Matthķas Į. Mathiesen. Minningarorš

Matthķas Į. Mathiesen var vanmetinn stjórnmįlamašur. Hann var ręšumašur ķ mešallagi og ekki alltaf skörulegur. En hann var einn lagnasti stjórnmįlamašur, sem ég hef kynnst. Hann kunni leikreglur ķslenskra stjórnmįla śt ķ hörgul. Hann var prżšilega gefinn, en įtti lķka aušvelt meš aš laša til lišs viš sig menn, sem voru betur aš sér ķ żmsum efnum og bęttu hann žannig upp. Hann var vingjarnlegur viš alla, lįga sem hįa, og stutt ķ brosiš. Hann var lķka varfęrinn og slyngur. Žetta olli žvķ, aš hann reyndist farsęll stjórnmįlamašur ekki sķšur en vinsęll og hlaut meiri frama en margir höfšu séš fyrir, varš foringi sjįlfstęšismanna ķ stóru kjördęmi og lengi rįšherra.

Matthķas varš žjóškunnur, žegar hann felldi sjįlfan forsętisrįšherrann, Emil Jónsson, ķ Hafnarfirši ķ vorkosningunum 1959. Į mešan Emil flutti ręšur nišur til Hafnfiršinga, sat Matthķas glašhlakkalegur meš kjósendum yfir kaffibolla į vinnustöšum og jafnvel nišri į bryggjusporšum. Engum lķkaši illa viš žennan elskulega nżśtskrifaša lögfręšing, ašeins tuttugu og įtta įra. Ekki spillti fyrir, aš kona hans, Sigrśn Žorgilsdóttir, var įhugasamur stušningsmašur, rösk og drjśg ķ kosningabarįttu. Matthķas varš fljótt įhrifamikill į žingi. Žegar Gunnar Thoroddsen, varaformašur Sjįlfstęšisflokksins, geršist sendiherra ķ Kaupmannahöfn 1965 ķ žvķ skyni aš undirbśa forsetaframboš, vildi Bjarni Benediktsson gera Geir Hallgrķmsson aš varaformanni. Žį fóru nokkrir žingmenn meš Matthķas ķ broddi fylkingar til Bjarna og sögšu nei. Žeir vildu, aš varaformašurinn kęmi śr žingflokknum og nefndu Jóhann Hafstein. Žótt Bjarni hefši frekar augastaš į Geir sem eftirmanni, lét hann undan. „Bjarni var parlamentķker,“ sagši Matthķas viš mig.

Į landsfundi Sjįlfstęšisflokksis 1965 var kosiš į milli Styrmis Gunnarssonar og Matthķasar ķ mišstjórn flokksins, en eftir kosninguna bauš Matthķas Styrmi heim til sķn um kvöldiš, žeir fengu sér smįvegis ķ staupin og uršu góšir vinir. Geršist Matthķas einn af helstu stušningsmönnum Geirs Hallgrķmssonar, en var samt enginn andstęšingur Gunnars Thoroddsens, sem hann kunni vel aš meta fyrir gįfur og męlsku. Žegar Geir myndaši rķkisstjórn 1974, žótti Matthķas sjįlfkjörinn rįšherra. Gegndi hann stöšu fjįrmįlarįšherra af prżši frekar en meš tilžrifum nęstu fjögur įr. Ég sat į frambošslista Sjįlfstęšisflokksins ķ kosningunum 1978 og fékk aš fara meš Matthķasi ķ bķl um kjördęmiš. Sį ég žar, hversu góšu sambandi hann var ķ viš almenna flokksmenn. Hann mundi öll nöfn og fylgdist vel meš lķfi fylgismanna sinna og starfi. Hélt hann vel utan um fylgi Sjįlfstęšisflokksins ķ Reykjaneskjördęmi, žar sem hann var nś oddviti.

Matthķas varš aftur rįšherra 1983 og fór fyrst meš višskiptamįl, žar sem hann steig merkileg skref ķ frjįlsręšisįtt, en var sķšan utanrķkisrįšherra og loks samgöngurįšherra. Hann sat į žingi til 1991. Matthķas hafši konu- og barnalįn mikiš, en įtti sķšustu įrin viš vanheilsu aš strķša. Missir okkar er mikill. Ķslandi veitir ekki af heišursmönnum eins og Matthķasi Į. Mathiesen.

(Minningarorš ķ Morgunblašinu 17. nóvember 2011.)


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband