30.9.2009 | 18:58
Þjóðstjórn eðlileg
28.9.2009 | 04:12
Andríki um Svartbókina

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:36 | Slóð | Facebook
27.9.2009 | 14:21
Sprengisandur

Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.9.2009 kl. 03:55 | Slóð | Facebook
26.9.2009 | 19:38
Svar Blaðamannafélagsins
Svanborg Sigmarsdóttir, sem situr í stjórn Blaðamannafélagsins, sendi mér eftirfarandi svar við fyrirspurn minni til félagsins:
Kæri Hannes - og aðrir þeir sem hafa túlkað ályktun BÍ með eigin höfði í stað þess að fylgja hinu ritaða orði.
Ég hef orðið þess vör að fjölmargir, líkt og þú, eru að bera út þann boðskap að Blaðamannafélagi Íslands sé svo ógurlega uppsigað við fyrrum stjórnmálamanninn Davíð Oddsson að það þurfi að senda frá sér ályktun um manninn þegar hann sest í ritstjórastól. Þetta sjáist á því að ekki var send út ályktun þegar Þorsteinn Pálsson (eða Össur Skarphéðinsson) varð ritstjóri.
Misskilningur þinn og annarra sem bera fram álíka boðskap, hvort sem hann er óvart eða viljandi (og ég gef mér að þið séuð nú ekki að gagnrýna ályktunina án þess að hafa lesið hana) er sá að halda að við höfum verið að gagnrýna það að fyrrum stjórnmálamaður sé að setjast í ritstjórnarstól Morgublaðsins.
Afskipti Davíðs Oddssonar af stjórnmálum og störf hans sem Seðlabankastjóri tengja hann efnahagshruninu síðasta haust með slíkum hætti að blaðamenn geta ekki við unað, stendur í ályktuninni. Hér er greinilega verið að gagnrýna það að virkur gerandi (og í orðinu gerandi er ekki verið að vísa til sakar) í banka- og efnahagahruninu sem hér varð síðasta haust hafi verið ráðinn sem ritstjóri eins stærsta dagblaðs Íslands; það er ekki verið að gagnrýna það að fyrrum stjórnmálamaður verði ritstjóri. BÍ hefði einnig ályktað ef einhver annar sem var gerandi í efnahagshruninu yrði ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins.
Nú þegar við höfum það á hreinu er ég vonandi búin að svara spurningunni þinni; hví BÍ ályktaði ekki þegar Þorsteinn Pálsson var ráðinn á Fréttablaðið. Vonandi snýrðu þér að einhverju öðru núna í staðinn fyrir að hafa áhyggjur af heilindum BÍ. Ekki nema þú kjósir að hafa skuli það er betur hljómar.
Svanborg Sigmarsdóttir staðfestir það í þessu svari, sem blasir raunar við: Blaðamannafélagið fer í manngreinarálit. Það er á móti Davíð Oddssyni, af því að hann er Davíð Oddsson, en ekki Þorsteinn Pálsson. (Þorsteinn gerði margt umdeilt í ráðherratíð sinni.) Ef til vill kemur þetta ekki á óvart, þegar haft er í huga, að margir félagar í Blaðamannafélaginu eiga að baki ljóta sögu í aðdraganda hrunsins, þegar þeir störfuðu á Baugsmiðlum og tóku þátt í aðförinni að Davíð, sem varaði nánast einn manna við glannaskap Baugsmanna og ævintýramennsku. Ef einhverjir settu Ísland á hliðina, þá voru það mennirnir í einkaþotunum og lystisnekkjunum, eigendur Baugsmiðlanna, sem skulduðu þúsund milljarða í íslensku bönkunum, þegar upp var staðið! Síðan afskrifa þeir stóran hluta skulda sinna og halda áfram að reka þessa fjölmiðla eins og ekkert hafi í skorist. Ætti Blaðamannafélagið ekki að hafa meiri áhyggjur af því?
26.9.2009 | 01:14
Lögbrot
Menn geta sagt upp áskrift að Morgunblaðinu, og eflaust hafa sumir gert það síðustu daga, þótt fleiri hafi raunar gerst áskrifendur að blaðinu samkvæmt mínum heimildum. En við getum ekki sagt upp áskrift að Ríkisútvarpinu. Og á því hvílir skylda lögum samkvæmt ólíkt öðrum fjölmiðlum um að gæta óhlutdrægni. Davíð Oddsson benti á það í afar fróðlegu viðtali á Skjá einum í kvöld, að Ríkisútvarpið hefði ekki gætt þessarar lagaskyldu sinnar. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins svaraði skætingi einum, þegar hann var spurður um þetta. En hann verður eins og aðrir opinberir starfsmenn að starfa innan ramma laganna. Vill hann vísvitandi brjóta lög? Verið getur, að einhverjir bankamenn hafi brotið lög í aðdraganda hrunsins og eðlilegt að rannsaka það. En þarf ekki líka að rannsaka, hvort fréttastjóri Ríkisútvarpsins hafi brotið lög? Sumum og ekki aðeins Davíð Oddssyni finnst blasa við, að hann hafi gert það. Hann á ekki að vera ofar lögum fremur en nokkur annar maður.
Þeir, sem vilja dæmi um þessa hlutdrægni, geta séð mörg þeirra tínd til á heimasíðu Andríkis.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:21 | Slóð | Facebook
25.9.2009 | 11:59
Stóryrði
Ég sé, að Jóhannes í Bónus er stóryrtur í DV um Davíð Oddsson. Hann lætur að því liggja, að Davíð gangi ekki heill til skógar. Hið sama gerðu Baugsmiðlarnir í fjölmiðlafrumvarpsmálinu og eftir það með dyggri aðstoð Baugspennanna Hallgríms Helgasonar og Þorvaldar Gylfasonar. En þessi sami Jóhannes í Bónus hefur síðustu vikur verið að senda mér undarlegan samsetning eftir sig í bundnu máli, að vísu ekki mjög haglega ortan. Mér fannst, að hann ætti heldur að snúa sér til Kvæðamannafélagsins Iðunnar um yrkingar sínar og sleppa því sjálfs sín vegna að tala við DV, því að mönnunum á því blaði gengur ekki gott eitt til.
Ein spurning: Hvers vegna ályktaði Blaðamannafélagið ekki, þegar Þorsteinn Pálsson var ráðinn á Fréttablaðið?
17.9.2009 | 09:32
Umsagnir um Svartbókina
12.9.2009 | 20:29
Hvað er í Svartbók kommúnismans?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook
12.9.2009 | 17:36
Ummæli Arnórs Hannibalssonar

Dr. Arnór Hannibalsson, prófessor í heimspeki, sem dvalið hefur langdvölum í Rússlandi, Kína og Póllandi, skrifar á heimasíðu bróður síns, Jóns Baldvins, vegna hugleiðinga hans um Svartbók kommúnismans:
Kæri bróðir,
Ég held að þú hafir skriplað á Karls-Marx-skötunni.
Það er ólíku saman að jafna: kristinni kirkju við kommúnistahreyfinguna.
Kristur boðaði fagnaðarerindi: að við skyldum öll elska hvert annað. Hann fann upp aðferð til að hreinsa út úr sálinni alla sektarkennd og hvernig öðlast mætti andlegan styrk til að lifa í friði við alla menn.
Karl Marx boðaði hatur: kenning hans snerist um stéttabaráttu, sem skyldi enda með blóðbaði (byltingu), og að það væri svo upphaf nýs þjóðfélags. Þegar ég var í Kína sá ég pésa, útgefinn af áróðursdeild Flokksins undir titlinum: uppeldi til haturs. Allir kommúnistar hata óvininn og sæta færis að koma honum fyrir kattarnef. Það var markmið flokksins að eyða (líkvídera) heilum stéttum manna: þeim sem höfðu bréf upp á að eiga rétt til eigna og bændum. Það átti að drepa fólk einungis fyrir hvað það var, ekki fyrir það sem það gerði.
Það að nokkrir öfgafullir prelátar á miðöldum gripu til óyndisúrræða og hygðust útvega mönnum sáluhjálp með því að beita þá harðræði, gekk vissulega þvert gegn kristilegum boðskap. Rannsóknarrétturinn er einungis eitt hörmulegt frávik frá hinni kristnu hugsjón og fagnaðarerindir heldur áfram að fanga hugi fólks. Ekki færri en einn milljarður og eitt hundrað milljónir manna teljast til kristinna kirkna. Rannsóknarétturinn er samt ekki sambærilegur við gúlagið. Gúlagið var skipulagt þrælahald milljóna manna, og haldið uppi til að þeir skiluðu arði inn í hið sovézka samfélag áður en þeir gáfu upp andann úr hungri og vosbúð.
Karl Marx hugðist afnema einkaeignarrétt og þjóðnýta öll framleiðslutæki. Þar með verður ríkið að allsherjar stjórnanda og atvinnuveitanda. Og hver á að stjórna ríkinu? Það getur ekki verið neinn annar en Flokkurinn. Og hver á að stjórna Flokknum? Flokkurinn getur ekki látið það eftir sér að menn sitji lon og don á rökstólum. Flokkurinn verður að hafa einn vilja, vilja leiðtogans, Foringjans. (Fuehrer befiel, wir horchen!). Ég vona að þú hafir Das Kapital innan seilingar. Ég mæli með að þú lesir enn einu sinni 24. kapítula. Lenín var rökrétt framhald af Marx, og Stalín af Lenín.
Þegar Bernstein efndi til sósíaldemókratískrar hugmyndafræði, gerði hann það með því að gera ráð fyrir einkaeignarrétti, fjölflokkakerfi og lýðræði. Þar með sagði hann skilið við Marx. (Að vísu var ekki frá þessu gengið endanlega fyrr en á þingi flokksins (þ.e. SPD) í Bad Godesberg 1958 undir forystu Willy Brandt). Sósíaldemókratisminn er í eðli sínu and-marxískur.
Karli Marx stóð nákvæmlega á sama um alla verkamenn. Próletaríatið var í hans höndum heimspekileg kategóría, sem samt sem áður átti að gera byltinguna. Svo, þegar Trotskí hirti völdin í Rússlandi upp af brústeinum SanktiPétursborgar, fór allt eftir bókinni: Miðstýrður áætlunarbúskapur og sovétkerfið. Lenín og Trotskí hefðu ekki orðið neitt lýðræðissinnaðri ef Rússland hefði verið lýðræðisríki. Keisaraveldið var ekki reist á ofbeldi. Það má segja að það hafi verið hefðarveldi, reist á skipulagi aðals og bænda. Alla 19. öld og fram til loka voru færri teknir af lífi í Rússlandi en á fyrstu vikunum, sem Lenín og Trotskí voru við völd. Valdarán Leníns og Trotskís í nóvember 1917 má ef til vill kalla slys, en þó hefði það ekki getað staðizt (þrátt fyrir grimmúðug fjöldamorð á andstæðingum) ef ekki hefði komið til stuðningur bænda (sem Lenín lofaði landi, og var það að undirlagi Axelrods sem hann, treglega, samþykkti það) og hersins (sem var bændasynir). Hvítliðar fengust aldrei til að segja skýrt hvers konar Rússland þeir vildu (Россия единая, неделимая: Rússland eitt og óskipt, kjörorð keisarans). Bændur skildu það þannig, að ætlunin væri að endurreisa aðalinn og allar eignir hans.
En það er ekki slys, hvernig þeir Lenín og Trotskí skildu Karl Marx.
Ólíku er saman að jafna, þessu rökfasta framlagi Arnórs á heimasíðu Jóns Baldvins og annars heimspekings á sama stað, Eyjólfs Kjalars Emilssonar, sem fer með skæting um þýðanda Svartbókarinnar í stað þess að ræða málið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook
9.9.2009 | 21:37
Fleiri kostir en evra
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook