Svör við spurningum blaðamanna

Blaðamenn á Fréttablaðinu og Stundinni hafa nýlega haft samband og spurt, hvað liði skýrslunni fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins, sem ég hef verið að semja. Svar mitt er þetta:

Ég samdi drög að rækilegri skýrslu á tilsettum tíma, en hún var allt of löng, 600 bls., auk þess sem ýmislegt átti eftir að birtast, sem ég vissi um. Þess vegna stytti ég skýrsluna niður í 320 bls. og beið eftir ýmsum frekari heimildum. Ég hef síðan fengist við það, ekki síst að áeggjan Félagsvísindastofnunar, að stytta skýrsluna verulega, auk þess sem ég hef borið ýmis atriði undir fólk, sem getið er í skýrslunni, og unnið úr athugasemdum þess. Von er á henni á næstunni. Ég gerði grein fyrir nokkrum helstu niðurstöðum úr henni á fundi Sagnfræðingafélagsins 17. október 2017, og eru glærur mínar aðgengilegar og raunar einnig upptaka af fundinum á heimasíðu Sagnfræðingafélagsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband