Anna Funder í Kiljunni

Þáttur Egils Helgasonar, Kiljan, var eins og hann getur verið bestur, þegar hann ræddi við ástralska rithöfundinn Önnu Funder miðvikudagskvöldið 23. janúar 2013. Egill naut þess þar, hversu víðlesinn hann er og mikill tungumálamaður. Viðmælandinn, Anna Funder, hafði líka óvenjulega útgeislun. Yfir henni hvílir einhver ójarðneskur þokki, eins og Halldór Kiljan myndi líklega orða það. Bók hennar, Stasiland, er mjög góð, eins og Egill benti á. Anna Funder kom hingað til lands í boði Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt síðastliðið haust, og þá var viðtalið tekið. Flutti hún erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um fórnarlömb kommúnismans 22. september 2012 og sagði síðan á fundi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur frá nýútkominni skáldsögu sinni, All That I Am, sem hefur hlotið mjög lofsamlega dóma. Hér er heimildaþáttur á Youtube um Önnu Funder og Stasiland.

Samtal þeirra Egils og bókmenntagagnrýnendanna Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur og Þrastar Helgasonar í sama þætti um Undirstöðuna eftir rússnesk-bandarísku skáldkonuna Ayn Rand var öllu síðra. Undirstaðan heitir Atlas Shrugged á ensku og hefur selst í hátt í átta milljónum eintaka um heim allan. Almenna bókafélagið gaf bókina út haustið 2012 í prýðilegri þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Undirstaðan er í senn læsileg og skemmtileg ástarsaga og ástríðuþrungin vörn fyrir kapítalisma. Aðalsöguhetjan, bandaríska kaupsýslukonan Dagný Taggart, sér hvern framkvæmdamanninn af öðrum hverfa, og smám saman hætta hjól atvinnulífsins að snúast. Þau Fríða Björk og Þröstur töluðu bæði um frjálshyggju sem eitthvert furðufyrirbæri, nánast eins og loftstein úti í geimi, en viðurkenndu þó, að bókin væri áhrifamikil og athyglisverð, sem eru orð að sönnu.

Ayn Rand hélt því fram, að menn ættu ekki að skammast sín fyrir að elska sjálfa sig. Þótt sjálf væri hún ekki trúuð, heldur herskár guðleysingi, er þessi boðskapur hennar ekki í mótsögn við kenningu kristninnar, sem er einmitt, að menn eigi að elska náunga sína eins og sjálfa sig, sem merkir auðvitað, að menn eiga að elska sjálfa sig eins og náunga sína. Og hvernig geta menn elskað náunga sína? Með því að fara eftir upplýsingum markaðarins um það, hvernig þeir geti nýtt hæfileika sína best í þágu annarra, og þær upplýsingar fá þeir með gróða og tapi í frjálsri samkeppni á markaði. Þeir græða, ef þeim tekst að nýta hæfileika sína til að fullnægja þörfum annarra, og þeir tapa, ef þeim mistekst það. Gera verður strangan greinarmun á sjálfselsku og ágirnd, sem er ein af dauðasyndunum sjö. Ég ræði þetta mál betur í fyrirlestri í boði Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hátíðasal Háskóla Íslands 19. febrúar 2013, en nánari upplýsingar um hann eru hér.


Pólland

Þegar ég undirbjó fyrirlestur, sem ég flutti á dögunum um stjórnmálaskörunginn Winston Churchill, bar Pólland á góma í samtali við einn vin minn. Ég benti á, að eftir Münchenarsamkomulagið 1938 tóku Pólverjar þátt í að sundurlima Tékkóslóvakíu, stukku á hið varnarlausa ríki eins og hrægammur. Engu að síður fóru Vesturveldin í stríð við Þýskaland, eftir að Hitler réðst inn í Pólland að vestanverðu, en skömmu síðar réðst Stalín inn í landið að austanverðu (eftir leynisamkomulag við Hitler), en ekki var farið í stríð við hann.

Vinur minn benti mér þá á aðra athyglisverða staðreynd: Stríðið hófst til að frelsa Pólland úr klóm voldugs nágranna. En eftir stríð var það skilið eftir í klóm voldugs nágranna. Í þeim skilningi var stríðið tilgangslaust.

Hlutskipti Póllands á tuttugustu öld hefur verið sorglegt. Allri alvöru fylgir þó nokkurt gaman. Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen sagði í kvikmyndinni Manhattan Murder Mystery frá 1993: „Ég get ekki hlustað mikið á Wagner. Mig fer þá að langa til að leggja Pólland undir mig.“ Hitler og aðrir nasistar höfðu mikið dálæti á þýska tónskáldinu Wagner.

Frjálslyndi flokkurinn íslenski, sem varð til upp úr 1924 og sameinaðist 1929 Íhaldsflokknum í Sjálfstæðisflokknum, hafði kjörorðið: „Ísland fyrir Íslendinga!“ Svipað kjörorð hafði heyrst í Svíþjóð 1886: „Sverige för Svenskarna!“ Þá sagði háðfuglinn Falstaff Fakir (sem hét raunar Wallengren), að sitt kjörorð væri: „Nordpolen åt nordpolackarne“ (Norðurpólinn fyrir Norður-Pólverjana).

Pólski háðfuglinn Stanislaw Lec lýsti einnig tuttugustu öldinni vel í tveimur umhugsunarverðum setningum í bókinni Úfnum hugsunum (Mysli nieuczesane), sem kom út 1959. Önnur er: „Þegar myndastyttur eru brotnar, ætti að hlífa stöllunum. Þeir koma alltaf í góðar þarfir.“ Hin setningin er spurning: „Teljast það framfarir, þegar mannæta notar hníf og gaffal?“

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 5. janúar 2013, sóttur í ýmsa staði í bók mína, Kjarna málsins. Fleyg orð á íslensku, sem er alltaf tilvalin tækifærisgjöf og fæst í öllum góðum bókabúðum, eflaust á viðráðanlegu verði.)


Skáldskapur og skrímsladeild

Hinn sjöunda janúar 2013 bloggaði ég um tvær bækur, sem ég hafði lesið í löngum flugferðum og mælti hiklaust með. Aðra þeirra hafði ég keypt á Heathrow-flugvelli í enskri þýðingu, French suite (Frönsk svíta), eftir rússnesk-frönsku skáldkonuna Irene Nemirovsky. Nú fræðir vinkona mín, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntarýnir, mig á því, að þessi bók hafi komið út á íslensku 2011 undir heitinu Frönsk svíta, og gaf JPV hana út í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Er gott til þess að vita, að Jóhann Páll Valdimarsson fylgist svo vel með erlendum bókmenntum.

Hinn níunda janúar 2013 bloggaði ég um orðasambandinu „skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“. Ég vissi fyrst af því árið 2006, þegar Össur Skarphéðinsson notaði það. En Bergsteinn Sigurðsson, sagnfræðingur og blaðamaður, benti mér á það, að orðasambandið kom fyrir í skrifum DV um Davíð Oddsson og þá menn, sem honum voru handgengnastir í Sjálfstæðisflokknum, árið 2004, og bætti ég þeim fróðleik við í eftirmála við bloggið.

Nú hefur Bergsteinn aftur bent mér á enn eldri notkun orðasambandsins. Það kemur að sögn hans fyrir í Morgunblaðinu 1998 og þá haft eftir Sighvati Björgvinssyni og enn í DV 2002 og þá haft eftir Bryndísi Schram. Líklegast er því, að Sighvatur Björgvinsson sé höfundur orðasambandsins, en ekki Hreinn Loftsson, eins og ég hafði látið mér detta í hug (en Hreinn smíðaði orðið „náhirðina“ um sama hóp og var hreykinn af).


Hvað segi ég erlendis um bankahrunið?

Ég svaraði fyrir skömmu spurningum hins vinsæla pólska tímarits Uwazam Rze um Ísland, kreppuna og bankahrunið. Hér fara svör mín (á ensku, en verða birt á pólsku í tímaritinu) á eftir spurningunum, sem eru feitletraðar:

 

1) What was the reason of the bank crisis in Iceland in 2008-2009?

There was an international crisis which hit Iceland sooner and somewhat harder than other countries. It was not a domestic crisis. The causes of the international crisis were: 1) the American subprime loans, 2) too low interest rates in America and elsewhere, 3) too much sovereign debt, both in Europe and in America, 4) new financial techniques which tended to underestimate risk.

It was a typical credit bubble which burst, although bigger than we have seen for a long time. In my opinion, it is quite well explained by the Austrian theory of the business cycle, as explained by Ludwig von Mises and Friedrich von Hayek.

The reason the crisis hit Iceland harder and sooner than other countries was that the Icelandic banks were much bigger than the Central Bank and the Ministry of Finance could sustain, as lenders-of-last-resort, and that other countries were unwilling to help save the Icelandic banks. Indeed, the British government made the crisis worse by closing all means of transferring money to and from Iceland for a while, by closing the affiliates of the Icelandic banks in Britain (while saving all other banks in the United Kingdom at the same time!) and by putting one of the Icelandic banks on its list of terrorist organizations, and briefly, also the Central Bank and the Ministry of Finance. It was outrageous behaviour.

A third domestic factor contributing to the fall of the banks was that the lending risk was underestimated because many of the debtors were closely related and should have really been counted as one risk-bearing entity, not many. These debtors were in some cases intimately related to the owners of the banks. But, basically, I would argue that the Icelandic bankers were no better and no worse than bankers elsewhere. (And if they were so stupid, how could they obtain all this credit abroad? Were their creditors, the foreign bankers, then not stupid?)

2) How was the crisis overcome? Was it the best solution? What else could be done?

Basically, what the Icelanders did was not to bail out the banks. The banks went technically, if not formally, bankrupt, and the Icelandic government refused to save their foreign operations while the domestic bank accounts were guaranteed, and new banks founded on the ruins of the old banks. Nothing else could have been done in my opinion.

3) Which role did politicians play in bringing Iceland to the crisis and in overcoming it?


Icelandic politicians had no role in starting the international financial crisis. Politicians in the US could possibly be blamed for the subprime loans (especially some of Clinton’s ministers) and for tolerating a very soft monetary policy by the Fed, i.e. low interest rates, for so long (by reappointing Alan Greenspan). And European politicians could be blamed for incurring too much debt, especially in the PIGS (Portugal, Ireland, Greece and Spain) countries.

Iceland is in the EEA, European Economic Area, so the politicians could not prohibit the Icelandic banks to expand abroad, so long as they could find customers there, depositors and creditors. Indeed, the banks operated under precisely the same rules as banks in other European countries. Iceland introduced the same legal framework for financial institutions as the other European countries. It could be argued, though, in retrospect, that the financial supervisory board (the responsibility of the Ministry of Trade, in the hands of the Social Democrats during the last years before the crisis) was too lax, too soft on the banks, especially about allowing them to count as many risk-bearers groups that were essentially united.

The crisis was overcome by not bailing out the banks. This was a policy advocated by the governor of the Central Bank, David Oddsson, the former prime minister and leader of the conservative-liberal party, the Independence Party. He can be regarded as the author of this kind of response. But most Icelanders agreed. There was nothing else to do. However, the present very left-wing government has created stagnation, by not allowing hydro-electric and thermal plants to be built, and by attacking the flourishing fishing industry in Iceland, threatening to change the rules under which it operates, fundamentally. As the Wall Street Journal has written, this seems almost suicidal.

4) How did the crisis affect the public in Iceland?

There were essentially two domestic groups adversely affected. First, those who owned shares in the banks, lost them entirely. The value went down to zero. Secondly, since most long-term loans in Iceland, especially mortgages, are indexed, those who had recently taken out a loan or a mortgage, were hit hard by the fall of the krona, and the ensuing inflation. They saw their assets drop, while their obligations increased.

However, the Icelanders took the crisis more seriously than most other European nations, because they are not used to any national catastrophes. They have hardly known a crisis since the Great Depression. In fact, seven other European nations was hit harder than Iceland, in terms of reduction of GDP in 2009. Iceland had a reduction of less than 7%, while Latvia, Lithuania, Estonia, Finland, Slovenia, Romania, and Ireland saw more reductions.

5) How did the crisis affect Iceland’s public finances?

In 2008, essentially there was no public debt. It had been paid by the revenue from privatized companies. But of course the cost of restructuring the Icelandic part of the banks put a great burden on the government. 

6) What do you think about joining the EU and the euro zone? Is it good or bad for Iceland and why?

I do not think Iceland should join the EU, for several reasons: 1) the EU is becoming a super-state, without any democratic mandate, run by faceless, unaccountable bureaucrats; the centralizing forces are changing it from an open market to a closed state; 2) Iceland is despite the crisis a rather affluent country which would lose by joining, just like Switzerland and Norway; 3) Iceland has a very efficient fisheries policy which would be damaged by the Brussels bureaucrats: in Europe, fishing grounds are held in common, in Iceland, there are individual, transferable fishing rights that have proved very efficient; 4) Iceland has the necessary access to the European market by the EEA agreement; 5) Iceland should nurture trade and good relationship with the BRIC countries, Brazil, Russia, India and China, and also with the United States and Canada, and it could not make free-trade agreements with those countries, if it would be a member of the EU.

7) What is the actual condition of Iceland’s economy (after overcoming the crisis)?

The economy grew a little in 2010 to 2011, but now it is stagnant. The present very left-wing government seems not to be interested in economic growth. It does the opposite to what is usually done in a depression: it has raised taxes and cut government investment (to a historical low). All the revenue flows to its constituents, namely the public employees. There is no awareness of the fact that wealth has to be created before it is consumed. The government has done its best to drive all the rich people from Iceland, by various means, such as special taxes.

Davíð Oddsson hálfsjötugur

Hinn 17. janúar 2013 varð Davíð Odddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hálfsjötugur. Ég þyrfti að skrifa heila bók um kynni mín af honum (og vel getur verið, að ég geri það), því að margt hefur sögulegt gerst, frá því að ég hafði fyrst af honum að segja, þegar ég sat í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík veturinn 1968–1969.

Ég kaus hann raunar í hörðu kjöri til inspectors (formanns skólafélagsins) vorið 1969, en flestir aðrir hægri menn í skólanum eyddu þá atkvæði sínu á Þorvald Gylfason, nú hagfræðiprófessor, sem laut í lægra haldi fyrir Davíð. Okkur strákunum í mínum bekk, 3. D, leist frá upphafi flestum betur á Davíð, en hikuðum sumir við að kjósa hann af stjórnmálaástæðum, uns einn úr bekknum, Einar Stefánsson, nú prófessor í augnlækningum, kom einn góðan veðurdag ábúðarmikill inn í skólastofuna norðvestanmegin á fyrstu hæð og sagðist hafa gengið úr skugga um, að Davíð væri hægri maður; hann væri skráður í Heimdall.

Þegar ég hef lýst Davíð Oddssyni, hef ég oft vitnað til Machiavellis, sem kvað stjórnmálaforingja þurfa í senn að vera hugrakkan sem ljón og kænan sem ref. Raunar sagði Hreinn Loftsson, sem var um skeið aðstoðarmaður Davíðs í forsætisráðuneytinu, eitt sinn við mig, að fleyg orð rómverska skáldsins Vergilíusar (Virgils) ættu vel við um stjórnmálaferil Davíðs: „Audentis fortuna juvat“ (Hamingjan styður hugdjarfa menn). Annar fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs, Illugi Gunnarsson, nú alþingismaður, lét líka einu sinni svo um mælt við mig, að í Davíð byggi sérstök blanda af hjartahlýrri tilfinningaveru og útsmognum baráttujaxli, og er sú lýsing ekki fjarri lagi, þótt ég hefði sjálfur bætt við þriðja atriðinu, að hann er einbeittur hugsjónamaður, sem hefur ætíð tekið málstað alþýðu manna, venjulegs vinnandi fólks, gegn þeim, sem hafa viljað fá gæðin fyrirhafnarlaust upp í hendur í krafti mælsku, prófskírteina, ætternis, auðs eða annars slíks.

Tímabilið frá 1991 til 2004, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra, er eitthvert mesta framfaraskeið Íslandssögunnar. Verðbólga hjaðnaði, fjáraustur úr opinberum sjóðum í óhagkvæm fyrirtæki var stöðvaður, skuldir ríkisins greiddar upp, skattar lækkaðir, ríkisfyrirtæki seld, réttindi einstaklinga treyst með stjórnsýslulögum og upplýsingalögum, hagfellt rekstrarumhverfi tryggt í sjávarútvegi, og svo má lengi telja. En um og eftir 2004 urðu tímamót, þegar harðskeyttir peningamenn, sem nýtt höfðu sér nýfengið frelsi til að græða, fylltust oflæti og ætluðu sér um of, og höfðu þeir nánast öll völd hér næstu fjögur ár.

Hermann Jónasson sagði eitt sinn við Jónas Jónsson frá Hriflu: „Þú kannt að skrifa, en ekki að stjórna.“ Á sama hátt mátti segja við hina nýju valdhafa á Íslandi: „Þið kunnið að græða. Ef til vill kunnið þið líka að stjórna fyrirtækjum. En þið kunnið ekki að stjórna heilu landi.“ Þeir voru hæfileikamenn á sínu sviði og ætluðu sér eflaust ekki að setja hér allt á annan endann, en sú varð samt raunin.

Þótt Davíð varaði hvað eftir annað við óhóflegri skuldasöfnun, á meðan hann var bankastjóri, urðu örlög hans hin sömu og Kassöndru forðum, að ekki var hlustað á varnaðarorð hans. Ísland var þess vegna vanbúið, þegar hin alþjóðlega lánsfjárkreppa skall á af fullum þunga haustið 2008, svo að bankarnir hrundu. Ýmis önnur lönd urðu að vísu verr úti en Ísland, en bankahrunið var þjóðinni mikið áfall, og notuðu þá óprúttnir áróðursmenn yst til vinstri tækifærið og hrifsuðu völd. Virtust þeir aðeins hafa þrjú áhugamál, að flæma Davíð Oddsson úr stóli seðlabankastjóra, stórauka ríkisafskipti (sem ekki hefur gerst í grannríkjunum) og setja Íslendinga í skuldafangelsi, meðal annars með vanhugsaðri sölu tveggja banka til erlendra okurkarla og með hinum illræmdu Icesave-samningum, en Davíð átti sem ritstjóri drjúgan þátt í því, að þjóðin felldi þá tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslum.


Vínartónleikar í Hörpu

Ég var svo heppinn, að mér var boðið föstudagskvöldið 11. janúar 2013 á Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpunni. Hljómsveitarstjórinn, Peter Guth, var bersýnilega þrautþjálfaður í að koma fram ekki síður en í að stjórna hljómsveit. Aðallega var flutt tónlist eftir Strauss-feðga. Tónleikarnir heppnuðust mjög vel, og skemmti ég mér hið besta.

Undir tónlistinni varð mér hugsað til hins volduga og víðlenda ríkis Habsborgarættarinnar, Austurríkis, Bæheims, Mæris, Slóvakíu, Slóveníu, Ungverjalands og Króatíu, sem hrundi í fyrri heimsstyrjöld. Vín var höfuðborg ríkisins, en einnig voru Prag og Búdapest stórborgir innan þess. Önnur utanferð mín var einmitt til Vínar á stúdentafund árið 1974, og skoðaði ég þá stóreygur hallir keisaranna af Habsborgarætt, Hofburg og Schönbrunn, háskólann og fleiri stórhýsi. Síðar átti ég eftir að hitta Otto von Habsborg, ríkisarfa landa ættarinnar, sem aldrei varð þó keisari, á fundum Mont Pelerin-samtakanna. Hann var félagi, en ég var í sex ár í stjórn þeirra.

Mér er það líka minnisstætt, þegar ég snæddi kvöldverð með gömlum Vínarbúa, Nóbelsverðlaunahafanum og hagfræðingnum Friedrich A. von Hayek, vorið 1985 á Ritz-gistihúsinu í Lundúnum, að fiðluleikarar komu að borðinu til okkar og spurðu, hvort við vildum ekki láta leika eitthvert lag. Ég hvíslaði að þeim, að þeir skyldu leika Wien, du Stadt meiner Träume (Vín, borg drauma minna) eftir Rudolf Sieczynski, og þegar Hayek heyrði lagið, ljómaði hann og hóf óðar að raula textann með, enda aðeins 86 ára að aldri og í fullu fjöri. Þetta lag var þó ekki flutt á Vínartónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar.



Fordæmi Svía

Dr. Nils Karlson frá Ratio-stofnuninni í Svíþjóð flutti fróðlegt erindi í hádeginu mánudaginn 14. janúar 2013, og má lesa um það hér og hlaða þaðan niður glærum hans.

Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins

Nokkrum sinnum hefur opinberlega verið vikið að „skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“, svo að ómaksins vert er að kanna uppruna og merkingu orðsins. Því miður er Þórbergur Þórðarson, sem kallaði sig iðulega skrímslafræðing hennar hátignar Bretadrottningar, genginn, svo að málið verður ekki borið undir hann.

Þessi skrímsladeild var fyrst nefnd á prenti, svo að ég tæki eftir, haustið 2006. Þá birti dr. Þór Whitehead prófessor ritgerð í Þjóðmálum, þar sem fram kom, að Róbert Trausti Árnason, sem var um skeið ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, hefði eftir fall Berlínarmúrsins farið til Þýskalands í því skyni að rannsaka, hvort þar væru einhver skjöl til um tengsl Svavars Gestssonar við leyniþjónustuna austur-þýsku, Stasi.

Össur Skarphéðinsson skrifaði grein í Fréttablaðið 16. október 2006, þar sem hann spurði, til hvers sú rannsókn hefði verið gerð. „Nærtækast er, að forystumenn íhaldsins hafi fyrirskipað rannsóknina,“ sagði Össur og bætti við: „Menn geta ímyndað sér, hvernig skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins hefði notað slíkar upplýsingar.“

Þór svaraði Össuri hins vegar 18. október og upplýsti, að þeir Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson hefðu mælst til þess við Róbert Trausta, að hann rannsakaði, hvort Svavar hefði verið í tengslum við Stasi. Eftir það þagnaði Össur um skeið.

Næst var þetta hugtak notað opinberlega haustið 2007 í hinum vinsæla skemmtiþætti Næturvaktinni á Stöð tvö, þar sem ég lék sjálfan mig að taka að næturlagi bensín á bíl. Ein aðalsöguhetjan í þáttunum, Georg Bjarnfreðarson, sem Jón Gnarr lék, sagði, þegar hann sá mig, að „skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“ ferðaðist um í myrkri. Var því ljóst, að ég var talinn til skrímsladeildarinnar, en aðrir í henni voru að kunnugra sögn Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Kjartan Gunnarsson.

Enn var hugtakið notað sumarið 2009, þegar stjórnmálaskýrendur héldu því fram, að Bjarni Benediktsson væri með andstöðu sinni við Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar að friða „skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“. Vantaði nú sárlega meistara Þórberg til að skýra málið nánar.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 29. desember 2012.)

Eftirmáli: Nú hefur Bergsteinn Sigurðsson, sagnfræðingur og blaðamaður, bent mér á eldra dæmi. Það er úr DV 20. júlí 2004: „Þegar mikið liggur við, er sett af stað afl innan Sjálfstæðisflokksins, sem gjarnan kallast skrímsladeildin.“ Ég lagðist í smárannsókn eins og minn er vandi og fann enn eldra dæmi úr sama blaði, frá 29. maí 2004. Það er um hjásetu Jónínu Bjartmarz við afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins: „Svokölluð skrímsladeild hefur farið hamförum vegna þingmannsins og sögur um fjármál hennar hafa gengið ljósum logum um borg og bý.“ Einnig mun Sighvatur Björgvinsson hafa notað orðið 1998 og Bryndís Schram 2002. Ekki er því ólíklegt, að Sighvatur sé höfundur orðsins.

Skrímsladeild


Árás Stefáns Ólafssonar svarað

Stefán Ólafsson prófessor gerði (ásamt aðstoðarmanni sínum) harða hríð að mér í næstsíðasta hefti tímaritsins Stjórnmála og stjórnsýslu. Ég svaraði honum í síðasta hefti tímaritsins, og má hlaða svari mínu niður héðan. Útdráttur úr svari mínu hljóðar svo:

Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson telja sig hafa hrakið fjórar kenningar mínar eða tilgátur, sem settar voru fram 2007 með tilvísun til gagna frá 2004, að jöfnuður hefði frekar aukist en minnkað á Íslandi 1995–2004, að tekjuskipting hefði á því tímabili orðið eitthvað ójafnari, en væri samt í lok þess ein hin jafnasta í heimi, að rangt væri, að tekjuskipting hafði þá færst verulega frá því, sem tíðkaðist á Norðurlöndum, og að skattabreytingar 1991–2007 hefðu ekki aukið óréttlæti eða ójöfnuð, þótt dregið hefði úr jöfnunaráhrifum skattlagningarinnar. Hér leiði ég rök að því, að þeir hafi síður en svo hrakið þessar kenningar mínar eða tilgátur. Þeir hafa ekki gætt að því, við hvaða tímabil ég miðaði, og misskilið, hvernig ég notaði hugtök eins og óréttlæti, ójöfnuð og jöfnun. Til dæmis þarf ójöfn tekjuskipting ekki að vera óréttlát, jafnframt því sem sumir telja skattlagningu í jöfnunarskyni óeðlilega. Einnig bendi ég á, að þeir Stefán og Arnaldur Sölvi viðurkenna, að tekjuskipting hér hafi árið 2004 ekki verið ójafnari en annars staðar á Norðurlöndum, sem var ein meginniðurstaða mín. Loks reyni ég að skýra, hvar okkur greini á, en það sé aðallega um það, hvort áhyggjuefnið eigi að vera hinir ríku eða hinir fátæku.

Ekki veit ég, hversu margir hafa áhuga á þessum deilum, en þær eru þó um atriði, sem máli skipta. Ég kvíði ekki dómi þeirra, sem nenna að kynna sér efnisatriðin.


Tvær góðar bækur til að lesa í flugvélum

Ég þurfti vegna alþjóðlegs rannsóknarsamstarfs míns, meðal annars í Bretlandi og Brasilíu, að fara á dögunum í langar flugferðir. Ég keypti á Keflavíkurflugvelli á leiðinni utan bókina Iron Curtain: The Crushing of Eastern Europe (Járntjaldið: Austur-Evrópa troðin í svaðið) eftir bandaríska sagnfræðinginn og blaðamanninn Anne Applebaum. Þetta er fjörlega skrifuð og fróðleg bók um það, hvernig kommúnistar lögðu undir sig löndin í Mið- og Austur-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld. Suma kommúnistana kannaðist ég við, enda koma þeir nokkrir fyrir í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998, til dæmis Ungverjarnir Mihaly Farkas og Matyas Rakosi. Mæli ég hiklaust með þessari bók, og hefur hún hlotið góða dóma, meðal annars í New York Times og Daily Telegraph.

Ég hafði áður lesið hina frábæru bók Applebaums, Gulag, svo að mér kom ekki á óvart, að þetta nýja verk hennar væri gott. En á Heathrow-flugvelli á leiðinni heim keypti ég af rælni skáldsögu eftir höfund, sem ég þekkti ekki til áður, Irène Némirovsky. Heitir hún í enskri þýðingu French suite (Frönsk svíta) og er um örlög ýmissa einstaklinga í Frakklandi eftir hernám Þjóðverja 1940. Mér fannst þetta í fæstum orðum stórkostleg bók, og gat ég ekki lagt hana frá mér í flugvélinni. Némirovsky tekst að vekja áhuga á söguhetjum sínum og lýsa aðstæðum svo vel, að þær verða ljóslifandi fyrir lesandanum. Hún var rússneskur gyðingur, sem hafði flust ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands eftir byltingu bolsévíka. Hún hafði aðeins lokið tveimur af fimm hlutum skáldsögu sinnar, þegar hún var tekin höndum og send til Auschwitz, þar sem ævi hennar lauk í gasklefum nasista í ágúst 1942. Handritið að skáldsögunni fannst miklu síðar, og hefur bókin selst vel og hlotið góða dóma, meðal annars í New York Times og Guardian.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband