Hann kaus frelsiđ

victor-kravchenko-enfonca-le-premier-coin-dans-l-image-de-l-union-sovietique-a-travers-le-proces-de-1949.jpgEin lćsilegasta bókin í ritröđ Almenna bókafélagsins, Safn til sögu kommúnismans, sem ég hef umsjón međ, er Ég kaus frelsiđ eftir Víktor Kravtsjenko. Ţótt heitiđ sé tuggukennt, er bókin sjálf full af örlagasögum, átakanlegum, en um leiđ forvitnilegum, svo ađ lesandinn leggur hana ógjarnan frá sér. Höfundur fléttar samar í eina heild ástarćvintýri sín, skýrar svipmyndir af ógnarstjórn Stalíns, ótal dćmi af svikum og prettum, en líka af hjálpsemi og hugrekki.

Kravtsjenko fćddist 1905 og ólst upp í Úkraínu. Hann varđ í upphafi sanntrúađur kommúnisti og lćrđi verkfrćđi, og var einn skólabróđir hans og góđkunningi Leoníd Brezhnev, sem síđar varđ hćstráđandi í Ráđstjórnarríkjunum. En hungursneyđin í Úkraínu 1932-1933 hafđi mikil áhrif á Kravtsjenko. Stalín olli ţessari hungursneyđ međ ţví ađ taka uppskeruna af bćndum og reka ţá inn í samyrkjubú (eđa flytja ţá, sem óţjálastir voru, nauđungarflutningum til Síberíu). Taliđ er, ađ um sex milljónir manns hafi soltiđ til bana, ađallega í Úkraínu, sem er frá náttúrunnar hendi frjósamt landbúnađarland. Fjöldi barna varđ munađarlaus og fóru ţau í hópum um Rússland ađ leita sér matar. Tóku foreldrar Kravtsjenkos eina slíka stúlku inn á heimiliđ.

Kravtsjenko varđ verksmiđjustjóri víđs vegar um Ráđstjórnarríkin og kynntist ţess vegna ađeins óbeint hinum víđtćku flokkshreinsunum Stalíns, ţegar einrćđisherrann gekk milli bols og höfuđs á mörgum kommúnistum. Kravtsjenko sá líka álengdar fangana í ţrćlkunarbúđunum, Gúlaginu, eins konar lifandi vofur, sviptir öllum mannlegum virđuleik. Hann ţoldi sífellt verr kúgunina í heimalandi sínu, og ţegar honum var í stríđinu bođiđ starf í viđskiptanefnd Ráđstjórnarríkjanna í Washington-borg, tók hann ţví fegins hendi. Hann leitađi á náđir Bandaríkjastjórnar í aprílbyrjun 1944 og gaf út bók sína á ensku röskum tveimur árum síđar. Ćrđust vestrćnir kommúnistar yfir henni, og er af ţví löng saga.

Lárus Jóhannesson, lögfrćđingur og alţingismađur (móđurbróđir Matthíasar Johannessens ritstjóra), vann ţađ stórvirki ađ ţýđa bókina, sem var 564 ţéttprentađar blađsíđur í íslensku útgáfunni.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 24. febrúar 2018.) Myndin er af Kravtsjenko í réttarsal í París 1949, ţegar hann höfđađi mál gegn frönskum kommúnistum fyrir meiđyrđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband