Tók hann viđ fjárstyrkjum frá KGB?

Einn af ţeim, sem ađstođuđu mig viđ bókina Íslenskir kommúnistar 1918–1998, var Ole Sohn, ţá ţingmađur Sósíalíska ţjóđarflokksins danska, nú atvinnumálaráđherra Dana í nýrri vinstri stjórn. Sohn var á sínum tíma formađur danska kommúnistaflokksins og rannsakađi í rússneskum skjalasöfnum örlög landa síns, Arnes Munch-Petersens, sem talsvert er rćtt um í bók minni, og skrifađi raunar um ţau heila bók. Var Sohn svo vinsamlegur ađ útvega mér ljósmynd af Arne Munch-Petersen úr skjalasafni leynilögreglu ráđstjórnarinnar, sem ţá hét NKVD og síđar KGB. Var hún af ţví, ţegar Munch-Petersen var handtekinn, og birtist í bók minni.

Munch-Petersen sat um skeiđ á ţingi fyrir danska kommúnista. Hann var samstarfsmađur íslenskra kommúnista og kemur margoft fyrir í skjölum ţeirra, túlkur Einars Olgeirssonar í Moskvu 1928 og yfirumsjónarmađur danskra og íslenskra kommúnista á fjórđa áratug. Ţađ var til dćmis Munch-Petersen, sem tilkynnti íslenskum kommúnistum í Kaupmannahöfn 1934, ađ nú mćttu ţeir ekki lengur tala viđ Stefán Pjetursson, sem hefđi veriđ rekinn úr kommúnistaflokknum. Munch-Petersen var handtekinn í hreinsunum Stalíns, ţótt hann vćri eindreginn stalínisti, og pyndađur í rússneskum fangelsum, uns hann lést ţar úr veikindum og vosbúđ 1940.

Ţótt góđur kunningi íslenskra kommúnista hyrfi skyndilega í Moskvu, spurđu ţeir aldrei neinna spurninga um hann. Leiđtogi danskra kommúnista, Aksel Larsen, fékk strax ađ vita, hvađ orđiđ hefđi um Munch-Petersen, en sagđi aldrei frá ţví, ekki einu sinni ekkju Munch-Petersens.

Nú er ţví haldiđ fram í Danmörku, ađ Ole Sohn hafi sem formađur kommúnistaflokksins danska tekiđ reglulega viđ fjárstyrkjum frá KGB allt fram til hruns Ráđstjórnarríkjanna 1991. Sohn ber af sér ađ hafa tekiđ sjálfur viđ slíkum styrkjum, en viđurkennir, ađ hann hafi vitađ eitthvađ um ţá. Níkolaj Sjatskíkh, sem var yfirmađur KGB í Kaupmannahöfn 1984–1992, fullyrđir hins vegar, ađ Sohn hafi tekiđ viđ fénu eđa einhver í umbođi hans.

Samskipti okkar Sohns voru hin vinsamlegustu, og óskađi hann mér velfernađar í bókaskrifum mínum. Mér fannst á bók Sohns um Munch-Petersen, ađ hann vildi gera yfirbót fyrir baráttu sína í ţágu kommúnismans, hvort sem sú tilfinning mín er rétt eđa röng.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband