Rannsóknarskýrsla fyrir 2011

Háskóli Íslands krefst þess af okkur prófessorum, að við skilum rannsóknarskýrslu um hvert liðið ár. Ég hef tekið saman skýrslu mína fyrir árið 2011.

 

Bækur

Íslenskir kommúnistar 1918–1998. Almenna bókafélagið, Reykjavík. 624 bls.

 

Ritgerðir í tímaritum

Þegar Orwell skaut fílinn. Þjóðmál 7 (1). Vor 2011. 49–52.

Raddir vorsins fagna. Þjóðmál 7 (2). Sumar 2011. 69–80.

 

Greinar í tímaritum

Hagfræði rányrkju: Hvalir. Vísbending 29 (9). 3. mars 2011. 3–4.

Samnýtingarbölið: Fílar. Vísbending 29 (15). 18. apríl 2011. 

Viðskipti eða veiðibann. Nashyrningar. Vísbending 29 (23). 20. júní 2011.

 

Erindi á ráðstefnum

Evrópusambandið og hvalveiðar Íslendinga. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík 8. apríl 2011.

Þokkafull risadýr. Friðun eða verndun? Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík 25. mars 2011.

Söguskoðanir og sögufalsanir. Sagnfræðingafélag Íslands 8. nóvember 2011.

 

Erindi á fundum

Eftirmál þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Samband ungra sjálfstæðismanna, Reykjavík 14. apríl 2011.

Íslenskir kommúnistar. Samtök eldri sjálfstæðismanna, Reykjavík 29. nóvember 2011.

 

Ritdómar

Jonathan Miles. The Nine Lives of Otto Katz. Þjóðmál 7 (2). Sumar 2011. 91–93.

Þorleifur Hauksson. Úr þagnarhyl. Þjóðmál 7 (4). Vetur 2011. 88–91.

 

Skipulagning alþjóðlegrar ráðstefnu

Einstaklingshyggja 21. aldar. Dr. Tom Palmer. Almenna bókafélagið og RSE (Rannsóknarstofnun í samfélags- og efnahagsmálum), Reykjavík 28. nóvember 2011.

 

Fræðsluefni fyrir almenning: Þjóðlegur fróðleikur

Skáld á sjúkrahúsi. Morgunblaðið 8. janúar 2011.

Sósíalismi andskotans. Morgunblaðið 22. janúar 2011. 

Umdeildasti Íslendingurinn. Morgunblaðið 29. janúar 2011.

Óumdeildasti Íslendingurinn. Morgunblaðið 5. febrúar 2011.

Þingmaðurinn Ólafur Thors. Morgunblaðið 12. febrúar 2011.

Hann heilsaði Jónasi. Morgunblaðið 19. febrúar 2011.

Útfarir á Þingvöllum. Morgunblaðið 26. febrúar 2011.

Í nýju ljósi. Morgunblaðið 5. mars 2011.

Talan sjö. Morgunblaðið 12. mars 2011.

Veikara kynið. Morgunblaðið 19. mars 2011.

Ólafur afturgenginn. Morgunblaðið 26. mars 2011.

Það lagast með aldrinum. Morgunblaðið 2. apríl 2011.

Þriðji heimurinn. Morgunblaðið 9. apríl 2011.

Þokulúður Morgunblaðsins. Morgunblaðið 23. apríl 2011.

Misjafnir dómar. Morgunblaðið 30. apríl 2011.

Nordal og nemendur hans. Morgunblaðið 7. maí 2011.

Hvað getur þú gert fyrir landið? Morgunblaðið 14. maí 2011.

Finnagaldur að fornu og nýju. Morgunblaðið 21. maí 2011.

Rússneskja eða „finnlandisering“Morgunblaðið 28. maí 2011.

Drjúgir með sig. Morgunblaðið 4. júní 2011.

Lauslegar þýðingar. Morgunblaðið 11. júní 2011.

Með Dodda kúlu á Hótel Borg. Morgunblaðið 25. júní 2011.

Snordal. Morgunblaðið 2. júlí 2011.

Rúblan og krónan. Morgunblaðið 9. júlí 2011.

Tilsvör Churchills og Ólafs. Morgunblaðið 16. júlí 2011.

Báðum skjátlast. Morgunblaðið 23. júlí 2011.

Stalín var hér. Morgunblaðið 30. júlí 2011.

Dómar um Þórberg. Morgunblaðið 6. ágúst 2011.

Dularföll mannshvörf. Morgunblaðið 13. ágúst 2011.

Hvers vegna var kóngurinn settur af? Morgunblaðið 20. ágúst 2011.

Hver var Vladímírov? Morgunblaðið 27. ágúst 2011.

Hengdur fyrir að kaupa fisk af Íslendingum. Morgunblaðið 10. september 2011.

24. febrúar 1956. Morgunblaðið 17. september 2011.

Pyndingar í Búdapest. Morgunblaðið 24. september 2011.

Morgunblaðslygin. Morgunblaðið 1. október 2011.

Steinn í Hressingarskálanum. Morgunblaðið 8. október 2011.

Kirkja fyrirfinnst engin. Morgunblaðið 15. október 2011.

„Varð þó að koma yfir hann.“ Morgunblaðið 22. október 2011.

Glúrnar gamlar konur.  Morgunblaðið 29. október 2011.

Maðurinn með geitarostinn.  Morgunblaðið 5. nóvember 2011.

Sorglega sannspáir.  Morgunblaðið 12. nóvember 2011.

Kollubaninn.  Morgunblaðið 19. nóvember 2011.

Gæsabanarnir.  Morgunblaðið 26. nóvember 2011.

Seinheppni og kokhreysti. Morgunblaðið 3. desember 2011.

Seinheppni og óskhyggja. Morgunblaðið 10. desember 2011.

Seinheppni og skeikulleiki. Morgunblaðið 17. desember 2011.

Fullkomnunarkenningin og líkþornið. Morgunblaðið 24. desember 2011.

Falslaus kaup.  Morgunblaðið 31. desember 2011.

 

Greinar í erlendum blöðum

Derfor sagde Islændingerne Nej. Børsen 14. apríl 2011.

Iceland Says No. Wall Street Journal (Europe) 11. apríl 2011.

 

Greinar í íslenskum blöðum

Berlínarmúrinn. Fréttatíminn 12. ágúst 2011.

Minningardagur fórnarlambanna. Fréttablaðið 20. ágúst 2011.

Ísland, Eystrasaltslöndin og heimskommúnisminn. Morgunblaðið 27. ágúst 2011.

Eiríkur Guðnason: Minningarorð. Morgunblaðið 9. nóvember 2011.

Matthías Á. Mathiesen: Minningarorð. Morgunblaðið 17. nóvember 2011.

„varð ekki birt.“ Fréttablaðið 22. nóvember 2011.

Athugasemd til Þorsteins frá Hamri. Fréttablaðið 24. nóvember 2011.

Erindrekar erlends valds. Svar við athugasemdum Kjartans Ólafssonar. Morgunblaðið 18. desember 2011.

 

Alþjóðlegt rannsóknarsamstarf

Umsjón með rannsóknarverkefninu „Umhverfisvernd, eignaréttindi og auðlindanýting“ í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Instituto Milenio, Rio de Janeiro, og Cato Institute, Brazilian Branch.

Afrakstur þessa samstarfs eru m. a. greinarnar þrjár 2011 í Vísbendingu og ritgerðirnar tvær 2011 í Þjóðmálum og erindin 2011 um þokkafull risadýr og Evrópusambandið og hvalveiðar.


Jóhannes Halldórsson: Minningarorð

Þótt einn höfundur sé oft skráður á bók verða vandaðar bækur jafnan til í samstarfi við glöggskyggna yfirlesara. Eiga þeir mikilvægan þátt í góðum verkum með því að forða hinum skráða höfundi frá villum, jafnframt því sem þeir bæta iðulega stílinn og auka við fróðleik. Jóhannes Halldórsson cand. mag., sem lést 13. janúar 2012, var einn besti yfirlesari, sem ég hef haft. Hann kunni allar reglur um íslenskt málfar út í ystu æsar. En hann var líka afar fundvís á villur, jafnframt því sem hann var sjófróður. Þegar ég tók við textum mínum frá Jóhannesi varð mér oft hugsað til eigin skeikulleika. Hann hafði komið auga á villur, sem farið höfðu fram hjá mér, en öskruðu beinlínis á mig, þegar bent hafði verið á þær. Var mér þó ætíð metnaðarmál að Jóhannes fyndi sem fæst lýti á skrifum mínum. En allt kom fyrir ekki.

Jóhannes Halldórsson var af sama skóla í íslensku, hygg ég, og tveir aðrir yfirlesarar mínir, þeir Jón S. Guðmundsson menntaskólakennari og Eiríkur Hreinn Finnbogason útgáfustjóri. Þeir höfðu allir stundað háskólanám hjá Sigurði Nordal, ritskýranda og skáldi, og Birni Guðfinnssyni málfræðingi og voru hugsjónamenn um fagurt tungutak og þó nákvæmt og skýrt. Þessi skóli var stoltur af íslenskri menningu í ógleymanlegri túlkun Nordals og stundaði af kostgæfni málhreinsun að hætti Björns. Var mér ómetanlegt að þessir öðlingar þrír lásu allir yfir þriggja binda verk mitt um Halldór Kiljan Laxness og tilvitnanasafn það, sem ég gaf loks út 2010 eftir margra ára yfirlegu.

Jóhannes Halldórsson og aðrir af hans skóla þreyttust ekki á að færa ensku- og dönskuskotið mál í textum til eðlilegra horfs. Þeir brýndu fyrir okkur að Íslendingar nota sagnir og beygingar til að tákna hreyfingu, afstöðu og viðburði, en Bretar nafnorð og forsetningar. Textinn á að vera tilgerðarlaus, en laus við lágkúru og ruglandi. Stíllinn er bestur þróttmikill, hraður, einfaldur, bragðmikill og blæbrigðaríkur.

Þeir Jóhannes minntu okkur á að „maður“ væri ekki óákveðið fornafn og að „svo“ væri ekki tíðaratviksorð. Sögnin „að ske“ væri hrein danska og ekki rithæf í íslensku og sögnin „að gefa til kynna“ dönskusletta. Þeir vöruðu við tuggum, til dæmis ofnotkun orða eins og „byggja“, „þróun“ og „grundvöllur“, og götumáli, enda hafa menn höfuð og fætur, en dýr haus og lappir. Orðin „góðvild“ og „farsæld“ væru íslenskulegri en „velvild“ og „velferð“. Þeir kenndu okkur að hugsa um orðin. Við erum sammála einhverjum manni, en tökum undir skoðun hans, enda er henni ekki gefið málið eins og mönnunum. Við mörkum eða tökum stefnu. Hins vegar mótum við hluti úr efnum eins og leir eða gulli.

Jóhannes Halldórsson var meðalmaður á hæð, grannvaxinn, lotinn í herðum, með arnarnef og skarpa andlitsdrætti, en um varir hans lék jafnan góðlátlegt bros. Hann var hæverskur maður og dagfarsprúður. En þótt hann sé horfinn úr röðum okkar eigum við, sem lært höfum af honum, að halda eftir megni uppi merki hins íslenska skóla, hreinsa mál okkar og vanda, rækta það og þroska.

(Þessi minningarorð birtust í Morgunblaðinu 20. janúar 2012.)


Már, Davíð, Seðlabankinn og álitsgjafarnir

Með ólíkindum er, að Már Guðmundsson seðlabankastjóri skuli hafa stefnt Seðlabankanum fyrir dóm, af því að hann telji launakjör sín verri en samið hafi verið um. Þetta er sami maðurinn og sagði drýgindalega fyrir nokkru, að hann myndi að sjálfsögðu afsala sér launahækkun, fengi hann hana.

Vel getur verið, að launakjör Más séu verri en hann samdi um á sínum tíma við Jóhönnu Sigurðardóttur, svo að hann eigi „rétt á“ hærri launum. En sumir læra í lífinu, að þeir eiga ekki að ganga eins langt og frekasti réttur þeirra leyfir, heldur halda sér til hófs.

Þegar Davíð Oddsson lét af stöðu borgarstjóra sumarið 1991, átti hann samkvæmt reglum rétt á sex mánaða biðlaunum, jafnvel þótt hann færi í stöðu forsætisráðherra. Hann tók sér ekki þessi biðlaun. Þetta var verulegt fé.

Kona Davíðs, Ástríður Thorarensen, ferðaðist stundum með honum til útlanda, á meðan hann var ráðherra. Hún átti rétt á fullum dagpeningum sem maki ráðherra. Hún tók sér ekki þessa dagpeninga. Þetta var verulegt fé.

Menn geta ímyndað sér, hvernig Ríkisútvarpið og DV hefðu látið, hefði það verið Davíð Oddsson, en ekki Már Guðmundsson, sem hefði sem seðlabankastjóri stefnt Seðlabankanum vegna óánægju um launakjör sín! Og hvernig álitsgjafar eins og Illugi Jökulsson og Mörður Árnason, sem nú steinþegja, hefðu vart náð andanum fyrir hneykslun. Og hvernig þessi frekja og græðgi hefði verið rædd fram og aftur í Silfri Egils og eitt sýnst hverjum.

Og hvar er nú siðfræðistofnun Háskóla Íslands, sem kenndi sérstaklega frekju og græðgi um fall bankanna? Hvers vegna þegir hún um framferði Más?


Söngvarar þjóðvísunnar

Á haftaárunum skömmtuðu örfáir menn allan innflutning til landsins. Höfðu þeir skrifstofu á Skólavörðustíg 14. Ólafur Björnsson prófessor kallaði þá í háði „söngsveitina á Skólavörðustíg“. Skýringin á þeirri nafngift var, að kasakkatrúðurinn Dzhambúl hafði í lofkvæði um Stalín (sem Halldór Kiljan Laxness sneri hrifinn á íslensku) kallað hann „söngvara þjóðvísunnar“, af því að hann skynjaði þarfir almennings best.

Hinir íslensku söngvarar þjóðvísunnar vissu líka betur en þjóðin sjálf, hvað henni væri fyrir bestu, þótt ekki væru þeir eins harðir í horn að taka og Stalín. Árið 1936 var Skúli Guðmundsson, húnvetnskur bóndi og alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn, í forsvari fyrir skömmtuninni. Til hans sneri sér kaupmaður einn og bað um leyfi til að flytja inn regnhlífar. Skúli synjaði beiðninni svofelldum orðum: „Ekki brúkuðu forfeður vorir regnhlífar.“

Um þær mundir kom á fund Skúla Hjörtur Jónsson, kaupmaður í Ólympíu. Hann átti von á erfingja og óskaði leyfis til að flytja inn barnavagn. Svarið var: „Veistu nokkuð, Hjörtur? Ég var bara lagður í varpann. Næsti!“

Skúli taldi margt fleira óþarfa. Anna Friðriksson, eiginkona Ólafs Friðrikssonar ritstjóra, rak hljóðfæraverslun í Reykjavík. Þegar hún sótti um að fá að flytja inn hljóðfæri, sagði Skúli: „Haldið þér ekki, frú Friðriksson, að yður væri betra að hugsa meira um eilífðarmálin en þá hina veraldlegu hlutina?“

Sjálfstæðismenn, sem fylgdu í orði kveðnu frjálsum viðskiptum, tóku einnig að sér að syngja þjóðvísuna. Þegar séra Sigurjón Jónsson í Kirkjubæ í Hróarstungu leitaði til dr. Magnúsar Jónssonar guðfræðiprófessors, sem sat fyrir Sjálfstæðisflokkinn í svokölluðu Fjárhagsráði, um leyfi fyrir jeppa, svaraði Magnús: „Páll postuli kristnaði allt Rómaveldi og átti engan jeppa. Og þú færð engan jeppa hjá okkur.“

Hugarfarið að baki skömmtuninni birtist vel í tveimur fleygum setningum. Sigurður Runólfsson, sem starfaði í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, sagði um dönsku blöðin, sem voru vinsæl á árum áður: „Það er ómögulegt að vera alltaf að panta þetta. Það fer undireins.“

Og viðkvæði kaupfélagsmanna á Eskifirði á öðrum fjórðungi tuttugustu aldar var: „Það, sem ekki fæst í kaupfélaginu, vantar ykkur ekki.“

(Þessi fróðleiksmoli birtist í Morgunblaðinu 14. janúar 2012 og er sóttur í ýmsa staði í bók mína, Kjarna málsins. Fleyg orð á íslensku.)

Kvikmyndin um Margréti Thatcher

Fréttablaðið birti 14. janúar nokkur af svörum mínum við spurningum blaðsins um, hvað mér hefði þótt um kvikmyndina Járnfrúna, sem nú er sýnd í Reykjavík. Hér eru svör mín í heild sinni:

hhg_thatcher.jpgMér fannst myndin vel gerð og skemmtileg. Meryl Streep vinnur mikinn leiksigur í henni. Hún er mjög sannfærandi sem Thatcher. Ég hitti Thatcher fjórum sinnum, tvisvar í móttökum og tvisvar í kvöldverðum, og í öðrum kvöldverðinum hafði ég tækifæri til að skiptast á skoðunum við hana, en ekki aðeins fáeinum kurteisisorðum. Mér er enn minnisstætt margt, sem hún hafði þar að segja. Streep náði Thatcher mjög vel. Þetta var sú kona, sem ég hitti.

Margir hafa gagnrýnt, að Thatcher er sýnd eins og hún sé haldin elliglöpum. Það er skiljanleg gagnrýni. En ég bendi á, að það er gert tvírætt, hvort hún sé í raun og veru haldin elliglöpum eða hvort hún sé að leika á umhverfi sitt. Og hugsanlega hafa handritshöfundarnir ekki haft önnur ráð til að gera hana mannlegri, færa hana nær fólki, en þetta.

Myndin er sjálf þaulhugsuð og þaulunnin. Sum atriði voru mjög eftirminnileg, til dæmis stríðið við fasistastjórnina í Argentínu út af Falklandseyjum og átökin við ýmsa marxista, sem beittu námumönnum fyrir sig. Ég stundaði nám í Oxford, þegar átökin við hina svokölluðu forystumenn námumanna stóðu, og margt rifjaðist þá upp fyrir mér.

Myndin er hins vegar ekki mjög pólitísk. Hún sýnir Thatcher sem afar mannlega konu. Raunar mátti sjá af myndinni, að leikstjórinn var kona, því að sjónarhorn konu var stundum notað, til dæmis þegar Thatcher kemur nýkjörin þingmaður í Westminster-höllina, þinghöll Breta.

Eitt skemmtilegasta atriðið var, þegar Thatcher sleppti sér á ríkisstjórnarfundi og spurði, hvort menn vildu vera Bretar eða Frakkar. Ef þeir vildu vera Frakkar, þá skyldu þeir greiða 85% skatt og setja upp alpahúfur.

Raunar er fróðlegt, að andstaða Thatchers við sameiginlega evrópumynt varð henni að falli, og menn sjá núna skýrar en áður, að hún hafði þar lög að mæla.


Hvað hefur breyst frá því í janúar 2009?

Tímaritið Grapevine, sem kemur út á ensku í Reykjavík, bað mig að svara eftirfarandi spurningu:

What, if anything, has changed since January 2009, when we published your thoughts on 'What we had // What we can expect'? And what can we expect?

Hér eru svör mín:

Iceland has slowly been recovering from the fall of the Icelandic banks in the autumn of 2008. What has changed is that we now see more clearly that the fall of the banks was a result of external factors working on a vulnerable domestic situation. The difference is that the mistakes or miscalculations of the Icelandic banks have been brought to light whereas the shocking recklessness of many foreign banks, and other financial institutions, is being systematically hidden or obscured by massive public subsidies, by central banks in their countries simply pumping money into them. The unwillingness of the international community to help Iceland in its hour of desperate need may therefore have been a blessing in disguise. As a result, the banks fell, so we are not overburdened by public debt, like Greece and Ireland, and possibly some other European countries. Instead of subsidizing and continuing our mistakes, we corrected them, at least to some extent.

We also see much more clearly now that the history of Iceland since 1991 can be divided into three periods, first of stability, then of drift and lastly of vengeance. The David Oddsson governments of 1991–2004 promoted fiscal and monetary stability, paying the public debt, liberalizing the economy, privatizing badly run companies, strengthening the pension funds, and creating a feasible way of utilizing our fish stocks. The Geir Haarde governments of 2006–2009 just drifted, without sail or anchor. The ministers in the Johanna Sigurdardottir governments since 2009 seem to be bent on just one issue, vengeance against their old political enemies who won most of the battles of the past and all of the arguments. This was shown by their 2009 assault on the independence of the Central Bank, just in order to get rid of David Oddsson, then governor, and the only person of authority who had issued warnings against the vulnerability of the banks in a possible crisis. This was also shown by their extraordinary attempt to impeach Geir H. Haarde, who, inept and weak as he may have been, is as far from being a criminal as any person can be; and who incidentally included in his government since 2007 Johanna Sigurdardottir who was responsible for some of the worst mistakes that government made in finance (such as underfunded government mortgage loans which contributed to the Icelandic credit bubble).

In their thirst for vengeance, the present government ministers have gravely neglected Icelandic interests, as could be clearly seen from their soft position in the Icesave-dispute with the British and the Dutch governments. Those two governments had taken it upon themselves to pay out deposits in the Icelandic branches of the Icelandic Landsbanki, with full interest. The deposits were insured under EEA regulations by the Icelandic Insurance Fund for depositors and investors, an independent agency. When it became apparent that the Fund was not able to cover the outlays of the British and the Dutch governments, they demanded that the Icelandic government paid them what they had themselves voluntarily contributed, on their own initiative, to the balance sheet in the trade between two private groups, the depositors on the one hand and the failed Icelandic bank on the other hand. At the same time, the British government refused to acknowledge, let alone compensate, for the enormous damage it did when it brought down two Icelandic banks in England and for some time put the Icelandic Central Bank and the Icelandic Ministry of Finance on a list of terrorist organizations, alongside the Al Qaida and the Afghan Talibans, briefly stopping in the process almost all communication from Iceland, transfers and trade with the external world.

It was the Icelandic population, led by President Olafur Ragnar Grimsson and former Prime Minister David Oddsson, who said it loud and clear in two national referenda: We are not going to pay for the recklessness of either Icelandic bankers or of wealthy foreigners in pursuit of high interest rates. We bear no responsibility for these privately created obligations. We should not be worried, either, about international institutions trying to rally to the British and Dutch cause. Every day, the French or the Germans or the Italians break some EU regulation and are being reprimanded for it, without any consequences. Moreover, the Icesave-dispute will probably eventually disappear, as it seems that the failed Landsbanki has enough assets to cover liabilities such as deposits. It is also interesting that probably the assets of the three failed main Icelandic banks will be able to cover about 50% of their total liabilities, which is a much higher ratio than you see with failed banks in North America and Western Europe. This suggests that there is something more to the story than that the Icelandic bankers were only knaves and fools. (Probably they were no worse and no better than bankers elsewhere.)

Iceland’s recovery has been slow, and it has taken place despite the present left-wing government, not because of it. The government has tried to dismantle two very efficient systems which were put in place in the 1990s: the tax regime, with relatively low, easily collectible and efficient taxes, and the system of managing the fisheries with individual transferable quotas. There is little awareness within the present government that wealth has to be created, not only redistributed. Iceland, with its good location, accessibility, skilled population and ample natural resources, still has many opportunities to become one of the most affluent countries in the world. Alas, at the moment it is ruled by petty, vengeful characters who put obstacles in the nation’s way instead of removing them.

Gróa á Leiti

Gróa á Leiti er ein frægasta söguhetja Jóns Thoroddsens, skálds og sýslumanns. „Aldrei trúði hún meir en einum í senn fyrir trúnaðarmálum, og svo var hún orðvör, að aldrei greindi hún sögumann. Var það jafnan orðtæki hennar, er hún sagði frá einhverju: „Ólyginn sagði mér, en hafðu mig samt ekki fyrir því, blessuð.“ Ávallt vissi hún að haga svo orðum sínum, við hvern sem hún talaði, að hverjum fyrir sig virtist sem Gróa ætti engan betri vin hér á jörðu en sig og að hún væri engum trú nema sér einum.“

Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra var sonarsonur Jóns. Þegar hann var eitt sinn spurður í sjónvarpi um nýútkomna bók Hreins Loftssonar, þá blaðamanns, vildi hann engu svara um bókina, en minnti hógværlega á, að föðurafi sinn hefði nú búið til Gróu á Leiti. Þegar roskin kona úti í bæ heyrði þetta, sló hún sér á læri og sagði við stallsystur sína: „Ekki vissi ég, að hún Gróa á Leiti væri föðursystir Gunnars Thoroddsens.“

Gróa á Leiti hefur líka látið um sig kveða. Sigurbjörn Jóhannsson frá Fótaskinni, sem fluttist til Bandaríkjanna, faðir skáldkonunnar Jakobínu Johnson, orti:

Vondra róg ei varast má,

varúð þó menn beiti.

Mörg er Gróa málug á

mannorðsþjófa Leiti.

Þórarinn Eldjárn skáld skírskotar í vísu til þess, að Ríkisútvarpið er til húsa á Efstaleiti, en sumir starfsmenn þess láta sér ekki nægja að kynna þaðan hugðarefni sín:

Þegar hún Gróa á Efstaleiti lýgur

er ljósvakinn varla nægur

og orðrómurinn um allar jarðir flýgur,

svo óhlutdrægur.

(Þessi fróðleiksmoli birtist í Morgunblaðinu 7. desember og er sóttur í ýmsa staði í bók mína, Kjarna málsins. Fleyg orð á íslensku, sem kom út 2010, fæst enn í bókabúðum og er tilvalin tækifærisgjöf.)

Bókin um Vilborgu Dagbjartsdóttur

Fjórða hefti sjöunda árgangs Þjóðmála á þessu ári kom út nýlega. Þar birti ég á bls. 88–91 ritdóm um bók Þorleifs Haukssonar, Úr þagnarhyl, um Vilborgu Dagbjartsdóttur, skáld, baráttukonu og kennara, sem Mál og menning gaf út fyrir jólin.

Ég bendi í ritdómnum á það, að ævisaga Vilborgar kom út hjá bókafélaginu Sölku fyrir ellefu árum, Mynd af konu, og skráði hana Kristín Marja Baldursdóttir. Rek ég, hversu náskyldar bækurnar eru að efni og jafnvel orðalagi.

Síðari bókin um Vilborgu er prýðileg eins og hin fyrri, enda er Vilborg gott skáld, ötul baráttukona og vinsæll kennari. En ég hélt, að Ríkisútvarpið væri frekar vettvangur fyrir endurtekið efni en bókamarkaðurinn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband