki ađ velta kapítalismanum um koll, heldur reyna ađ sjúga út úr honum alla ţá fćđu, sem ţeir geta. Ţeir vilja taka án ţess ađ láta. Rússnesk-bandaríska skáldkonan Ayn Rand greindi best styrkjasósíalisminn í skáldsögunni Undirstöđunni, en hún skipti fólki í framleiđendur og ţiggjendur og spurđi, hvađ myndi gerast, ef afburđamennirnir ţreyttust á ađ skapa ţađ, sem afćturnar hirtu jafnóđum.

Á Íslandi lifir styrkjasósíalisminn góđu lífi, sérstaklega í Reykjavík 101. Ţar safnast ţađ fólk, sem gerir góđverk sín á kostnađ annarra, iđulega saman á kaffihúsum og krám og skálar fyrir ţví, hversu langt ţví hefur tekist ađ seilast í vasa skattgreiđenda. Sérstaklega nýtur ţetta fólk sín vel í kosningum, sem eru stundum lítiđ annađ en uppbođ á fyrirframstolnum munum.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 12. júní 2021.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband