Koestler og tilvistarspekingarnir

koestler_1317978.jpgÁhorfendur kvikmynda hafa gaman af Forrest Gump, sem virtist hafa veriđ alls stađar nálćgt, ţegar eitthvađ bar til tíđinda á tuttugustu öld. Sama hugmynd er ađ baki sögunni af Allan Karlsson, sem skreiđ út um glugga á hundrađ ára afmćlinu.

Stundum slćr ţó veruleikinn listinni viđ. Ensk-ungverski rithöfundurinn Arthur Koestler var iđulega nálćgur í átökum og umrćđum á tuttugustu öld. Móđir hans var í međferđ hjá Sigmund Freud. Hann var gyđingur og málkunnugur öllum helstu forystumönnum síonista. Á međan hann var kommúnisti ferđađist hann um Ráđstjórnarríkin međ bandaríska skáldinu Langston Hughes. Í miđju borgarastríđinu spćnska skemmti hann sér međ breska skáldinu (og Íslandsvininum) W.H. Auden í Valencia, en lenti síđan í dýflissu Francos. Hann var ađstođarmađur ţýska áróđursmeistarans Willis Münzenbergs, sem margir íslenskir kommúnistar ţekktu. Ungur ađ árum snćddi Koestler eitt sinn hádegisverđ međ Tómasi Mann, og síđar fékk hann sér í staupinu međ Dylan Thomas og varđ einkavinur Georges Orwells.

Skáldsaga Koestlers, Myrkur um miđjan dag, kom út á frönsku 1945 og átti ţátt í ósigri franskra kommúnista í kosningum 1946. Um ţćr mundir dvaldist Koestler oft í París og umgekkst tilvistarspekingana Simone de Beauvoir, Jean-Paul Sartre og Albert Camus. Ef skilgreina á tilvistarspeki stuttlega, ţá er hún sú skođun, ađ lífiđ sé tilgangslaust, en menn gćđi ţađ tilgangi međ gerđum sínum. Koestler deildi hart viđ Beauvoir og Sartre um kommúnisma. Ţótt ţau gerđu sér grein fyrir ýmsum göllum kommúnismans höfđu ţau óbeit á kapítalisma, einkum hinum bandaríska. Koestler var annálađur kvennamađur, og tókst honum eitt sinn ađ sćnga hjá Beauvoir, sem annars var oftast förunautur Sartres. „Ég var drukkin, og ţetta gerđist ađeins einu sinni,“ sagđi Beauvoir síđar. Koestler samdi betur viđ Camus, sem ađhylltist eins og hann efahyggju. Engum skugga brá á, ţótt Camus og kona Koestlers, Mamaine Paget, ćttu um skeiđ vingott. En ţegar kalda stríđiđ hófst vildu ţau Sartre og Beauvoir ekki lengur umgangast Koestler og Camus. Ţau reyndu ađ gćđa líf sitt ţeim tilgangi ađ sćra burt kapítalismann, en mistókst, sem betur fer.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 30. desember 2017.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband