Brellur Jóns Ólafssonar

Ritdómur minn í Morgunblađinu 10. desember 2020 um bók Kjartans Ólafssonar, Drauma og veruleika, varđ Jóni Ólafssyni, ađalyfirlesara bókarinnar, tilefni til harđrar árásar á mig í Kjarnanum 14. desember fyrir „geđvonsku, smásmygli og öfund“, ţótt hann nefndi ađ vísu ekki einasta dćmi um, ađ ég fćri rangt međ. En hann sagđi af mér sögu. Hann kvađst hafa veriđ nemandi í Menntaskólanum í Hamrahlíđ endur fyrir löngu, ţegar ég hefđi komiđ ţangađ til ađ andmćla sósíalisma. Ég hefđi haft á reiđum höndum tilvitnanir í kenningasmiđi marxismans og jafnvel nefnt blađsíđutöl. „Hins vegar vildi svo ein­kenni­lega til ađ ţegar sam­visku­samir mennta­skóla­nemar fóru ađ leita uppi til­vitn­an­irnar ţá reynd­ist erfitt ađ finna ţćr. Ţađ var ekki fyrr en löngu síđar ađ ein­hver benti mér á ađ hversu snjallt ţetta mćlsku­bragđ vćri – ađ nefna blađ­síđu­töl út í loftiđ – ţví ţannig fengju áheyr­endur á til­finn­ing­una ađ rćđu­mađ­ur­inn gjör­ţekkti text­ana sem hann vitn­ađi í eftir minni. Og ţótt ein­hver fćri ađ grufla í bók­unum á eft­ir, ţá breyt­ast fyrstu hug­hrif ekki svo auđ­veld­lega.“

Svo vill til, ađ ég man vel eftir ţessu. Ég hafđi vitnađ í frćg ummćli Levs Trotskíjs í Byltingunni svikinni: „Í landi, ţar sem ríkiđ er eini atvinnurekandinn, er stjórnarandstćđingurinn dćmdur til hćgs hungurdauđa.“ Sósíalistarnir á fundinum efuđust um, ađ rétt vćri eftir haft, og nefndi ég ţá blađsíđutaliđ. Ástćđan var einföld. Nokkru áđur hafđi ég háđ kapprćđu viđ Halldór Guđmundsson, ţá ćstan trotskísta og síđar ráđsettan bókaútgefanda. Hann hafđi efast um, ađ Trotskíj hefđi sagt ţetta. Ég hafđi haft ţetta úr bók Friedrichs von Hayeks, Leiđinni til ánauđar, en ţar hafđi ekkert blađsíđutal veriđ nefnt. Ég gerđi mér ţess vegna ferđ upp á Landsbókasafn, fór yfir bók Trotskíjs og fann tilvitnunina á blađsíđu 283 í frumútgáfunni frá 1937. Ţess vegna hafđi ég nú blađsíđutaliđ á reiđum höndum. Hér er ţađ ekki ég, heldur Jón, sem beitir mćlskubragđi. Ég nefni mörg önnur dćmi um brellur Jóns í svari mínu, sem birtist í Kjarnanum 14. febrúar. Jón virđist lítiđ hafa ţroskast, frá ţví ađ hann sat fundinn í Norđurkjallaranum í Menntaskólanum í Hamrahlíđ fyrir fjörutíu árum.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 20. febrúar 2021.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband