Dr. Valtýr og Kristján konungur

ValtyrGŢađ vakti athygli mína, ţegar ég las Íslandsdagbćkur Kristjáns X., konungs Íslands 1918–1944, var, ađ hann hitti stundum til skrafs og ráđagerđa dr. Valtý Guđmundsson, sem kenndi sögu og bókmenntir Íslands í Kaupmannahafnarháskóla. Kann ţađ ađ vera ein skýringin á andúđ konungs á Hannesi Hafstein, sem skín af dagbókunum, en um skeiđ öttu ţeir Valtýr og Hannes kappi um völd á Íslandi.

Ţó voru ţeir Valtýr og Hannes í meginatriđum sammála. Ţeir vildu eitthvert samband viđ Dani, á međan Íslendingar ćttu erfitt međ ađ standa á eigin fótum sakir fámennis og fátćktar. Skođun Valtýs kemur skýrt fram í bréfi til stjúpa hans í Kanada 6. apríl 1916: „Ísland getur ekki stađiđ eitt sér, og besta sambandiđ er einmitt viđ Dani. Ţađ er ekki Dana vegna, ađ ég er á móti skilnađi, heldur Íslands vegna. Hugsađu ţér. ađ viđ lentum í klónum á Ţjóđverjum eftir skilnađinn. Hvílík ćvi mundi ţađ vera. Og litlu betra yrđi samband viđ Noreg, ţví Norđmenn eru vođa-ágengir og hafa betri skilyrđi til ađ nota atvinnuvegi okkar og ţannig verđa hćttulegri keppinautar en nokkur önnur ţjóđ. Skást yrđi samband viđ England, en ţó sá hćngur á, ađ íslenskt ţjóđerni vćri ţá útdautt eftir svo sem hálfa til heila öld. Landiđ yrđi enskt.“ (Dr. Valtýr segir frá, bls. 226.)

Áhyggjur Valtýs voru eđlilegar, og í dagbókum sínum lét konungur iđulega í ljós svipađa skođun. En međ hinum öru efnalegu framförum á Íslandi fyrstu áratugi tuttugustu aldar varđ hugmyndin um fullvalda ríki raunhćf. Og Danir megnuđu ekki ađ verja Ísland, ţegar í harđbakka sló, eins og sást í báđum heimsstyrjöldum. Örlögin urđu okkur ţó hliđholl. Viđ tókum upp varnarsamstarf viđ Bandaríkin, sem voru nógu fjarlćg til ađ skipta sér ekki af innanríkismálum og nógu öflug til ađ afstýra yfirgangi annarra ríkja.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 5. júní 2021.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband