Fyrirlitning á smáţjóđum

Skömmu eftir ađ Ráđstjórnarríkin liđuđust í sundur 1991, skrifađi ég skattstjóra bréf og mćltist til ađ fá ađ afskrifa öll rit í minni eigu eftir og um ţá Karl Marx og Friedrich Engels. Ţau vćru orđin verđlaus. Enginn tćki lengur marxisma alvarlega. Skattstjóri synjađi beiđni minni. Nú sé ég, ađ hann hafđi rétt fyrir sér. Áriđ 2007 gaf Hiđ íslenska bókmenntafélag út aftur Kommúnistaávarpiđ eftir ţá Marx og Engels. Lofsamlegur inngangur stalínistans Sverris Kristjánssonar var endurprentađur athugasemdalaust. Ekki vottađi heldur fyrir gagnrýni á hugmyndir höfundanna í formála Páls Björnssonar sagnfrćđings.

Söguleg greining Marx og Engels var stórgölluđ, og spár ţeirra rćttust hvergi. En ţađ fór bersýnilega líka fram hjá Páli Björnssyni, ađ fáir heimspekingar hafa gert eins lítiđ úr Íslendingum og ţeir Marx og Engels. Töldu ţeir, eins og ég hef rakiđ hér, Íslendinga vera frumstćđa smáţjóđ, sem sypi lýsi, hefđist viđ í jarđhúsum og fengi ekki lifađ án fiskibrćlu. Ţađ er síđan kunnara en frá ţurfi ađ segja, ađ dyggir lćrisveinar Marx og Engels réđu lengi hálfum heiminum og ollu dauđa eitt hundrađ milljóna manna samkvćmt Svartbók kommúnismans. Ekki var á ţetta minnst heldur í hinni nýju útgáfu.

Fyrirlitning Marx og Engels á smáţjóđum og ofbeldishugarfar ţeirra leynir sér ekki. Í grein um Ungverjaland í Nýja Rínarblađinu 13. janúar 1849 segir Engels til dćmis Hegel hafa rétt fyrir sér um, ađ sumar smá- og jađarţjóđir séu ekkert annađ en botnfall (Volkerabfälle). Nefnir Engels sérstaklega Kelta í Skotlandi, Bretóna í Frakklandi, Baska á Spáni og suđur-slavneskar ţjóđir.„Í nćstu heimsstyrjöld munu ekki ađeins afturhaldsstéttir og konungsćttir hverfa af yfirborđi jarđar, heldur líka afturhaldsţjóđir í heild sinni. Og ţađ eru framfarir.“ Í grein í sama blađi 7. nóvember 1848 um átök í Vín segir Marx fólk óđum vera ađ sannfćrast um, ađ ađeins dugi eitt ráđ til ađ stytta blóđugar fćđingarhríđir nýs skipulags, „ógnarstjórn byltingarinnar“ (revolutionäre[r] Terrorismus).

Svo sannarlega ber ađ taka marxisma alvarlega.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 6. ágúst 2016.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband