Skrafađ um Laxness

Á fundi Stofnunar stjórnsýslufrćđa og stjórnmála fimmtudaginn 26. apríl síđastliđinn flutti ég erindi um nýútkomiđ rit mitt, Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, Alrćđi í Evrópu: Ţrjár rannsóknir. Ein rannsóknin var á stjórnmálaafskiptum stalínistans Halldórs K. Laxness, beittasta penna alrćđisstefnunnar á Íslandi. Ég sagđi ýmsar sögur af Laxness, sem eru ekki á allra vitorđi, til dćmis um tilraunir hans til ađ fá bćkur sínar útgefnar á Ítalíu fasista og í Ţýskalandi nasista, og brá hann sér ţá í ýmissa kvikinda líki. Vitnađi ég í Pétur Pétursson útvarpsţul, sem sagđi mér eitt sinn, ađ heiđurspeningur um Laxness hlyti ađ hafa tvćr hliđar, ţar sem önnur sýndi snilling, hin skálk.

Eftir erindiđ kvaddi Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráđherra, sér hljóđs og kvađ Laxness hafa veriđ margbrotinn mann. Í Gerplu lýsti hann til dćmis fóstbrćđrum, Ţormóđi og Ţorgeiri. Annar vćri kvensamur, skáldhneigđur veraldarmađur, hinn baráttujaxl og eintrjáningur, sem sást ekki fyrir. Tómas Ingi varpađi fram ţeirri skemmtilegu tilgátu, ađ í raun og veru vćri báđir mennirnir saman komnir í Laxness. Hann vćri ađ lýsa eigin tvíeđli.

Ég benti ţá á, ađ svipađ mćtti segja um Heimsljós, ţegar Ljósvíkingurinn og Örn Úlfar eiga frćgt samtal. Ljósvíkingurinn er skilyrđislaus dýrkandi fegurđarinnar, en Erni Úlfari svellur móđur vegna ranglćtis heimsins, sem birtist ljóslifandi á Sviđinsvíkureigninni. Mér finnst augljóst, ađ Laxness sé međ ţessu samtali ađ lýsa eigin sálarstriđi. Annars vegar togađi heimurinn í hann međ skarkala sínum og brýnum verkefnum, hins vegar ţráđi hann fegurđina, hreina, djúpa, eilífa, handan viđ heiminn.

Tómas Ingi kvađ reynsluna sýna, ađ skáldin vćru ekki alltaf ratvísustu leiđsögumennirnir á veraldarslóđum, og tók ég undir ţađ. Laxness var stalínisti og Hamsun nasisti, en skáldverk ţeirra standa ţađ af sér. Listaverkiđ er óháđ eđli og innrćti listamannsins. Raunar tók ég annađ dćmi: Leni Riefenstahl var viđurkenndur snillingur í kvikmyndagerđ. En vegna dađurs hennar viđ nasisma fyrir stríđ fékk hún lítiđ ađ gera í ţeirri grein eftir stríđ. Ţađ var mikill missir.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 28. apríl 2018.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband