Hugleiđingar á 65 ára afmćlinu

Í dag er ég 65 ára: Ég fćddist á fćđingardeild Landspítalans 19. febrúar 1953. Ég var aufúsugestur í heiminn, frumburđur foreldra minna, sem höfđu nýlega gengiđ í hjónaband og vildu gjarnan eignast barn. Ţau eru ţví miđur bćđi látin. Fađir minn, Gissur Jörundur Kristinsson, framkvćmdastjóri Verkamannabústađanna í Kópavogi, var raunar ađeins 62 ára, ţegar hann varđ bráđkvaddur. Móđir mín, Ásta Hannesdóttir kennari, lést úr krabbameini 74 ára. Bćđi voru ţau langt undir međalaldri síns kyns, sem er ískyggilegt, ef úrslitum um heilsu og langlífi rćđur forritiđ úr foreldrunum, en ég get huggađ mig viđ, ađ ég hef alltaf veriđ viđ hestaheilsu. Mig vantađi ekki einasta dag úr skóla vegna veikinda alla mína tíđ. Ég bjó viđ gott atlćti í bernsku, ólst upp í Laugarneshverfinu, varđ aldrei var viđ allt ţađ böl, sem ég les nú um í blöđunum, varđ snemma lestrarhestur, hafđi gaman af ađ ganga í skóla. Eftirlćtisgreinar mínar í ćsku voru landafrćđi og saga, og ég man, hversu eftirvćntingarfullur ég var, ţegar ég hóf ađ lćra erlendar tungur. Ţá opnuđust fyrir mér nýir heimar. Ég sé raunar eftir ađ hafa ekki lćrt fleiri erlendar tungur, frönsku, ítölsku, rússnesku. Mér leiđ vel í skóla, en líklega best í Oxford-háskóla, ţar sem ég var 1981–1985. Mér leiđ líka vel á vinnustađ mínum í Háskóla Íslands, en ekki síđur í Stanford-háskóla, ţar sem ég var öđru hvoru gistifrćđimađur á níunda og tíunda áratug síđustu aldar. Nú hin síđari ár hef ég brugđiđ á sama hátt og farfuglarnir og hvalirnir og haldiđ á suđlćgar slóđir, ţegar veturinn sverfur ađ á Íslandi. Ţar stunda ég ađallega mitt grúsk, rannsaka ţađ, sem ég hef ekki tóm til ađ gera heima, sinni ritstörfum í nćđi. En eins og hvalirnir og farfuglarnir kem ég alltaf aftur, ţegar vorar. Ég vona, ađ ég eigi eftir ađ koma oft heim aftur.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband