Frá Poitiers

Dagana 14.–15. nóvember 2019 sat ég ráđstefnu í Poitiers í Frakklandi um Jan Valtin, öđru nafni Richard Krebs. Fáir kannast nú eflaust viđ ţessi nöfn, en sjálfsćvisaga Valtins, Úr álögum (Out of the Night), var metsölubók í Bandaríkjunum áriđ 1941 og olli áköfum deilum, ţví ađ ţar sagđi höfundur frá erindrekstri sínum fyrir alţjóđahreyfingu kommúnista. Fyrri hluti bókar hans kom út á íslensku sama ár. Ég ritstýrđi endurprentun bókarinnar áriđ 2015 og samdi formála og skýringar, og var mér ţess vegna bođiđ ađ halda erindi á ráđstefnunni.

Krebs fćddist áriđ 1905, gerđist sjómađur og kommúnisti kornungur og tók ţátt í byltingartilraun í Ţýskalandi áriđ 1923. Hann varđ síđan flugumađur kommúnista á međal sjómanna, fór víđa og ratađi í ýmis ćvintýri, en lenti í fangelsi í Bandaríkjunum 1926 fyrir tilraun til manndráps og sat ţar í ţrjú ár. Síđan tók hann upp ţráđinn í sjómannahreyfingu Evrópu, en eftir valdatöku Hitlers 1933 handtóku nasistar hann og pynduđu. Kommúnistar skipuđu honum ađ gerast gagnnjósnari innan Gestapo, og létu nasistar hann lausan áriđ 1937. Hélt hann til Danmerkur, en ţangađ hafđi njósna- og undirróđursnet kommúnistahreyfingarinnar í Vestur-Evrópu veriđ flutt. En ţegar honum var skipađ ađ fara til Moskvu í miđjum hreinsunum Stalíns, ákvađ hann ađ forđa sér vestur um haf. Ţar kynntist hann blađamanninum Isaac Don Levine, sem sá strax efniviđ í góđa sögu og ađstođađi hann viđ ađ koma út sjálfsćvisögunni. Krebs lést áriđ 1950, ađeins hálffimmtugur ađ aldri.

Í erindi mínu sagđi ég frá viđtökum bókar Valtins á Íslandi, en íslenskir kommúnistar deildu mjög á höfundinn, og háđu ţeir Halldór Kiljan Laxness og Benjamín Eiríksson harđa ritdeilu um hann og verk hans (ţótt Laxness virtist ekki hafa lesiđ bókina). Sérstaka athygli vakti sú uppljóstrun Valtins, ađ skipverjar á skipum Eimskipafélagsins hefđu flutt leyniskjöl milli landa fyrir kommúnistahreyfinguna. Treysti útgefandinn, Menningar- og frćđslusamband alţýđu, sér ekki til ađ gefa út seinni hlutann, ţótt fyrri hlutinn hefđi selst í röskum fjögur ţúsund eintökum, og kom hann loks út á vegum „Nokkurra félaga“ áriđ 1944. Ţótt eitthvađ sé um ýkjur og ónákvćmni í bókinni, er hún sannkallađur aldarspegill og afar fjörlega skrifuđ. Benti ég á, ađ Ţór Whitehead prófessor hefđi stađfest ýmsar fullyrđingar Valtins í ritum sínum um kommúnistahreyfinguna, ţar á međal um íslensku sjómennina.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 30. nóvember 2019.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband