Landsdómsmáliđ

Landsdómurinn íslenski er sniđinn eftir danska ríkisréttinum, en frćgt varđ mál Eriks Ninn-Hansens dómsmálaráđherra í okkar gamla sambandslandi. Hann hafđi gefiđ embćttismönnum munnleg fyrirmćli um ađ stinga undir stól umsóknum flóttamanna frá Srí Lanka um ađ fá fjölskyldur sínar til sín. Eftir ađ hćstaréttardómari hafđi samiđ langa skýrslu um máliđ sagđi danska stjórnin af sér og fólksţingiđ höfđađi mál gegn Ninn-Hansen. Ríkisrétturinn sakfelldi hann og dćmdi í fjögurra mánađa skilorđsbundiđ fangelsi.

Ninn-Hansen skaut málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg međ ţeim rökum ađ ákćran og úrskurđurinn hefđu veriđ stjórnmálalegs eđlis. Vísađi dómstóllinn málinu frá. Nýleg niđurstađa Mannréttindadómstólsins í málinu gegn Geir H. Haarde ţarf ţví ekki ađ koma á óvart. Dómararnir í Strassborg telja ađ sérstakur dómstóll um ráđherraábyrgđ ţurfi ekki ađ fela í sér mannréttindabrot.

Margt annađ er ţó ólíkt međ málum Ninn-Hansens og Geirs. Í fyrsta lagi braut Geir ekki af sér á neinn hátt. Ninn-Hansen gaf hins vegar beinlínis fyrirmćli um ađ ekki skyldi fariđ ađ lögum.

Í öđru lagi var Geir sýknađur af öllum ţeim ákćruatriđum sem naumur meirihluti Alţingis sótti í skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir ţađ smávćgilega ákćruatriđi, sem bćttist viđ í međförum ţingsins og kom vart fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis, ađ hann hefđi ekki tekiđ vanda bankanna á dagskrá ríkisstjórnarfunda. Var honum ekki gerđ refsing fyrir ţetta atriđi og var kostnađur greiddur úr ríkissjóđi.

Í ţriđja lagi er ríkisstjórn ekki fjölskipađ stjórnvald. Hver ráđherra ber ábyrgđ á sínum málaflokki. Ţađ hefđi ţví átt ađ vera bankamálaráđherrann, Björgvin G. Sigurđsson, sem hefđi átt ađ biđja um umrćđur á ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna. Formađur flokks bankamálaráđherrans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hélt hins vegar skipulega upplýsingum frá honum um ţennan vanda, enda afgreiddi hún ţćr sem „reiđilestur eins manns“.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 25. nóvember 2017.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband