Brellur, firrur, gloppur, skekkjur og villur í verkum Jóns Ólafssonar

Jón Ólafsson hefur gefiđ út tvćr bćkur um sögu íslenskra kommúnista og vinstri sósíalista, Kćru félaga áriđ 1999 og Appelsínur frá Abkasíu áriđ 2012, og hann var ađalyfirlesari hinnar ţriđju, Drauma og veruleika eftir Kjartan Ólafsson, sem birtist áriđ 2020. Jón hefur einnig birt nokkrar ritgerđir um íslensku kommúnistahreyfinguna. Ţótt hann sé skólagenginn í heimspeki, ekki sagnfrćđi, auđveldađi ţađ honum rannsóknir á austurtengslum íslenskra kommúnista og vinstri sósíalista, ađ hann talar rússnesku. Eftir ađ Ráđstjórnarríkin leystust upp áriđ 1991, gat hann ţví kynnt sér ýmis skjöl í söfnum í Moskvu. Nú bregđur svo viđ, ađ Jón rćđst hér í Kjarnanum á mig fyrir nýlegan ritdóm í Morgunblađinu um bók Kjartans, og er mér skylt ađ svara á sama vettvangi. Í grein sinni, sem ber heitiđ „Hver getur best gert upp viđ kommúnismann?“ sakar Jón mig um geđvonsku, smásmygli og öfund, en hrekur ekki eitt einasta atriđi efnislega, sem ég benti á í ritdómnum. Ég get upplýst af ţví tilefni, ađ ég nefndi í ritdómnum ađeins nokkrar villur af ţeim fjölmörgu, sem ég fann, og ađeins ţćr, sem mér fundust skipta einhverju máli um söguţráđ og efnistök. Lengri villulista birti ég á öđrum vettvangi, enda er ég út af fyrir sig sammála Jóni um, ađ viđ megum ekki gleyma okkur í smáatriđum. Og ekki veit ég, hvern ég ćtti ađ öfunda í ţessu máli. Kjartan Ólafsson er háaldrađur ađ reyna ađ gera hreint fyrir sínum dyrum, og ég öfunda hann svo sannarlega ekki af ţví ađ hafa ţurft ađ treysta á Jón Ólafsson um ađföng og yfirlestur. Fyrir vikiđ er bók Kjartans miklu lakari en hún hefđi getađ orđiđ. Einhver ágćtasti vísindamađur okkar Íslendinga, Árni Magnússon handritasafnari, skrifađi eitt sinn: „Svo gengur ţađ til í heiminum, ađ sumir hjálpa erroribus á gáng, og ađrir leitast síđan viđ ađ útryđja aftur ţeim sömu erroribus. Hafa svo hverjir tveggja nokkuđ ađ iđja.“ Jón hefur međ verkum sínum skipađ sér í fyrri flokkinn, og verđ ég ađ taka hvatningu Árna handritasafnara alvarlega og reyna ađ leiđrétta hann, svo ađ ađrir láti ekki glepjast. Skipti ég hér erroribus Jóns í fimm flokka: brellur, firrur, gloppur, skekkjur og villur.

 

Brellur Jóns Ólafssonar

Brellum sínum beitir Jón Ólafsson ađallega, ţegar hann ţarf ađ bregđast viđ leiđréttingum. Hann reynir ýmist ađ gera lítiđ úr viđmćlandanum eđa leiđréttingunum sjálfum í stađ ţess ađ hafa umyrđalaust ţađ, sem sannara reynist. Í greininni hér í Kjarnanum rifjađi hann til dćmis upp, ađ hann hefđi sem nemandi í Menntaskólanum í Hamrahlíđ veriđ á fundi í Norđurkjallara skólans, ţar sem ég hefđi andmćlt sósíalisma. Ég hefđi haft á reiđum höndum tilvitnanir í kenningasmiđi marxismans og jafnvel nefnt blađsíđutöl. „Hins vegar vildi svo ein­kenni­lega til ađ ţegar sam­visku­samir mennta­skóla­nemar fóru ađ leita uppi til­vitn­an­irnar ţá reynd­ist erfitt ađ finna ţćr. Ţađ var ekki fyrr en löngu síđar ađ ein­hver benti mér á ađ hversu snjallt ţetta mćlsku­bragđ vćri – ađ nefna blađ­síđu­töl út í loftiđ – ţví ţannig fengju áheyr­endur á til­finn­ing­una ađ rćđu­mađ­ur­inn gjör­ţekkti text­ana sem hann vitn­ađi í eftir minni. Og ţótt ein­hver fćri ađ grufla í bók­unum á eft­ir, ţá breyt­ast fyrstu hug­hrif ekki svo auđ­veld­lega.“ Jón nefndi ađ vísu ekkert dćmi. En ég man sjálfur vel eftir ţessu. Tilvitnunin, sem ég notađi, var til Levs Trotskíjs í Byltingunni svikinni frá 1937. „Í landi, ţar sem ríkiđ er eini vinnuveitandinn, bíđur stjórnarandstćđingsins hćgur hungurdauđi.“ Ég hafđi rekist á ţessi napurlegu ummćli í bók Friedrichs von Hayeks, Leiđinni til ánauđar, og haft ţau eftir í kapprćđum um sósíalisma viđ Halldór Guđmundsson (síđar útgáfustjóra) í framhaldsskólum. Hann bar brigđur á ţađ, ađ rétt vćri eftir haft, svo ađ ég gerđi mér ferđ á Landsbókasafniđ til ađ sannreyna tilvitnunina, en Hayek hafđi ekki sett viđ hana blađsíđutal í bók sinni. Ég fann tilvitnunina eftir nokkra leit og mundi ţess vegna blađsíđutaliđ. Hún er í 11. kafla bókar Trotskíjs á blađsíđu 283 í frumútgáfunni frá 1937. Ţetta er eina blađsíđutaliđ úr ritum marxista, sem ég fór međ á ţessum fundum.

Ein brella Jóns Ólafssonar er ţannig ađ segja um mig sögu, sem hefur brenglast í međförum hans, en á ađ gera mig ótrúverđugan. Önnur brella hans er ađ svara athugasemdum mínum ekki efnislega, heldur afgreiđa ţćr sem „smásmygli“. En ţađ var svo sannarlega engin smásmygli ađ vekja athygli á ótrúlegri yfirsjón Kjartans Ólafssonar og yfirlesara hans, Jóns Ólafssonar, eins og ég gerđi í ritdómi mínum. Fullyrt er í Draumum og veruleika, ađ Sósíalistaflokkurinn hafi ekki veriđ í neinu sambandi viđ Kremlverja, frá ţví ađ Kristinn E. Andrésson gaf skýrslu um starfsemi hans í Moskvu voriđ 1940 og tók ţá viđ línu og ţangađ til sendiráđ Ráđstjórnarríkjanna var stofnađ í Reykjavík snemma árs 1944. En ţetta er alls ekki rétt, eins og ég skýrđi frá. Forystumenn Sósíalistaflokksins fylgdu fast ţeirri línu, sem Kristinn kom međ heim og ţeir höfđu vitađ af og fylgt áđur, ađ stríđiđ vćri ađeins stríđ milli tveggja fylkinga auđvaldsríkja. Chamberlain vćru engu skárri en Hitler. Sú var lína Stalíns, eftir ađ hann gerđi griđasáttmálann viđ Hitler 23. ágúst 1939. En línan hlaut ađ gerbreytast, ţegar Hitler réđst á Ráđstjórnarríkin 22. júní 1941. Eftir ţađ vildu Kremlverjar ólmir, ađ Bandaríkjamenn hćfu ţátttöku í stríđinu sér viđ hliđ. Íslenskir sósíalistar áttuđu sig ekki á ţessu og greiddu atkvćđi gegn herverndarsamningnum viđ Bandaríkin sumariđ 1941. Ţá varđ uppi fótur og fit í Moskvu. Vjatsjeslav Molotov utanríkisráđherra hringdi í Georgí Dímítrov, forseta Kominterns, og skipađi honum ađ leiđrétta línuna til íslenskra sósíalista. Dímítrov hafđi samband viđ William Gallacher, ţingmann breskra kommúnista, og ţeir komu bođum til Einars Olgeirssonar, sem var ađ losna úr fangelsi í Bretlandi, en ţar hafđi hann setiđ vegna ofsafenginna árása á breska hernámsliđiđ í samrćmi viđ fyrri línu. Ţegar Einar kom heim, kvaddi hann saman fund helstu trúnađarmanna Sósíalistaflokksins í Oddfellow-húsinu og sagđi ţeim, ađ nú yrđi ađ skipta um stefnu og styđja Bandaríkin og Bretland, sem ćttu ađ geta liđsinnt Ráđstjórnarríkjunum á austurvígstöđvunum. Skjöl eru til í Moskvu um samskipti Molotovs, Dímítrovs og Gallachers, en Áki Jakobsson, sem var á fundinum í Oddfellow-húsinu, skrifađi um hann í óbirtum endurminningum sínum, sem varđveittar eru á hérađsskjalasafni Skagfirđinga. Ţarf raunar ekki vitnanna viđ, ţví ađ eftir heimkomu Einars gerđust sósíalistar hávćrustu vinir Bandaríkjanna á Íslandi, eins og bandaríski sendiherrann skrifađi í skýrslu. Allt ţetta kemur fram í bókum okkar Ţórs Whiteheads.

Ég nefndi í ritdómnum annađ dćmi um samskipti Kremlverja og íslenskra sósíalista á ţessu tímabili. Menn úr leyniţjónustu ráđstjórnarflotans voru staddir á Íslandi áriđ 1942 og hittu ađ máli Íslending, sem gekk undir dulnefninu Skúli Kristjánsson. Var skrifuđ um ţetta skýrsla, sem enn er lćst niđri í lokuđu safni leyniţjónustu hersins, GRÚ, en ţví er vitađ af henni, ađ afrit var sent til Kominterns. Njósnarar og erindrekar leyniţjónustunnar voru einir um ađ ganga undir dulnefnum í skýrslum sem ţessum, og hefur ţetta líklega veriđ Eggert Ţorbjarnarson, sem var síđan lengi framkvćmdastjóri Sósíalistaflokksins. Ég gat ţess ekki í ritdómnum, en ţađ er auđvitađ saga til nćsta bćjar, ef framkvćmdastjóri íslensks stjórnmálaflokks reynist vera erindreki erlends einrćđisríkis, sem seildist til áhrifa á Íslandi. (Raunar hygg ég, ađ Kjartan Ólafsson sé sammála mér um, ađ Eggert hafi beinlínis veriđ slíkur erindreki. Ég get ekki skiliđ ýmis ummćli hans í Draumum og veruleika öđru vísi.) Eggert hafđi síđan milligöngu um ţađ, ađ ţessir leyniţjónustumenn laumuđust heim til Einars Olgeirssonar eitt kvöldiđ, og sagđi hann ţeim, ađ hann vildi gjarnan taka aftur upp sambandiđ viđ Kremlverja, sem hefđi rofnađ í stríđinu. Ţađ er langsótt ađ telja ţađ „smásmygli“ ađ vekja máls á ţessum tveimur mikilvćgu atvikum.

Áđur hefur Jón Ólafsson beitt svipuđum brellum í viđbrögđum viđ gagnrýni minni. Ég birti áriđ 2008 tvćr ritgerđir um alţjóđleg tengsl kommúnistahreyfingarinnar íslensku. Í Ţjóđmálum skrifađi ég um ţá 23 Íslendinga, sem hlutu árin 1929–1938 byltingarţjálfun á leyniskólum Kominterns í Moskvu, Vesturskólanum og Lenínskólanum. Leiđrétti ég ţar margar villur í ritgerđ Jóns um ţessa leyniskóla í Nýrri Sögu 1997 og gagnrýndi hann fyrir ađ gera ekki viđfangsefninu betri skil. Nokkrir nemendur hefđu til dćmis fariđ fram hjá honum, ţótt heimildir vćru til um ţá. Í ráđstefnuritinu Rannsóknum í félagsvísindum, IX. bindi, skrifađi ég um ţá erindreka, sem Komintern sendi til Íslands. Ţar leiđrétti ég líka margar villur í ritum Jóns, ađallega Kćru félögum. Í svari sínu í Sögu 2009 gerđi Jón eins lítiđ úr ađfinnslum mínum og hann frekast gat. Kvađ hann mig í ritgerđinni um leyniskólana ađeins hafa leiđrétt „tvćr dagsetningar“, en síđan gert athugasemdir viđ ţađ, „hvort mađur sem gegnir ţingmennsku fyrir flokk hljóti ţá ađ teljast framámađur [svo] hans“ og „hvort áherslu beri ađ leggja á byltingarţjálfun eđa almennt flokksstarf“ í skrifum um ţessa skóla. Jón bćtti viđ: „Vart getur ţađ heitiđ leiđrétting á skrifum mínum ađ Hannes geti sér ţess til ađ ákveđnir einstaklingar sem ég taldi ekki í hópi flokksskólanemenda hafi veriđ ţađ enda hvarflar ekki ađ mér ađ listi minn sé tćmandi.“ Sagđi hann mig síđan í ritgerđinni um erindreka Kominterns ađeins hafa bent „á nokkrar prentvillur og misrituđ ártöl“ í Kćru félögum og á ţađ, ađ hann hefđi haft rangt fyrir sér „um höfund bréfs sem sent var til Moskvu snemma á ţriđja áratugnum“, auk ţess sem „fleiri Kominternfulltrúar hafi komiđ til Íslands en fram kemur í bókinni“.

Hér er gert miklu minna úr leiđréttingum mínum en efni standa til. Í rannsókn sinni á leyniskólunum í Moskvu kom Jón Ólafsson ekki auga á ţrjá nemendur, sem ţó eru til ađgengilegar heimildir um: Hjalta Árnason, Jóhannes Jósepsson og Elísabetu Eiríksdóttur. Heimildirnar um Hjalta og Jóhannes eru minningargreinar um ţá eftir menn, sem vel ţekktu til ţeirra. Ţetta eru ţví ekki ađeins tilgátur mínar, eins og Jón gefur í skyn. En ein opinber heimild er óbein um Elísabetu: Hún sagđist í blađaviđtali 1954 hafa veriđ í Moskvu sautján árum áđur. Lá ţá beint viđ ađ álykta, ađ hún hefđi veriđ ţar í byltingarskóla, ţví ađ Moskva var ekki í alfaraleiđ ţau ár og ekki getiđ um neinar sendinefndir, sem hún gćti hafa tekiđ ţátt í. Ţessa ályktun fékk ég stađfesta í bréfi í skjalasafni Sósíalistaflokksins, ţar sem Einar Olgeirsson sagđi hana hafa dvalist í eitt ár í Moskvu. Međ ţví ađ skođa störf hennar á Íslandi tókst mér ađ tímasetja Moskvudvöl hennar á bilinu frá ţví í árslok 1935 fram í ársbyrjun 1937. Óţarfi er líka ađ gera lítiđ úr „dagsetningunum tveimur“, sem Jón Ólafsson nefnir svo. Hann sagđi í Kćru félögum (bls. 60), ađ Vesturskólamađurinn Jafet Ottósson hefđi snúiđ heim til Íslands haustiđ 1931. En hann fór voriđ 1931, og ţví skiptir ţađ máli, ađ einmitt ţá um sumariđ fylgdust Íslendingarnir í Moskvu međ ógćtilegu tali hans heima á Íslandi og skrifuđu sérstaka skýrslu um ţađ, sem Jón rćđir talsvert um. Hin villan er veigaminni. Jón sagđi á einum stađ í Kćru félögum (bls. 60), ađ Vesturskólamađurinn Gísli Indriđason hefđi komiđ til Moskvu haustiđ 1931, en neđarlega á sömu blađsíđu, ađ hann „hefđi átt ađ útskrifast eftir eins árs kúrsus sumariđ 1931“. Hiđ síđara hlýtur ađ eiga ađ vera sumariđ 1932. Allir geta gert stafvillur. En ţađ ber vitni losaralegum vinnubrögđum ađ nefna tvö ártöl um sama atvik á einni og sömu blađsíđu.

Dćmiđ af Jóhannesi Jósepssyni, sem fariđ hafđi fram hjá Jóni Ólafssyni, svo ađ hann nefndi hann ekki í bók sinni, leiddi ađra síđan á villigötur. Birna Berndsen samdi 2011 B. A. ritgerđ í félagsfrćđi um Steinunni Árnadóttur frá Höfđahólum, og hafđi Guđbjörg Linda Rafnsdóttir umsjón međ henni. Ţótt meginstefiđ í ritgerđinni sé kommúnismi Steinunnar, er eina ritiđ um íslensku kommúnistahreyfinguna, sem nefnt er í heimildaskrá og notađ í ritgerđinni, bók Jóns Ólafssonar, Kćru félagar. Tveggja bóka Ţórs Whiteheads, sem komnar voru út fyrir 2011, er ađ engu getiđ og ţví síđur ýmissa ritgerđa minna, sem ţá höfđu líka birst. Steinunn var nátengd nokkrum forystumönnum kommúnista, fastagestur í Unuhúsi og systir Hjalta Árnasonar. Hún bjó um skeiđ í Danmörku og átti danskan vin, Thorkild Hilst. Ţau skrifuđust á, eftir ađ hún fór til Íslands. Í bréfi frá 10. janúar 1936 sendir Hilst henni kveđju međ „Jósefssyni“, sem komiđ hafi viđ í Kaupmannahöfn á leiđ frá Ráđstjórnarríkjunum. Hafi ţeir fariđ saman í Tívolí. Í hornklofa (bls. 39) upplýsir Birna, ađ ţetta sé Lúđvík Jósefsson. En ţađ er fráleitt. Engar heimildir eru til um, ađ Lúđvík Jósepsson (svo ađ rétt sé fariđ međ nafn hans) hafi fariđ ţangađ austur á ţessum árum. Í janúar 1936 var hann 22 ára kennari viđ Gagnfrćđaskólann á Neskaupstađ. Ţetta hefur auđvitađ veriđ Jóhannes Jósepsson, sem hlaut ţjálfun í Lenínskólanum í Moskvu 1934–1935. Umsjónarmađur hefđi átt ađ vara nemandann viđ ađ treysta ađeins á hina óáreiđanlegu bók Jóns Ólafssonar. 

Skrif Jóns um erindreka Kominterns á Íslandi eru sama marki brennd. Ţar eru villurnar sumar smávćgilegar, ađrar alvarlegri. Neyđarlegasta villan snýr ađ bréfi ţví, sem Jón minntist á. Ţađ var sent frá Íslandi til Stokkhólms í janúar 1921. Undir ţađ var skrifađ „Sillinn“. Jón taldi í Kćru félögum (bls. 22), ađ hér hefđi sćnski kommúnistinn Hugo Sillén veriđ á ferđ. En ţetta var bréf frá Hendrik Siemsen Ottóssyni, sem gekk undir ţessu nafni í góđra vina hópi. Ársćll Sigurđsson var til dćmis kallađur ţar „Sćlinn“ og Brynjólfur Bjarnason „Billinn“. Ţessi villa stafar ekki af vangá, heldur vanţekkingu. Ţótt hún hafi margsinnis veriđ leiđrétt, hefur hún slćđst inn í bók Ţorleifs Friđrikssonar, Viđ brún nýs dags (bls. 273), sem kom út áriđ 2007. Önnur villa Jóns sýnir, hversu varasamt er ađ rannsaka ekki mál út í hörgul. Hann sagđi í Kćru félögum (bls. 159) um Vasílíj Ríbakov, sem var forstöđumađur sendiráđs Ráđstjórnarríkjanna á Íslandi 1947: „Rybakov var auk ţess fyrsti erlendi fulltrúinn til ađ fylgjast međ störfum íslensku sósíalistanna, frá ţví ađ Kominternfulltrúinn Harry Levin sótti stofnţing kommúnistaflokks Íslands áriđ 1930.“ En eins og ég benti á í ritgerđ minni um erindreka Kominterns á Íslandi, kom ţýski kommúnistinn Willi Mielenz hingađ sumariđ 1932 og fór ekki leynt, eins og sést á blöđum íslenskra kommúnista. Hafđi Jón ekki lesiđ ţessi blöđ? Einnig má í ţví sambandi benda á ţá mikilvćgu stađreynd, sem Jón getur ađeins stuttlega um neđanmáls í bók sinni (bls. 312), ađ annar sendiráđsritarinn í sendiráđi Ráđstjórnarríkjanna í Reykjavík 1944–1947, Pavel Egorov, var starfsmađur leyniţjónustu ráđstjórnarflotans. Vitaskuld hefur hann fylgst međ störfum íslenskra sósíalista.

Enn beitti Jón Ólafsson sömu brellu, ţegar hann brást viđ bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998, en ţar leiđrétti ég neđanmáls margt í verkum hans. Hann vísađi ekki neinni leiđréttingu minni á bug, heldur benti á ţá villu í bók minni, ađ áriđ 1951 hefđi miđstjórn Kommúnistaflokks Ráđstjórnarríkjanna veitt verkamannafélaginu Dagsbrún háan styrk, 50 ţúsund pund. Kvađ Jón ţann styrk hafa veriđ veittan 1961. Fór Jón síđan mörgum orđum um ţađ, ađ ég lifđi sníkjulífi á rannsóknum hans. Leiđréttingin var réttmćt. Styrkurinn var veittur 1961, og segi ég raunar frá honum í bók minni, en enginn slíkur styrkur var veittur 1951. En hver var heimild mín? Hún var bókin Liđsmenn Moskvu eftir Árna Snćvarr, en hann hafđi ţetta eftir Jóni Ólafssyni! Villan er međ öđrum orđum komin frá Jóni, og hann hafđi haft nítján ár til ađ leiđrétta hana, ţví ađ bók Árna kom út 1992. Ég hafđi lagt mig allan fram um ađ skýra sem réttast og nákvćmast frá öllu og skera úr um vafaatriđi í bók minni, og er ţetta eina alvarlega villan, sem ég hef fundiđ í henni. Og hún reyndist vera ćttuđ frá Jóni Ólafssyni! Hér leiddi hann mig á villigötur. Ţví er viđ ađ bćta, ađ Kremlverjar veittu raunar íslenskum sósíalistum styrk til verkalýđsbaráttu ţeirra 1952, en Alţjóđasamband verkalýđsfélaga, sem var stjórnađ frá Moskvu, var skrifađ fyrir styrknum. Sá styrkur virđist ekki hafa veriđ greiddur út, ţótt ekki sé ţađ fullvíst. Einnig er fróđlegt, ađ Eđvarđ Sigurđsson skrifađi í minniskompu sína, líklega 1952: „Ekki miklar upphćđir. Ekki sjóđi eins og Comintern.“ Af ţví má ekki ađeins ráđa, ađ Kremlverjar hafi veitt miklu rausnarlegri styrki til sósíalista á dögum Kominterns 1919–1943 en síđar, heldur líka, ađ ýmislegt er enn óupplýst um fjárstyrki ađ austan.

Mér fannst ţó óneitanlega skrýtiđ ađ sitja undir ámćli fyrir villu, sem Jón Ólafsson gerđi og hafđi sjálfur ekki leiđrétt í nítján ár, í úrvinnslu rússneskra skjala, sem ađrir íslenskir frćđimenn höfđu engan ađgang ađ. Enn skrýtnara ţótti mér, ţegar ţađ var kennt viđ sníkjulíf. Ég hef nýtt mér eftir föngum ţađ, sem Jón hefur birt um samskipti íslenskra kommúnista og sósíalista viđ Kremlverja, ţótt ég hafi um leiđ kostađ kapps viđ ađ sannreyna sem flest. Er ekki einmitt tilgangurinn međ ţví ađ birta niđurstöđur rannsókna, ađ ađrir geti nýtt ţćr í samrćmi viđ frćđilegar reglur? Ásökun Jóns er sérstaklega ámćlisverđ í ljósi ţess, ađ hann hlaut rausnarlega styrki frá íslenska ríkinu, ekki síst til ađ rannsaka rússnesk skjalasöfn. Rannsóknasjóđur (áđur Vísindasjóđur) veitti honum ferđastyrk 1994 og rannsóknarstyrk 1998 (700 ţúsund kr.) til rannsókna á kommúnisma. Rannsóknasjóđur Atlantshafsbandalagsins veitti honum styrk einu sinni í sama skyni, og menntamálaráđuneytiđ styrkti hann sérstaklega til rannsókna og afritunar á íslenskum skjölum í Moskvu sumrin 1994 og 1995. Eftir ţetta fékk Jón samkvćmt opinberum gögnum styrki úr Rannsóknasjóđi 2004 (2 millj. kr.), 2005 (2 millj. kr.) og 2007 (2 millj. kr.) til ađ rannsaka kommúnisma. Einnig fékk hann styrk 2009 (2,1 millj. kr.) til ađ rannsaka einn ţátt í sögu kommúnismans. Ađ núvirđi er ţetta líklega samtals rösklega tuttugu milljónir króna. Var ţetta fé af hendi reitt úr almannasjóđum til ţess, ađ Jón Ólafsson gćti brigslađ mönnum um ađ lifa „sníkjulífi“ á rannsóknum hans, ef ţeir leyfđu sér ađ vitna í verk hans? Jón hefur látiđ mörg ţau gögn, sem hann fann í Moskvu (en samt ekki öll), á handritadeild Landsbókasafnsins. Ćtlađist hann ekki til, ađ ţau yrđu notuđ?

                                                                                                                  

Firrur Jóns Ólafssonar

Brellur Jóns Ólafssonar, ţegar hann ţarf ađ bregđast viđ leiđréttingum, segja sína sögu. En hitt er verra, ađ í ritum sínum fer hann iđulega međ firrur, en ţađ orđ má nota um stađhćfingar, sem eru langsóttar, bersýnilega óraunhćfar, jafnvel fráleitar. Í skrifum sínum um hreyfingu kommúnista og vinstri sósíalista á Íslandi horfir Jón jafnan fram hjá ofbeldiseđli hennar og reynir ađ gera eins lítiđ og hann getur úr tengslum hennar viđ Kremlverja, ţótt auđvitađ verđi hann ađ viđurkenna ţau ađ nokkru leyti. Á frćgum fundi, sem Sagnfrćđingafélagiđ hélt 23. nóvember 2011 til ađ deila á bćkur okkar Ţórs Whiteheads um kommúnistahreyfinguna, spurđi ég framsögumenn, hvort ţeir ţekktu eitthvert dćmi ţess, ađ forystumenn Sósíalistaflokksins hefđu beinlínis gengiđ gegn Kremlverjum, annađ en ţađ, ađ ţeir voru ófáanlegir til taka ţátt í erjum innan hinnar alţjóđlegu kommúnistahreyfingar og fordćma Tító í Júgóslavíu og Maó í Kína, eins og Kremlverjar vildu, auk ţess sem ţeir birtu ađ vísu málamyndamótmćli (harmatölu í Ţjóđviljaleiđara) viđ innrásinni í Ungverjaland. Framsögumennirnir gátu ekki bent á neitt slíkt dćmi.

Ekki ţurfti ađ efast um ţađ, ađ Kommúnistaflokkurinn, sem hér starfađi 1930–1938, laut bođvaldi frá Moskvu. Fór flokkurinn ekki í neinar felur um ţađ. Hann var deild í Komintern, Alţjóđasambandi kommúnista, en til ţess ađ geta gengiđ í Komintern varđ flokkurinn ađ játast undir inntökuskilyrđin 21, sem samţykkt höfđu veriđ á ţingi Kominterns í Moskvu 1920. Ţessi skilyrđi mótuđust auđvitađ af ţví, ađ ţetta var samband byltingarflokka. Međal annars segir í ţriđja inntökuskilyrđinu: „Í nćr öllum löndum Evrópu og Ameríku er stéttabaráttan ađ breytast í borgarastríđ. Viđ ţćr ađstćđur geta kommúnistar ekki treyst borgaralegum lögum. Ţeir skuldbinda sig til ađ mynda alls stađar ólögleg hliđarsamtök, sem geta á úrslitastund ađstođađ flokkinn viđ ađ gera skyldu sína gagnvart byltingunni.“ Skýrara gat ţetta ekki veriđ. Ţađ var beinlínis skylda íslenskra kommúnista ađ mynda „ólögleg hliđarsamtök“, sem gćtu á úrslitastund ađstođađ flokkinn viđ ađ gera byltingu, en međ ţví var auđvitađ átt viđ valdarán. Ísland var ađ vísu fámennt land og tiltölulega friđsćlt, en ţessari skyldu sinni reyndu kommúnistar ađ gegna. Fyrst gerđu ţeir ţađ međ Áhugaliđi alţýđu, sem stofnađ var eftir Drengsmáliđ 1921. Snorri G. Bergsson hefur vakiđ athygli mína á ummćlum í bréfi frá Hendrik S. Ottóssyni til Einars Olgeirssonar 28. júlí 1923, sem varđveitt er í bréfasafni Einars á Ţjóđarbókhlöđu: „Nú fer ég ađ armera ungkommúnistana. Ţeir ćtla ađ kaupa sér remingtona. Viđ erum óviđbúnir öllu nú, svo verđur annađ séđ en ađ hvítliđarnir geti ráđiđ niđurlögum okkar, ţegar ţeir vilja.“ Lítiđ varđ ađ vísu úr Áhugaliđi alţýđu, enda var ţađ harla ósamstćtt, en síđan var Varnarliđ verkalýđsins stofnađ opinberlega eftir Gúttóslaginn í nóvember 1932, og hafđi vísir ađ ţví veriđ til áđur. Varnarliđiđ starfađi í nokkur ár, og skunduđu liđsmenn um götur Reykjavíkur á 1. maí ár hvert. Sumir úr Varnarliđinu útveguđu sér líka skotvopn, eins og Ţór Whitehead upplýsir í bókum sínum, en hann tók viđtöl viđ nokkra menn úr liđinu, ţar á međal foringja ţess, Ţorstein Pétursson. Ţeir vildu vera viđ öllu búnir, eins og ţeim var skylt ađ vera samkvćmt reglum Kominterns.

Firrur Jóns Ólafssonar má flestar rekja til ţess, sem er rauđi ţráđurinn í skrifum hans, ađ kommúnistar á Íslandi hafi veriđ á einhvern hátt annars eđlis en kommúnistar í öđrum löndum, miklu meinlausari og friđsamari, í rauninni minni kommúnistar (en ţá vaknar auđvitađ spurningin, af hverju ţeir klufu Alţýđuflokkinn 1930 og gengu í Komintern). Eitt dćmi um ţetta er, ţegar Jón hélt ţví fram í Appelsínum frá Abkasíu (bls. 383), ađ Hendrik S. Ottósson og Brynjólfur Bjarnason hefđu ekki veriđ fulltrúar á öđru heimsţingi Kominterns 1920, heldur slćđst til Moskvu af ćvintýraţrá. Taka ţeir Skafti Ingimarsson í (óprentađri) doktorsritgerđ sinni um kommúnistahreyfinguna og Kjartan Ólafsson í Draumum og veruleika (bls. 30) ţetta upp eftir Jóni. En Hendrik og Brynjólfur sögđu síđar báđir frá ţví, ađ ţeir hefđu veriđ fulltrúar á heimsţinginu, og tók Hendrik sérstaklega fram, ađ hann hefđi greitt atkvćđi međ inntökuskilyrđunum í Komintern. Einföld skýring er til á ţví, ađ nöfn ţeirra voru ekki á prentađri skrá um ţingfulltrúa: ţeir komu mjög seint til ţingsins, löngu eftir ađ ţađ var hafiđ. Nöfn sumra annarra fullgildra félaga vantađi líka í ţingfulltrúaskrána. Jón getur ekki vísađ vitnisburđi ţeirra Hendriks og Brynjólfs á bug fyrirvaralaust. Gaf Hendrik meira ađ segja framkvćmdastjórn Kominterns skýrslu um stjórnmálaviđhorfiđ á Íslandi, og ţar minntist Lenín á hernađargildi Íslands. Ađrar heimildir stađfesta ţađ, sem Hendrik sagđi síđar, ađ ţađ var framkvćmdastjórn Kominterns, sem bauđ ýmsum ćskulýđssamböndum ađ senda fulltrúa á heimsţingiđ í Moskvu og á ungkommúnistamót á eftir. Ţessir ćskulýđsleiđtogar fengu ađ sitja heimsţingiđ sem fullgildir fulltrúar. Á ljósmynd, sem prentuđ er í bók eftir Willi Münzenberg frá 1930, er einmitt birt ljósmynd, ţar sem ţeir Brynjólfur og Hendrik ţekkjast, og er myndatextinn: „Die Jugend-Delegierten am 2. Kongreß der Kommunistischen Internationale, Moskau 1920“ (Ungir fulltrúar á öđru ţingi Alţjóđasambands kommúnista, Moskvu 1920).

Ćskulýđsfulltrúar.Komintern1920 

      

 

Ţetta dćmi skiptir ef til vill ekki miklu máli. Annađ dćmi miklu mikilvćgara er af leyniskólunum í Moskvu. Jón sagđi 1997 í Nýrri sögu (bls. 6): „Norrćnir kommúnistar virđast litla ţjálfun hafa fengiđ í öđru en bóklegum greinum marx-lenínisma.“ Hann hnykkti á ţessu 1999 í Kćru félögum (bls. 52): „Ţađ er ekki ađ sjá af ţeim heimildum, sem ađgengilegar eru úr Norđurlandadeildum Lenínskólans og Vesturskólans, ađ sérstök áhersla hafi veriđ lögđ á praktíska byltingarstarfsemi, svo sem njósnir, undirróđur og hvers kyns moldvörpustarfsemi.“ Sjö árum síđar var hann viđ sama heygarđshorniđ. „Hvađ sem líđur vafstri einstaklinga ţá höfum viđ engar heimildir sem leyfa okkur ađ draga ţá ályktun,“ sagđi Jón í Lesbók Morgunblađsins 2006, „ađ íslenskir kommúnistar hafi veriđ ţjálfađir í Moskvu til ofbeldisverka.“ En hver var tilgangur leyniskólanna í Moskvu, ef hann var ekki sá ađ ţjálfa kommúnista í ađ gera byltingar? Af hverju voru ţeir ţá leynilegir? Hvernig er hćgt ađ gera byltingu án ţess ađ beita ofbeldi? Auđvitađ var ţađ alveg rétt, sem Jón lagđi áherslu á, ađ í ţessum skólum voru kenndar ýmsar bóklegar greinar eins og marxísk hagfrćđi og saga Kommúnistaflokks Ráđstjórnarríkjanna. En ţađ breytir ţví ekki, ađ jafnframt var nemendum kennt ađ bera vopn, stunda undirróđur, skipuleggja og stjórna götuóeirđum, falsa vegabréf og önnur opinber skjöl, fara međ ólöglegan fjarskiptabúnađ, senda dulmálsskeyti og skrifa dulmálsskrift. Um ţetta eru til nćgar heimildir. Ţrír íslenskir nemendur skýrđu til dćmis frá ţví, ađ ţeir hefđu lćrt vopnaburđ í Komintern-skólunum. „Í dag var fyrsta kennslustundin í Political Economy (Félagi Mekany). Einnig tími í međhöndlun vopna,“ skrifađi Andrés Straumland í dagbók sína 11. október 1930. „Nokkrum okkar var kennt ađ fara međ skammbyssu,“ sagđi Helgi Guđlaugsson, „viđ Hallgrímur [Hallgrímsson] vorum tveir saman ađ ćfa ţađ.“ Benjamín Eiríksson hlaut einnig ţjálfun í vopnaburđi, eins og hann sagđi í ćvisögu sinni, sem ég skráđi. Systir Ţórodds Guđmundssonar stađfesti enn fremur í samtali viđ Ţór Whitehead, ađ bróđir sinn hefđi ađ eigin sögn hlotiđ slíka ţjálfun. Jón gat ţess vegna ekki annađ en viđurkennt ţađ, en gerđi lítiđ út, taldi ţetta ađeins hafa veriđ einhvers konar skotćfingar.

Leyniskólarnir í Moskvu voru engin meinlaus leikfimifélög. Yfirlýstur tilgangur ţeirra var ađ búa nemendur undir valdatöku kommúnista. Hvers vegna hefđu íslensku nemendurnir átt ađ hafa einhverja sérstöđu í ţessu efni? Engar heimildir eru til um slíka sérstöđu. Jón benti ađ vísu á, ađ Íslendingarnir komu frá landi, ţar sem starfsemi kommúnista var lögleg, og taldi, ađ nám ţeirra hlyti ađ hafa veriđ svipađ og nemenda frá Svíţjóđ, Danmörku og Noregi. Öđru máli hefđi gegnt um nemendur frá löndum, ţar sem starfsemi kommúnista var ólögleg. Ţar hefđi námiđ ef til vill miđast viđ óhjákvćmileg átök. En galli er á rökfćrslunni: nćgar heimildir eru til um ţađ, ađ nemendur frá Svíţjóđ, Danmörku og Noregi hafi hlotiđ hernađarţjálfun ţar eystra. Til dćmis var skotfimi ađeins einn liđurinn í námsskrá Lenínskólans fyrir 1931, en einnig var nemendum ţá kennt um vopnađar uppreisnir og almenna herstjórnarlist, eftir ţví sem finnski frćđimađurinn Joni Krekola upplýsir, en hann hefur samiđ bók á finnsku um leyniskólana. Krekola og norski frćđimađurinn Ole Martin Rřnning, sem rannsakađi sérstaklega ţjálfun Norđmanna í leyniskólunum, segja báđir (í tölvuskeytum til Ţórs Whiteheads) afar ólíklegt, ađ íslensku nemendurnir hafi veriđ undanţegnir hernađarţjálfuninni. Enn fremur skrifađi danski frćđimađurinn Niels Erik Rosenfeldt í bókinni Verdensrevolutions generalstab. Komintern og det hemmelige apparat, sem kom út áriđ 2011 (bls. 131):  „Á námskrá voru međal annars námskeiđ í marx-lenínisma, stjórnmálahagfrćđi, ţróun hinnar alţjóđlegu verkalýđshreyfingar og sögu Ráđstjórnarríkjanna og kommúnistaflokksins. En einnig voru haldnar skotćfingar og tilsögn veitt í notkun skotvopna, undirróđri, dulmálssendingum og vopnađri skćruliđastarfsemi.“

Ţetta er ekki ţvarg um smámuni. Tilgangur Jóns Ólafssonar međ ţví ađ gera lítiđ úr hernađarţjálfun Íslendinganna á leyniskólunum í Moskvu er auđsćr. Hann hefur hvađ eftir annađ haldiđ ţví fram, ađ ótti íslenskra stjórnvalda viđ kommúnista hafi veriđ ástćđulítill eđa jafnvel ástćđulaus. Ţess vegna hafi til dćmis hleranir lögreglu og annađ eftirlit međ kommúnistum og vinstri sósíalistum veriđ óréttmćtt (en ţađ var raunar miklu minna en eftirlit yfirvalda međ kommúnistum á öđrum Norđurlöndum). En sú firra Jóns, ađ íslenskir kommúnistar hafi í raun ekki veriđ alvörukommúnistar, stangast ekki ađeins á viđ heimildir, heldur líka alkunnar stađreyndir. Í Drengsmálinu 1921, vinnudeilum á kreppuárunum, ţar á međal fjórum Gúttóslögum, og í götuóeirđum og uppţotum vegna Keflavíkursamningsins 1946 og ađildar ađ Atlantshafsbandalaginu 1949 beittu íslenskir kommúnistar og vinstri sósíalistar ofbeldi til ađ reyna ađ koma í veg fyrir ákvarđanir löglegra stjórnvalda. Hér var ríkisvald veikt, en kommúnistahreyfing sterk. Eftir rammasta Gúttóslaginn lá meiri hluti Reykjavíkurlögreglunnar eftir slösuđ, og tveir lögregluţjónar urđu öryrkjar alla ćvi. Í óeirđunum 1949 slösuđust líka margir lögregluţjónar, og er ţetta allt rakiđ í bók Ţórs Whiteheads, Sovét-Íslandi. Áhyggjur stjórnvalda af kommúnistum voru svo sannarlega ekki ástćđulausar.

Önnur firra Jóns Ólafssonar er, ađ Komintern hafi veriđ andvígt stofnun Sósíalistaflokksins haustiđ 1938. Heimild hans fyrir ţessu er minnisblađ, sem starfsmađur Kominterns, Wilhelm Florin, sem fór međ mál Norđurlanda, sendi í ágúst 1938 forseta sambandsins, áđurnefndum Dímítrov, ţar sem hann lét í ljós efasemdir um, ađ rétt vćri ađ kljúfa Alţýđuflokkinn. Hafđi Florin fengiđ bréf frá Einari Olgeirssyni fyrr í mánuđinum, ţar sem lýst var atburđarás misseranna á undan, ţegar hćgri og vinstri örmum Alţýđuflokksins hafđi lostiđ saman, en vinstri armurinn undir forystu Héđins Valdimarssonar síđan leitađ eftir sameiningu viđ kommúnista í nýjum flokki. Hugđist Kommúnistaflokkurinn samţykkja slíka sameiningu á flokksţingi sínu í október og leggja sjálfan sig niđur. Einar benti á, ađ hinn nýi flokkur myndi starfa eftir ţeim skilyrđum, sem Komintern hafđi sett samstarfi kommúnista viđ jafnađarmenn. Í minnisblađinu spyr Florin Dímítrov, hvađ gera skuli, og bendir á, hvernig koma megi bođum til Einars um vćntanlega ákvörđun Kominterns. En ţađ blasir viđ, ađ sú ályktun Jóns af ţessu minnisblađi, ađ Komintern hafi veriđ andvígt stofnun Sósíalistaflokksins, fćr ekki stađist. Ţetta minnisblađ var ekki nein lokaákvörđun eđa samţykkt Kominterns, heldur innanhússplagg. Ţađ er nánast óhugsandi, ađ ţeir Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson hefđu lagt niđur Kommúnistaflokkinn í andstöđu viđ Komintern. Jón Ólafsson benti á, ađ Komintern hefđi ekki sent Sósíalistaflokknum heillaóskaskeyti viđ stofnunina. En ţađ gerđu kommúnistaflokkar Svíţjóđar og Danmerkur, sem báđir voru hollir Kremlverjum, og er líka nánast óhugsandi, ađ ţeir hefđu gert ţađ, hefđi flokksstofnunin veriđ í andstöđu viđ Komintern.

Í ritdeilu Jóns viđ Ţór Whitehead prófessor, sem háđ var í Sögu 2008–2010, sást, ađ Jón hafđi ekki áttađ sig á forsögu málsins innan lands og utan. Innan lands var svo komiđ, ađ Alţýđuflokkurinn var ţegar klofinn. Hann hafđi klofnađ af sjálfsdáđum snemma árs 1938. Kommúnistar höfđu ekki klofiđ hann. Ţeir gátu ađeins valiđ um tvo kosti, ađ hafna samstarfi viđ vinstri arm Alţýđuflokksins og starfa áfram einir eđa ganga til samstarfs viđ hann. Utan lands hafđi Dímítrov međ rćđu sinni á ţingi Kominterns 1935 lagt nýja línu fyrir kommúnistaflokka á Vesturlöndum, ađ leita samstarfs viđ jafnađarmenn ađ fullnćgđum ýmsum skilyrđum, til dćmis um skilyrđislausan stuđning viđ Ráđstjórnarríkin. Viđ stofnun Sósíalistaflokksins gćttu kommúnistar ţess vandlega, ađ öllum ţessum skilyrđum vćri fullnćgt, en Jón virđist ekki hafa kynnt sér ţau, eins og Ţór benti á.

Ţađ sést best á eftirleiknum, hversu fráleit sú skođun er, ađ Sósíalistaflokkurinn hafi veriđ stofnađur í andstöđu viđ Komintern. Sósíalistar lágu iđulega undir ámćli um ađ vera fylgispakir Kremlverjum. Hefđu ţeir stofnađ flokk sinn ţvert á vilja Kominterns, hefđu ţeir ţá ekki notađ ţađ til ađ reyna ađ hnekkja ţví ámćli? Hvers vegna var hvorki fyrr né síđar ađ ţessu vikiđ? Ţegar Kristinn E. Andrésson gaf skýrslu í Moskvu voriđ 1940, hálfu öđru ári eftir stofnun flokksins, var einn viđmćlandi hans Wilhelm Florin. Ekki var ţá minnst á ţađ einu orđi, ađ eitthvađ hefđi veriđ ađ athuga viđ stofnun flokksins. En síđan vildi svo til, ađ ég fann međ ađstođ Snorra G. Bergssonar sagnfrćđings skjal í bréfasafni Sósíalistaflokksins, sem varđveitt er á Ţjóđskjalasafni. Ţađ tekur af öll tvímćli. Ţetta er bréf áriđ 1939 frá ađalritara Alţjóđasambands ungra kommúnista, AUK, Michals Wolfs, til Ćskulýđsfylkingarinnar á Íslandi, sem tekiđ hafđi veriđ hlutverki Sambands ungra kommúnista, en ţađ hafđi átt ađild ađ Alţjóđasambandinu. Ţar er lýst yfir ánćgju međ stofnun Ćskulýđsfylkingarinnar og henni óskađ heilla. Ţađ er nánast óhugsandi, ađ ţetta bréf hefđi veriđ sent, hefđi Komintern veriđ andvígt stofnun Sósíalistaflokksins. Hin alţjóđlega kommúnistahreyfing laut ströngu miđstjórnarvaldi. Ţeir, sem óhlýđnuđust (eđa voru grunađir um villutrú), voru hnepptir í fangelsi, sendir í vinnubúđir og skotnir, ef í ţá náđist (eins og örlög eins ţingmanns danska kommúnistaflokksins, Arne Munch-Petersens, sýndi, en hann hvarf í Rússlandi 1937 og dó í fangelsi 1940).

Í ţau ţrjátíu ár, sem Sósíalistaflokkurinn starfađi, var aldrei minnst á ţađ einu orđi, ađ hann hefđi veriđ stofnađur í andstöđu viđ Komintern. Öđru nćr. Forystumenn hans, ţeir Einar, Brynjólfur og Kristinn, höfđu gott samstarf, en oftast leynilegt, viđ Kremlverja, viku nánast aldrei út af línunni frá Moskvu og ţáđu stórfé ţađan í styrki. Fóru ţeir reglulega á alţjóđaţing kommúnista, og var ţar tekiđ á móti ţeim sem fullgildum félögum. Raunar starfađi svipađur flokkur í Finnlandi frá 1944, eftir ađ bann viđ samtökum kommúnista var fellt úr gildi eftir ósigur Finna í framhaldsstríđinu viđ Ráđstjórnarríkin 1941–1944. Hann kallađist Lýđrćđisbandalagiđ og var sameinađur flokkur kommúnista og vinstri arms jafnađarmanna, en kommúnistar höfđu ţar tögl og hagldir eins og í Sósíalistaflokknum íslenska. (Ţess má geta, ađ formađur Lýđrćđisbandalagsins 1944–1946, Carl-Johan Sundström, sem komiđ hafđi úr jafnađarmannaflokknum, varđ síđar sendiherra Finna í Moskvu, og í skjölum úr rússneskum söfnum sést, ađ hann veitti Kremlverjum trúnađarupplýsingar og gekk erinda ţeirra.) Ţađ var líka eitt fyrsta verk Stalíns eftir hernám austurhluta Ţýskalands 1945 ađ knýja fram sameiningu kommúnistaflokksins og vinstri arms jafnađarmanna. Samsetning og starfsemi Sósíalistaflokksins áttu sér ţví hliđstćđur í hinni alţjóđlegu kommúnistahreyfingu.

Enn er tilgangur Jóns hins vegar auđsćr: Hann vill rökstyđja, ađ íslenskir kommúnistar og vinstri sósíalistar hafi átt ţađ til ađ óhlýđnast Kremlverjum. Skjaliđ frá Florin er vissulega fróđlegt, en ţađ hefur ekki ađ geyma neina ţá lokaákvörđun Kominterns, sem Einar Olgeirsson hafđi beđiđ um í bréfi sínu 1938. Ofályktun Jóns er til marks um ţá firru hans, ađ íslenskir kommúnistar hafi ekki veriđ alvörukommúnistar.

Mbl. 1998 Dímítrov

     

Gloppur Jóns Ólafssonar

Fleiri galla er ađ finna á ritsmíđum Jóns Ólafssonar en brellur og firrur. Hann hirđir ekki um ađ rannsaka mál út í hörgul. Ţess vegna eru margar gloppur í verkum hans. Versta og um leiđ furđulegasta dćmiđ er, ţegar hann sagđi í Kćru félögum (bls. 141) um viđrćđur Einars Olgeirssonar og margnefnds Georgís Dímítrovs í Moskvu haustiđ 1945: „Ekki er ljóst af dagbókarfćrslu Dimitrovs hvađ ţeim Einari fór á milli en ţó hefur Einar rćtt viđ hann um möguleika á viđskiptum landanna ţví ađ Dimitrov hefur skrifađ hjá sér ađ Einar ćtli sér nćsta dag ađ hitta Anastas Mikojan, utanríkisviđskiptaráđherra.“ En samkvćmt dagbók Dímítrovs sjálfs 25. október 1945 bađ Einar „um ráđ um afstöđu flokksins og ríkisstjórnarinnar til stofnunar bandarískra herstöđva (flugvalla o. sv. frv.) til tjóns fyrir sjálfstćđi Íslands, svo og um íslensk flokksmálefni“. Ţađ er ţví fullljóst, hvađ ţeim Einari og Dímítrov fór á milli: Ţeir rćddu auđvitađ um mál málanna á Íslandi um ţćr mundir, herstöđvabeiđni Bandaríkjanna, sem sett hafđi veriđ fram 1. október 1945 og valdiđ hafđi uppnámi í íslenskum stjórnmálum, en ráđstjórnin hlaut einnig ađ láta sig varđa. Ţeir rćddu enn fremur eins og kemur fram í fćrslunni um málefni Sósíalistaflokksins, sem ráđamenn í Kreml töldu vitanlega brćđraflokk kommúnistaflokks Ráđstjórnarríkjanna. Ţađ er óskiljanlegt, af hverju Jón gat ţessa ekki, en ári áđur en hann gaf út bók sína, höfđu birst fréttir í íslenskum blöđum um, hvađ ţeim Dímítrov og Einari fór í milli, en búlgarski sagnfrćđingurinn Jordan Baev hafđi flutt erindi á ráđstefnu í Reykjavík um upplýsingar um Ísland úr dagbókum Dímítrovs. (Myndin hér er af frétt Morgunblađsins 19. júní 1998.) Ég spurđi Jón á fundi Sagnfrćđingafélagsins 2011, hvađ valdiđ hefđi ţessari missögn. Hann svarađi ţví til, ađ ţetta hefđi veriđ yfirsjón hjá sér, ekki tilraun til ađ afveigaleiđa lesendur sína. Um ţetta verđa ađrir ađ dćma.

Margar ađrar gloppur eru í verkum Jóns, ţótt ţćr séu ekki eins alvarlegar. Ein gloppan er í grein Jóns í Sögu 2007. Ţar sagđi hann (bls. 100), ađ Komintern hefđi ákveđiđ ađ senda einn nemanda til Íslands 1936, félaga Johnson, sem ćtti sćti í miđstjórn kommúnistaflokksins íslenska. Hann varpađi ţví fram ţar, ađ sendimađurinn vćri Angantýr Guđmundsson. Ţetta kom mér undarlega fyrir sjónir eftir rannsóknir mínar. Ég hafđi samband viđ Jón og spurđi, hvort hann hefđi eitthvađ fyrir sér um ţetta. Hann kvađ svo ekki vera. Ţetta vćri ađeins tilgáta. En svo vill til, ađ Hjalti Árnason sat í miđstjórn kommúnistaflokksins frá 1932, eins og sjá má í Komintern-skjölunum, og hann var í skóla í Moskvu um ţessar mundir. Hann er langlíklegastur til ađ vera félagi Johnson. Ekki er vitađ til ţess, ađ Angantýr hafi setiđ í miđstjórn flokksins, og ţađ er afar ólíklegt. Auk ţess var Angantýr rekinn úr flokknum í hreinsununum 1934, eins og kemur fram í fjölrituđum blöđum kommúnista (sem geymd eru í Ţjóđarbókhlöđu), svo ađ líklegast er, ađ hann hafi veriđ í byltingarskóla í Moskvu fyrir ţann tíma, en ekki eftir ţađ. Bréf frá Einari Olgeirssyni til Kominterns haustiđ 1936, ţar sem hann nefnir viđrćđur viđ Hjalta, en vill frekari leiđbeiningar frá Moskvu, stađfestir síđan ţessa tilgátu mína.

Frásagnir Jóns af Íslendingum í leyniskólum Kominterns eru afar gloppóttar, eins og ég hef gagnrýnt hann fyrir. Hann fullyrti í Kćru félögum (bls. 320), ađ Kristján Júlíusson hefđi í Moskvu gengiđ undir dulnefninu „Jón Jónsson“ (sem er raunar allt önnur fullyrđing en tilgáta hans í Sögu 2007 um Angantý Guđmundsson). Hiđ rétta er, ađ Kristján bar dulnefniđ „Poulson“ og stundađi nám í Lenínskólanum 1933–1934. Er getiđ um nám hans og heimkomu í Morgunblađinu 1934, og dulnefniđ má ráđa af einu Komintern-skjalinu frá sama ári. Enn fremur er sú tilgáta Jóns röng í sömu bók (bls. 320), ađ Lilja Halblaub hafi boriđ dulnefniđ „Karen Hansen“ í Moskvu. Konan undir ţví nafni stundađi nám í Lenínskólanum voriđ 1936. Ţá var Lilja Halblaub komin til Íslands, eins og sjá má í blöđum og gögnum kommúnistaflokksins íslenska. Ţetta hefur veriđ Elísabet Eiríksdóttir, en nám hennar í Moskvu hafđi fariđ fram hjá Jóni, eins og áđur segir.

Ţađ má líka telja gloppu, ađ Jón Ólafsson minntist í Kćru félögum hvergi á skýrslu Harrys Levins um Íslandsför sína, ţótt hún sé í skjölum ţeim, sem hann afhenti handritadeild Ţjóđarbókhlöđunnar, og í ţýskri ţýđingu í öđrum Komintern-skjölum. Jón vitnađi hins vegar um för Levins í Kćru félögum (bls. 307 og 314) í „Auszüge“, sem hann hefđi gert, útdrćtti úr gerđabók framkvćmdastjórnar Kominterns, 15. 4. 1930 og 15. 10. 1930. Hér er bersýnilega einhver ruglingur á ferđ um fyrri dagsetninguna (nema ađ hún sé prentvilla og ţar eigi ađ standa 15. 10. 1930).

Furđulegar gloppur eru síđan í Appelsínum frá Abkasíu, sem kom út ári á eftir bók minni um íslenska kommúnista. Ţar rakti Jón bréfaskipti Benjamíns Eiríkssonar viđ ástkonu sína Veru Hertzsch, eftir ađ Benjamín fór í árslok 1936 frá Moskvu, en ţá hafđi hann getiđ Veru barn. Hreinsanir Stalíns voru ţá hafnar, og lauk ćvi Veru og lítillar dóttur ţeirra Benjamíns í fangabúđum. Síđasta bréf Veru til Benjamíns var dagsett 8. desember 1937. Ţar skrifađi hún: „Greve hefur líka veriđ handtekin [svo]“. Jón sagđi (bls. 173), ađ ekki vćri „ljóst hver Greve var“. Ţađ er hins vegar öllum kunnáttumönnum ljóst: Richard Greve (stundum stafsett Grewe) var ritstjóri Deutsche Zentral-Zeitung, ţar sem Vera Hertzsch hafđi veriđ blađamađur. Hann var handtekinn 14. nóvember 1937 og skotinn 25. desember sama ár. Nafn Richards Greves er nefnt í fjölda rita um hreinsanir Stalíns. Sjálfur vitnar Jón Ólafsson í eitt slíkt rit, Sviknar hugsjónir (Verratene Ideale) eftir Oleg Dehl. Ţar er sérstakur kafli um Deutsche Zentral-Zeitung međ stuttu ćviágripi Greves og mynd af honum. Ţađ er furđulegt, ađ ţetta skuli hafa fariđ fram hjá Jóni. Ţetta er ţví líkast, ađ Jón sé ađ segja sögu manns, sem hafi veriđ blađamađur á Morgunblađinu um 1950. Ţar myndi Jón vitna í stutta athugasemd blađamannsins í bréfi: „Valtýr er nýkominn frá útlöndum“ — og bćta viđ, ađ ekki vćri ljóst, hver Valtýr vćri, en Valtýr Stefánsson var ritstjóri Morgunblađsins 1924–1963.

Bókin Appelsínur frá Abkasíu er raunar eins konar naglasúpa. Jón ćtlađi ađ skrifa um hin dapurlegu örlög Veru Hertzsch og dóttur ţeirra Benjamíns, en fann lítiđ sem ekkert til viđbótar ţví, sem áđur hafđi komiđ fram (međal annars í ritgerđum hans sjálfs), svo ađ hann drýgđi bókina međ frásögnum annarra kvenna af vistinni í fangabúđum Stalíns og margvíslegum öđrum fróđleik, eins og hrappurinn í ćvintýrinu, ţegar hann ţóttist gera súpu úr nagla. Jón minntist til dćmis á frćga bók eftir Elinor Lipper (bls. 251): „Áriđ 1949 kom út bókin 11 ár í sovéskum fangabúđum eftir Elinor Lipper. Lipper kom til Moskvu 27 ára gömul áriđ 1937 í stutta heimsókn.“ Í ţessum tveimur stuttu setningum eru ţrjár villur: Bók Lippers kom fyrst út á ţýsku snemma árs 1950 og í enskri ţýđingu á Bretlandi ţađ ár, en í Bandaríkjunum áriđ eftir. Í öđru lagi var Lipper ađ verđa 25 ára, ţegar hún kom til Moskvu voriđ 1937. Hún var fćdd í júlí 1912. Í ţriđja lagi fór Lipper ekki til Moskvu í stutta heimsókn, heldur til ađ vinna í ţágu byltingarinnar. Hún bjó á Hotel Lux og starfađi ásamt skráđum eiginmanni sínum, Konrad Vetterli, í bókaútgáfu erlendra bóka undir dulnefninu Ruth Zander. Í heimildaskrá er getiđ bókarinnar Elf Jahre in Sowjetischen Gefängnissen und Lagern eftir Lipper, Chicago 1950, hjá Oprecht. Hiđ rétta er, ađ ţýska bókin kom út hjá Oprecht í Zürich. Hin bandaríska ţýđing kom út hjá Henry Regnery í Chicago ári síđar. Jón virđist síđan ekki vita, ađ bćđi Tíminn og Vísir birtu útdrćtti úr bók Lippers árin 1951 og 1953. Gat ég ţess í bók minni um íslenska kommúnista (bls. 149–150).

Ţetta er raunar ekki eina dćmiđ um, ađ bókfrćđiţekking Jóns sé gloppótt. Í ţýđingu á skýrslu um starfsemi Máls og menningar frá 1959, sem birtist í Kćru félögum, notađi Jón sem eđlilegt er hin íslensku heiti á ýmsum útgáfuritum Máls og menningar (bls. 284), Jóhann Kristófer eftir Romain Rolland, Ţrúgur reiđinnar eftir John Steinbeck og Vopnin kvödd eftir Ernest Hemingway. En tveimur blađsíđum aftar voru talin upp nokkur útgáfurit Almenna bókafélagsins, og virtist Jón ekki vita af hinum íslensku heitum ţeirra: Hann kallađi Hina nýju stétt eftir Milovan Djilas „Nýju stéttina“ og Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum eftir Ants Oras „Sólmyrkva í Eystrasaltslöndum“. Raunar fór hann á sama stađ rangt međ nafn rússneska rithöfundarins Vladímírs Dúdíntsev, sem hann kallađi „Dudentev“, hvort sem um er ađ kenna rússneska frumtextanum eđa glöpum Jóns sjálfs. Ţá var bók Ţórs Whitehead, Ófriđur í ađsigi, nefnd í heimildaskrá (bls. 330) „Óveđur í ađsigi“!

 

Skekkjur Jóns Ólafssonar

Gera má greinarmun á gloppum, skekkjum og villum. Gloppur verđa, ţegar eitthvađ vantar í frásögn, sem á ţó heima ţar samhengisins vegna, og er oftast um ađ kenna vangá eđa vanţekkingu. Skekkjur eru hins vegar ástćđulaus ónákvćmni og stundum líka ómarkviss og reikul frásögn. Mikiđ er um slíkar skekkjur í verkum Jóns Ólafssonar. Sumar virđast stafa af ţví, ađ hann treysti minni sínu og hirđi ekki um ađ fletta upp stađreyndum. Í Appelsínum frá Abkasíu sagđi Jón til dćmis svo frá Vetrarstríđinu (bls. 285). „Ţađ var stríđ Rússa viđ Finna en ţeir fyrrnefndu réđust yfir landamćrin haustiđ 1939 til ađ ná af Finnum ţeim hluta Karelíu sem hafđi falliđ ţeim í skaut 1918 ţegar Finnland varđ sjálfstćtt ríki.“ Hér er flest skakkt. Vetrarstríđiđ skall ekki á haustiđ 1939, heldur í nóvemberlok, um hávetur, eins og nafniđ sýnir. Ţađ skiptir ţó ekki eins miklu máli og hitt, ađ Finnland varđ ekki sjálfstćtt 1918, heldur 6. desember 1917, og viđurkenndu Kremlverjar sjálfstćđi ţess strax 18. desember ţađ ár. Kjartan Ólafsson gerir sömu villu um sjálfstćđi Finna í bók sinni (bls. 201), eflaust eftir Jóni. Í Tartu 1920 sömdu Finnar viđ Kremlverja um endanleg landamćri ríkjanna. Engin rússnesk svćđi (önnur en Petsamo viđ Íshaf) féllu ţá í skaut Finna. Kremlverjar viđurkenndu í Tartu-samningnum 1920 ađ langmestu leyti landamćrin frá 1809, ţegar Finnland gekk undan Svíum og varđ stórhertogadćmi, sem laut Rússakeisara. Rússar höfđu ţá skilađ Finnlandi aftur svćđum í Kirjálalandi (Karelíu), sem ţeir höfđu unniđ á öndverđri átjándu öld eftir stríđ viđ Svía. Ţessi svćđi voru byggđ Finnum og hluti af Finnlandi nema tímabiliđ 1721–1809. Ţví fer ţess vegna fjarri, sem var á Jóni ađ skilja, ađ í Vetrarstríđinu hefđu Rússar ađeins veriđ ađ endurheimta land, sem ţeir hefđu misst.

Í verkum Jóns eru nöfn, tímasetningar og tilvísanir mjög á reiki. Hann sagđi til dćmis í Kćru félögum (bls. 346), ađ „Verkalýđssamband norđurlands“ hefđi veriđ „helsta vígi kommúnista í verkalýđshreyfingunni fyrir 1930“. En ţetta hét Verklýđssamband Norđurlands og var ekki ađeins vígi kommúnista fyrir 1930, heldur ekki síđur eftir 1930. Kjartan Ólafsson fer einnig rangt međ ţetta nafn í Draumum og veruleika (bls. 59, 87 og víđar), eflaust eftir Jóni. Ţetta er auđvitađ smáatriđi, en ég leyfi mér ađ minna á, ađ í umsögn í Tímariti Máls og menningar 1993 um rit eftir Árna Snćvarr um íslenska kommúnista var sérstaklega fundiđ ađ ţví, ađ hann hefđi jafnan ranglega kallađ málgagn ţeirra „Verkalýđsblađiđ“, ekki „Verklýđsblađiđ“, eins og rétt er. Annađ dćmi um ónákvćmni er, ađ Jón sagđi í Kćru félögum (bls. 313), ađ Alţingi hefđi svipt Halldór Kiljan Laxness rithöfundarlaunum 1948. Ţađ er ekki rétt. Sérstök úthlutunarnefnd, sem Alţingi hafđi valiđ, gerđi ţađ. Féll tillaga í nefndinni um ađ veita Laxness hćstu rithöfundarlaun á jöfnu, međ tveimur atkvćđum gegn tveimur. Í sömu bók sagđi Jón (bls. 315), ađ menningartengslastofnun Ráđstjórnarríkjanna, VOKS, hefđi breytt um nafn 1952, en nýja nafniđ hefđi veriđ skammstafađ SSDD. Af samhengi (hinu fulla rússneska nafni) er ljóst, ađ skammstöfunin hlýtur ađ vera SSOD, og sú var raunin. Nafnbreytingin á stofnuninni var auk ţess ekki 1952, eins og Jón fullyrđir, heldur í febrúar 1958.

Fleiri dćmi má nefna um, hversu ósýnt Jóni virđist vera um ađ fara rétt međ nöfn og tímasetningar. Í Kćru félögum kallađi hann einn erindreka Kominterns á Íslandi, Haavard Langseth, ekki einu sinni, heldur tvisvar (bls. 38 og 340) Langeseth. Jón sagđi síđan á einum stađ (bls. 38), ađ Langseth hefđi komiđ hingađ 1929, og á öđrum stađ (bls. 340), ađ hann hefđi komiđ hingađ 1928. Hann kom hvorugt ţađ ár til Íslands, svo ađ vitađ sé. Hins vegar eru nćgar heimildir til um, ađ Langseth kom hingađ 1930, međal annars frásögn Einars Olgeirssonar í minningabókinni Kraftaverki einnar kynslóđar frá 1983. Ţetta er ónákvćmni, ekki meinlausar prentvillur. Hiđ sama er ađ segja um heimildir Jóns fyrir komu og störfum Langseths. Samkvćmt tilvísun nr. 49 viđ kaflann „Vinstrihreyfingin á tímum Komintern“ í Kćru félögum (bls. 38 og 307) eru heimildirnar ţrjár. Í einni ţeirra, bréfi frá 26. desember 1928, Komintern 495 177 16 (RSHS, nú RGASPI), kemur ekkert fram um Langseth. Í skjalamöppunni Komintern 495 3 79 (RSHS, nú RGASPI) er ekkert „bréf um hreinsanir á Akureyri“, sem á ađ vera til samkvćmt tilvísuninni. Ţriđja skjaliđ, „Memorandum“ í Komintern 495 31 110 (RSHS, nú RGASPI), hef ég ekki fundiđ í ţeim gögnum úr rússneskum skjalasöfnum, sem Jón vann úr fyrir verk sín og afhenti síđan handritadeild Ţjóđarbókhlöđunnar.

Í Kćru félögum kallađi Jón Olav Vegheim, annan erindreka Kominterns á Íslandi, ranglega Olaf (bls. 23). Jón minntist í sömu bók ţrisvar (bls. 123, 125 og 334) á breska ţingmanninn William Gallacher, en kallađi hann ćtíđ Callagher, ţótt hann vitnađi í bók Einars Olgeirssonar, ţar sem rétt er fariđ međ nafn hans. Jón kallađi í meginmáli sömu bókar (bls. 180) Fjodor Gúsjev sendifulltrúa réttu nafni, en í Nafna- og atriđisorđaskrá (bls. 336) var hann orđinn N. A. Gúsév. Einnig var hann sagđur sendiherra, sem hann var ekki. Jón kallađi Ívan G. Kabanov ađstođarráđherra (bls. 231 og 338) ranglega N. G. Kabanov.

Margvísleg ónákvćmni Jóns stafar bersýnilega af ţví, hversu lítt hann hefur lagt sig eftir ađ kynna sér sögu íslenskra kommúnista og vinstri sósíalista. Hann sagđi til dćmis í Kćru félögum (bls. 334), ađ Eggert Ţorbjarnarson hefđi veriđ „einn helstu framámanna [svo] íslenskra kommúnista á ţriđja og fjórđa áratugnum“. En Eggert fćddist 1911 (ekki 1910, eins og Jón segir), svo ađ hann var ađeins 19 ára í lok ţriđja áratugar. Hann var hins vegar frammámađur í flokki kommúnista og sósíalista á fjórđa, fimmta og sjötta áratug, starfsmađur Kominterns og síđar framkvćmdastjóri Sósíalistaflokksins. Annađ dćmi um ókunnugleika Jóns á innviđum íslensku kommúnistahreyfingarinnar er, ađ hann sagđi í framlagi sínu til Guldet fra Moskva 2001 (bls. 191), ađ Hendrik S. Ottósson hefđi veriđ „et af partiets mest aktive medlemmer i trediverne“. Ţađ er ekki nákvćmt. Hendrik dró sig ađ mestu út úr starfi íslenskra kommúnista um og eftir miđjan fjórđa áratug, og olli ţví hvort tveggja, annríki og ósćtti viđ félaga. Einnig ţarf ađ leiđrétta ţađ, sem Jón sagđi í Kćru félögum (bls. 340), ađ Lenínskólinn hefđi starfađ til 1937. Hann starfađi til 1938, ţótt ekki vćri margir nemendur ţar síđasta áriđ. Einn ţeirra var ţó íslenskur, Ásgeir Blöndal Magnússon.

Fleiri dćmi má nefna um skekkjur Jóns. Hann virđist hafa fariđ mannavillt í frásögn sinni af fjárbeiđnum Einars Olgeirssonar og Kristins E. Andréssonar fyrir hönd Máls og menningar í ársbyrjun 1959. Hann sagđi á einum stađ (bls. 189), ađ ţessar beiđnir Einars og Kristins hefđu veriđ bornar upp viđ Aleksandr Aleksandrov sendiherra. En einni blađsíđu aftar er svo ađ sjá, ađ ţćr hafi veriđ bornar upp viđ Pavel Ermoshín, sem var sendiherra á undan Aleksandrov! Vitnađi Jón í bćđi skiptin í sama skjal. Fyrri tilvísunin (um Aleksandrov) er SSH: 5 50 159, bls. 22 (nú RGANI). Seinni tilvísunin (um Ermoshín) er SSH: 5 50 159 18. 1 1959, bls. 22–23 (nú RGANI). Ţar sem ég hef ekki rússnesku frumheimildirnar viđ hendina, get ég ekki skoriđ úr ţessu máli, en svo virđist ţó sem fyrri útgáfa Jóns sé rétt og beiđnir ţeirra Einars og Kristins hafi veriđ bornar upp viđ Aleksandrov, ţví ađ hann var orđinn sendiherra á Íslandi í ársbyrjun 1959.

Ýmsar fleiri skekkjur, stórar og smáar, getur ađ líta í Kćru félögum. Jón sagđi til dćmis (bls. 199 og 293), ađ fyrirtćki í Moskvu, Technoimport, hefđi birt auglýsingar í íslenskum blöđum voriđ 1954. En ţađ var fyrirtćkiđ Technopromimport, sem birti ţessar auglýsingar í blöđum 21. og 23. febrúar, og voriđ er ekki komiđ í febrúar, heldur heitir sá tími á útmánuđum. Einhver ruglingur er líka á neđanmálsgreinum á ţessum blađsíđum, sem eru um fyrirtćkjarekstur sósíalista. Svo virđist sem falliđ hafi niđur tilvísun aftanmáls, sem ćtti ađ vera nr. 58, en ţess í stađ tilvísun nr. 59 veriđ tvítekin og tilvísun nr. 61 fćrđ aftar en ćtti ađ vera (sú tilvísun er um skrif Einars Olgeirssonar um atburđi ársins 1954, en hún er tímasett 1952!). Raunar er líka einkennilegt, ađ tilvísanirnar eru um viđrćđur Kristins E. Andréssonar viđ ráđamenn í Moskvu, og skýrslurnar eru ţar tímasettar 1952, en í meginmáli segir, ađ viđrćđurnar hafi fariđ fram voriđ 1951 (og ţá var Kristinn vissulega í Moskvu sem formađur sendinefndar MÍR). Ţar sem ég hef ekki rússnesku frumheimildirnar viđ hendina, get ég ekki sagt til um, hver ruglingurinn er.

Ţá sagđi Jón (bls. 306), ađ gagnrýni hefđi borist á Einar Olgeirsson frá ađalskrifstofu framkvćmdanefndar Kominterns 1921, en hún hefur vćntanlega veriđ sett fram 1931. Skjal ţađ, sem Jón vísađi í (495 18 897, RSHS, nú RGASPI), finnst ekki í Komintern-skjölum á Ţjóđarbókhlöđu. Einnig sagđi Jón frá ráđstefnu kommúnista á Siglufirđi 1928 (bls. 307). Skjal ţađ, sem hann vísađi í (495 33 373, RSHS, nú RGASPI), finnst ekki heldur í Komintern-skjölum á Ţjóđarbókhlöđu, en ţar er hins vegar fróđlegt skjal um ráđstefnu kommúnista á Siglufirđi 1930 (Lbs. 5228 4to, a-b. Komintern 495 177 18, 9–12. Referat av den kommunistiske konference paa Siglufjord, d. 6. juli 1930). Í bók sinni vitnađi Jón tvisvar í skýrslu frá Brynjólfi Bjarnasyni frá 1937, „Bericht über die Lage in Island und die Aufgaben der Partei,“ í Komintern-skjölunum (bls. 310), en notar tvćr ólíkar tölur, 495 15 105 og 495 18 1224. Í ritgerđ sinni í Sögu 2007 (bls. 105) vísađi hann í sama skjal međ fyrrnefndu tölunni. En í ţeirri möppu á handritadeild Ţjóđarbókhlöđunnar er engin skýrsla Brynjólfs, heldur skýrsla Kristins E. Andréssonar frá 1940, „Bericht des Genossen Andresson über die Lage in Island.“ Virđist Jón hafa ruglast á ţessum tveimur skýrslum.

Jón fer ekki ađeins mannavillt og skýrsluvillt, heldur er tímatal hans líka mjög losaralegt, eins og ég hef ţegar nefnt. Fleiri dćmi má tína til. Jón sagđi í Kćru félögum (bls. 65), ađ Andrés Straumland hefđi fariđ frá Moskvu 1932, en ţađ gerđi hann 1931. Í sömu bók sagđi hann svo frá hrćringum í kommúnistaflokknum áriđ 1934 (bls. 77, skáletur mitt): „Ađalskrifstofa framkvćmdanefndar sendi íslenskum félögum fyrirmćli um ţađ í skeyti í júní 1934 hvernig skipa ćtti forustu flokksins. Brynjólfur var áfram formađur, en Einar Olgeirsson var gerđur ađ gjaldkera flokksins, Jón Rafnsson verkalýđsmálafulltrúi, Hjalti Árnason skyldi vera yfir áróđursmálum og Jens Figved yfir skipulagsmálum flokksins. Jens var kallađur til Moskvu um svipađ leyti og honum kynnt stefna Kominterns. Hann flutti félögum sínum bođskapinn um sumariđ.“ Lesandinn er litlu nćr um hiđ sögulega samhengi. Hvađ gerđist? Eftir hörđ innanflokksátök á útmánuđum 1934 og brottrekstur margra flokksmanna var Jens Figved kallađur til Moskvu (samkvćmt ályktun Kominterns 11. maí) og síđan sendur heim međ bođskapinn (sem var skilgreindur í bréfum til fjögurra einstaklinga, dags. 31. maí, og ályktun Kominterns 3. júní). Um miđjan júní hćttu „hreinsanirnar“ í kommúnistaflokknum snögglega, eftir ađ ný lína hafđi borist međ Jens Figved. Raunar er ţađ, sem Jón segir um ţetta, ónákvćmt efnislega: Komintern setti međ ályktun sinni 3. júní í raun miđstjórn kommúnistaflokksins af og skipađi nýja stjórnmálanefnd, ţar sem sátu Brynjólfur Bjarnason formađur, Jón Rafnsson, sem sinnti verkalýđsbaráttu, Jens Figved, sem annađist áróđur, Einar Olgeirsson, sem sá um fjármál flokksins og útgáfumál, „Guđmundsson“ (vćntanlega Ţóroddur Guđmundsson) og „Stefánsson“ (vćntanlega Benedikt Stefánsson). Hjalti Árnason átti ađ hafa á hendi ritstjórn flokksblađsins (Verklýđsblađsins) međ ţeim Brynjólfi Bjarnasyni og Einari Olgeirssyni.

Enn eitt dćmi um losaralegt tímatal er, ađ Jón skipti Kćru félögum í tvo hluta, Kominternár og Kaldastríđsár. Seinni hlutinn hefst á kafla um ţađ, ţegar menn úr leyniţjónustu flotans rćđa viđ Einar Olgeirsson sumariđ 1942! Ţessi skipting er vitanlega óeđlileg. Deila má um, hvenćr kalda stríđiđ hófst, en ţađ var svo sannarlega eftir seinni heimsstyrjöldina. Jón sagđi í Sögu 2007 (bls. 107), ađ bréf Einars Olgeirssonar til Kominterns 1938 hefđi veriđ sent „snemma í ágúst“, en ţađ var dagsett 21. ágúst. Hann vísađi í ţrjú ólík safnmerki um ţađ, á einum stađ í bók hans frá 1999 (bls. 311) er ţađ 495 15 105, á öđrum stađ í sömu bók (bls. 267) er ţađ 21 (1/4) 74 265, ágúst 1938, á ţriđja stađnum, í ritgerđinni í Sögu 2007 (bls. 107) er ţađ 495 24 265. Samkvćmt upplýsingum Jóns sjálfs er síđasta safnmerkiđ međ prentvillu og á ađ vera 495 74 265, en munurinn á ţeirri tilvísun og hinni fyrstu sé, ađ annađ skjaliđ sé úr fórum Wilhelms Florins, en hitt samhljóđa ţví frá Georgí Dímítrov. Má nćrri geta, ađ erfitt er ađ sannreyna kenningar Jóns međ ţví ađ skođa frumheimildir hans, ţegar svo illa er ađ verki stađiđ.

Ţađ má síđan kalla skekkjur frekar en gloppur eđa villur, ađ orđalag Jóns Ólafssonar er iđulega ómarkvisst og einkennilegt, jafnvel viđvaningslegt. Hann sagđi til dćmis í Kćru félögum (bls. 175) frá hinni frćgu leynirćđu Khrústsjovs 1956. Ţar slćddist raunar inn hjá honum smávilla, ađ kommúnistaflokkur Ráđstjórnarríkjanna hefđi haldiđ ţing sitt í mars. Ţingiđ stóđ 14.–24. febrúar. Jón hélt áfram: „Eggert [Ţorbjarnarson] tók ţessi tíđindi mjög nćrri sér, enda var hann einn heilsteyptasti stalínistinn í flokknum og ákaft hatađur af bandarískum sendimönnum sem fylgdust međ ţróun stjórnmála í landinu.“ Ţađ er almennt taliđ lofsamlegt ađ vera „heilsteyptur“. Menn eru til dćmis ekki taldir „heilsteyptir nasistar“. Hér hefđi veriđ eđlilegra ađ segja „eindreginn“ eđa „harđur“. Ţađ er líka hćpiđ, ađ sendimenn Bandaríkjanna á Íslandi hafi „hatađ“ Eggert, ţótt ţeir hafi eflaust taliđ hann hćttulegan kommúnista. Annađ dćmi um undarlegt orđalag er, ţegar Jón sagđi í sömu bók frá heimsmóti ćskunnar, sem haldiđ var reglulega eftir stríđ og ungliđasamtök Sósíalistaflokksins skipulögđu ferđir á (bls. 194): „Stundum voru svikarar í hópnum sem birtu níđgreinar eđa jafnvel bćklinga um herlegheitin ţegar heim var komiđ.“ Neđanmáls vísađi Jón í bćkling Magnúsar Ţórđarsonar, ţá blađamanns á Morgunblađinu, Mótiđ í Moskvu, sem kom út 1957. En í hvađa skilningi var Magnús „svikari“? Öllu ungu fólki var frjálst ađ fara á mótiđ. Ţátttaka var ekki bundin viđ sósíalista. Og greinaflokkur Magnúsar um mótiđ í Morgunblađinu var síđur en svo neitt níđ, ţótt ţar vćri gert góđlátlegt gys ađ ýmsu austan járntjalds.

Enn eitt dćmiđ um einkennilegt orđalag er, ţegar Jón Ólafsson skrifađi í Kćru félögum (bls. 225): „Ţađ er líklegra ađ óvissa um áform ríkisstjórnarinnar hafi valdiđ bakslagi sem kom í hernámsmáliđ í ársbyrjun 1957, en ađ ţađ hafi stafađ af linkind sósíalista í hermálinu.“ Fyrst í setningunni notađi Jón orđiđ „hernámsmál“, en síđan orđiđ „hermáliđ“. Ísland var hernumiđ af Bretum 1940–1941. Eftir ţađ naut ţađ herverndar Bandaríkjamanna samkvćmt samningum. Óeđlilegt var ađ nota orđiđ „hernámsmáliđ“ um deilurnar hérlendis um dvöl bandaríska varnarliđsins á Miđnesheiđi. Af samhenginu má hins vegar ráđa, ađ hugsanlega hafi átt ađ standa „lánamáliđ“ í stađ „hernámsmálsins“, enda var kaflinn um umleitanir um lán frá Kremlverjum til íslenska ríkisins. Allt virđist hér skekkt og skćlt og lesandanum látiđ eftir ađ geta sér til um merkingu textans.

 

Villur Jóns Ólafssonar

Ýmsar villur í verkum Jóns Ólafssonar er erfitt ađ skýra. Ţćr birtast eins og skrattinn í sauđarleggnum og ţjóna ekki einu sinni ţeim tilgangi ađ gera lítiđ úr ofbeldiseđli kommúnistahreyfingarinnar. Strax í upphafi meginmáls í Kćru félögum (bls. 15) er ranghermi. Jón sagđi ţar frá för Hendriks Ottóssonar og Brynjólfs Bjarnasonar á annađ ţing Kominterns 1920: „Ferđalangarnir ţurftu ađ fara norđur alla Svíţjóđ og yfir landamćri Noregs til Rússlands. Ţađan svo aftur suđur á bóginn, fyrst til Petrograd ţar sem ţingiđ var sett og svo austur til Moskvu.“ En samkvćmt frásögn Hendriks, sem ástćđulaust er ađ rengja, fóru ţeir fyrst frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms til ađ ná í gögn og farareyri hjá erindreka Kominterns ţar í borg. Síđan sneru ţeir aftur til Kaupmannahafnar og fóru međ skipum vestur og norđur Noreg til Murmansk. Var ţessi för hin mesta svađilför. Urđu ţeir ađ smygla sér í litlum báti norđur ađ landamćrum Noregs, ţví ađ ţeir höfđu ekki fararleyfi ţangađ, og ţađan til Rússlands. Ţeir misstu raunar af fyrstu dögum ţingsins í Pétursgarđi, ţví ađ ţađ hafđi veriđ flutt til Moskvu. Komu ţeir mjög seint á ţingiđ, eins og ég minntist á hér á undan. Frásögn Hendriks er í minningabók hans, Frá Hlíđarhúsum til Bjarmalands (bls. 199–222), en Jón vísađi ţó í ţá bók á tveimur stöđum í Kćru félögum (bls. 15 og 305).

Jón sagđi í Kćru félögum (bls. 26), ađ Brynjólfur Bjarnason hefđi sótt ţing Kominterns 1924 „fyrir hönd Jafnađarmannafélags Reykjavíkur“, en hann sótti ţađ sem fulltrúi Sambands ungra kommúnista (sem átti ólíkt Jafnađarmannafélagi Reykjavíkur óbeina ađild ađ Komintern, ţar eđ ţađ var tengt Alţjóđasambandi ungra kommúnista, ţó ekki sem fullgilt ađildarfélag, ađ ţví er virđist). Ţetta er ekkert smáatriđi, ţví ađ ţađ rann upp fyrir Komintern-mönnum í Moskvu 1922, ađ Ólafur Friđriksson hafđi á ţinginu í Moskvu 1921 stórlega ýkt eđli og áhrif Jafnađarmannafélagsins, ţar sem hann hafđi undirtökin. Enn fremur sagđi Jón í Kćru félögum (bls. 338), ađ Jafnađarmannafélag Reykjavíkur hefđi veriđ „rekiđ úr Alţýđusambandinu eftir ađ kommúnistar komust í meirihluta í félaginu“. Ţetta er rangt. Kommúnistar voru ásamt stuđningsmönnum Ólafs Friđrikssonar í meiri hluta ţar allt frá 1922, og var ţađ skýringin á ţví, ađ jafnađarmenn gengu úr ţví félagi og stofnuđu Jafnađarmannafélag Íslands. Jafnađarmannafélag Reykjavíkur var ekki rekiđ úr Alţýđusambandinu fyrr en 1926 og ţá vegna ógoldinna félagsgjalda. Ţá lágu leiđir kommúnista og Ólafs Friđrikssonar ekki lengur saman. Samkvćmt nafna- og atriđisorđaskrá (bls. 338) virđist Jón ekki heldur gera greinarmun á ţessu Jafnađarmannafélagi Reykjavíkur, sem Ólafur Friđriksson hafđi öll tök á, og Jafnađarmannafélagi Reykjavíkur, eins og Jafnađarmannafélag Íslands (sem svo hét 1922–1937) kaus ađ kalla sig frá 1937. Í nafna- og atriđisorđaskránni (bls. 343) segir enn fremur ranglega, ađ málgagn ungra íslenskra kommúnista, Rauđi fáninn, hafi komiđ út 1924–1927. Hann kom einnig út 1930–1937.

Undarlegar villur eru einnig í Kćru félögum, ţegar Jón birti bréf íslenskra kommúnista til Kominterns frá 1927 í heild sem viđauka (bls. 255–256). Jón sagđi framan viđ viđaukann, ađ bréfiđ vćri frá Brynjólfi Bjarnasyni og Hendrik Ottóssyni og skrifađ í mars eđa apríl 1927. Í meginmáli sagđi hann hins vegar (bls. 30), ađ bréfiđ vćri frá Brynjólfi Bjarnasyni og Ársćli Sigurđssyni og skrifađ í apríl. Ţýddi hann sömu klausu öđru vísi í meginmáli en í viđaukanum. Í gögnum Kominterns kemur hins vegar skýrt fram, ađ bréfiđ er skrifađ 14. apríl 1927 og móttekiđ í Moskvu 6. maí sama ár (RGASPI 495 177 16, 11–13. Lbs. 5228 4to). Ónákvćmni Jóns hefur slćđst inn í (óprentađa) doktorsritgerđ Skafta Ingimarssonar, en ţar segir Skafti, ađ Brynjólfur og Ársćll hafi skrifađ bréfiđ.  

Furđumargar villur Jóns í Kćru félögum tengjast Menningartengslum Íslands og Ráđstjórnarríkjanna, MÍR, sem Jón kallar ranglega (t. d. bls. 181 og 340) „Menningarsamband Íslands og Ráđstjórnarríkjanna“ (ţótt hann fari rétt međ nafniđ á bls. 179). Jón segir (bls. 181) og vísar um ţađ í rússneska skýrslu, ađ í sendinefnd MÍR til Ráđstjórnarríkjanna haustiđ 1951 hafi veriđ Sigvaldi Thordarson húsateiknari, Jón Magnússon fréttastjóri, Bolli Thoroddsen verkfrćđingur, Arnfinnur Jónsson skólastjóri og „Björn Jóhannsson verkfrćđingur“. Enginn Björn var í sendinefndinni haustiđ 1951. Fimmti mađurinn var Áskell Snorrason tónlistarkennari, sem skrifađi síđan bók um ferđina, Í landi lífsgleđinnar, og lćtur Jón ţess einmitt getiđ á öđrum stađ (bls. 192), ađ sendiráđ Ráđstjórnarríkjanna í Reykjavík hafi greitt útgáfukostnađ hennar. Björn Jóhannesson jarđvegsfrćđingur (ekki Jóhannsson) fór hins vegar í ferđ nokkurra íslenskra vísindamanna á vegum MÍR 1954. Ţá er ţess ađ geta, ađ tilvitnanir frá ţessari blađsíđu (181) og hinum nćstu á undan og eftir virđast hafa ruglast. Ráđa má af samhenginu, ađ tilvísanir aftanmáls nr. 17 og 18 eigi ađ vera nr. 13 og 14, en síđan eigi nr. 13 til 16 ađ vera nr. 15 til 18. Jón er ţó ekki alveg skilinn ađ skiptum viđ sendinefndina 1951. Í myndatexta á móts viđ bls. 129 í bókinni Kćru félagar segir Jón, ađ myndin sé af Íslendingum í Moskvu 1951. En hún er af sendinefnd, sem fór til Ráđstjórnarríkjanna voriđ 1953. Raunar gerir Jón enga tilraun til ađ nafngreina alla á myndinni, ţótt ţađ sé auđvelt, ţar eđ vitađ er, hverjir nefndarmenn voru: Níu manns auk kventúlks, en ţađ má kalla gloppu frekar en villu.

Fleira hefur brenglast í kafla Jóns Ólafssonar um MÍR, til dćmis tilvísanir í rússnesk skjalasöfn (sjá aftanmálsgreinar nr. 27, 28 og 29 og síđan 47, 48 og 49). Enn fremur sagđi Jón (bls. 185) um átök í MÍR árin 1958–1960: „Ţessi átök enduđu međ ţví ađ Kristinn E. Andrésson missti ítök sín í MÍR og var bolađ út úr félaginu.“ Ţessu var ţveröfugt fariđ, eins og nćgar opinberar heimildir eru til um. Andstćđingar Kristins misstu ítök sín í MÍR og var bolađ út úr félaginu. Eftir ađ Sigurvin Össurarson, Adolf Petersen og fleiri menn úr Reykjavíkurdeild MÍR höfđu haustiđ 1958 upplýst menn frá Ráđstjórnarríkjunum um, ađ ţeir vissu frá Kristni af fjárhagslegum stuđningi Moskvumanna viđ MÍR, varđ órói í félaginu. Beittu forystumenn Sósíalistaflokksins sér fyrir ţví, ađ Reykjavíkurdeild MÍR vćri tekin úr höndum ţessara manna á ađalfundi hennar 26. febrúar 1960. Ţeim tókst ćtlunarverk sitt. Varđ Árni Böđvarsson formađur félagsdeildarinnar í stađ Sigurvins, og annar bandamađur Kristins, Ţorvaldur Ţórarinsson, tók sćti í stjórninni. Einn ţeirra manna, sem felldir voru úr stjórn, Adolf Petersen, skrifađi um ţetta í blöđ. Máliđ er líka rakiđ nokkuđ í einni SÍA–skýrslunni, sem Jón Ólafsson vitnar raunar sjálfur í (Rauđa bókin (Rvík 1984), bls. 126). Kristinn E. Andrésson og ađrir forystumenn Sósíalistaflokksins réđu alla tíđ yfir sjálfum heildarsamtökunum, enda varđ Kristinn forseti MÍR á eftir Halldóri Laxness 1968.

Hitt er annađ mál, ađ svo virđist eftir skjölum ţeim, sem Jón Ólafsson rakti efnislega, ađ sendimenn Ráđstjórnarríkjanna í Reykjavík hafi um skeiđ tekiđ meira mark á andstćđingum Kristins úr Reykjavíkurdeild MÍR en á honum sjálfum. Jón gefur eftirfarandi skýringu á ţví (bls. 186): „Í stađ ţess ađ halda í lengstu lög tengslum viđ ţá forustumenn sem eitthvađ var í spunniđ og ráku sjálfstćđa stefnu, voru hinir ţćgu og undirgefnu teknir fram yfir ţá.“ En ţessi skýring átti ekki viđ á Íslandi. Kristinn E. Andrésson og liđsmenn hans voru jafnundirgefnir Kremlverjum og hópurinn í kringum Sigurvin Össurarson. Ástćđan til ţess, ađ sendiráđsmenn undu um skeiđ illa vinnubrögđum Kristins E. Andréssonar, var bersýnilega sú, ađ hann notađi MÍR sem féţúfu. Rekur Jón ţá sögu í bók sinni án ţess ţó ađ virđast átta sig á henni. Í lok sjötta áratugar var mánađarlegt framlag sendiráđsins til MÍR átján ţúsund krónur. Ţađ nćgđi vel fyrir tveimur starfsmönnum og húsnćđiskostnađi, en félagiđ hafđi á leigu húsnćđi í Ţingholtsstrćti 27, sem var í eigu fyrirtćkisins Hóla hf. Kristinn E. Andrésson rak ţađ fyrirtćki, og var ţađ eins konar hliđarfyrirtćki Máls og menningar. Ţađ var međ öđrum orđum Kristinn E. Andrésson, sem leigđi MÍR og safnađi húsaleiguskuldum. Sendiráđsmenn hlutu ađ spyrja: Hvert rann ţá féđ, sem hann fékk mánađarlega til MÍR? Jafnframt tilkynnti Kristinn sendiráđsmönnum, ađ viđgerđ á húsnćđinu hefđi kostađ 107 ţúsund krónur, sem var stórfé á ţeirri tíđ, og skuldađi MÍR ţađ fé. Ţađ auđveldar lesandanum ađ vísu ekki ađ skilja máliđ, ađ tímaröđ í ţeim skýrslum sendiráđsins um MÍR–máliđ, sem Jón rćđir um (bls. 182–185), er óljós. Ţó virđast ţessar skýrslur vera frá hausti 1958 til sumars 1959, en ţá var Mál og menning ađ undirbúa og smíđa stórhýsi sitt viđ Laugaveg 18 og mjög fjár ţurfi.

 

Óáreiđanleg verk Jóns Ólafssonar

Af ţessu yfirliti um brellur, firrur, gloppur, skekkjur og villur í verkum Jóns Ólafssonar, sem ég hef tekiđ saman í tilefni greinar hans í Kjarnanum, má svo sannarlega sjá, ađ hann er í hópi ţeirra, sem „hjálpa erroribus á gáng“, eins og Árni Magnússon orđađi ţađ forđum. Verkum hans er alls ekki ađ treysta, og leiđinlegar villur slćđast inn hjá ţeim, sem fara eftir ţeim. Er ćriđ verk ađ leiđrétta missagnir hans og ţeirra, sem honum treysta. „Hafa svo hverjir tveggja nokkuđ ađ iđja.“ 

(Grein í Kjarnanum 14. febrúar 2021, en ţar eru ađ vísu tvćr málsgreinar tvíteknar og niđurlag, um ein blađsíđa, felld niđur af einhverjum ástćđum.)

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband