Þorgerður Katrín hneykslast á hagsmunagæslu

Þorgerður Katrín sóttist eftir að verða framkvæmdastjóri SFS. Þar hefði hún auðvitað stutt kvótakerfið og verið andvíg aðild að ESB. Daginn sem hún fékk að vita, að annar yrði ráðinn, gekk hún til liðs við stjórnmálaflokk, sem berst gegn kvótakerfinu og vill aðild að ESB. Hún var þennan dag eins fljót að snúast og 30. september 2008, þegar hún um morguninn mótmælti eindregið á ríkisstjórnarfundi boðskap Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um, að bankarnir væru að hrynja, en seinna um daginn seldi það, sem hún átti eftir af hlutabréfum í bönkum fyrir 70 milljónir kr. (eins og kom nánast fyrir tilviljun fram í hæstaréttardómi nr. 593/2013).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband