Már, Davíđ, Seđlabankinn og álitsgjafarnir

Međ ólíkindum er, ađ Már Guđmundsson seđlabankastjóri skuli hafa stefnt Seđlabankanum fyrir dóm, af ţví ađ hann telji launakjör sín verri en samiđ hafi veriđ um. Ţetta er sami mađurinn og sagđi drýgindalega fyrir nokkru, ađ hann myndi ađ sjálfsögđu afsala sér launahćkkun, fengi hann hana.

Vel getur veriđ, ađ launakjör Más séu verri en hann samdi um á sínum tíma viđ Jóhönnu Sigurđardóttur, svo ađ hann eigi „rétt á“ hćrri launum. En sumir lćra í lífinu, ađ ţeir eiga ekki ađ ganga eins langt og frekasti réttur ţeirra leyfir, heldur halda sér til hófs.

Ţegar Davíđ Oddsson lét af stöđu borgarstjóra sumariđ 1991, átti hann samkvćmt reglum rétt á sex mánađa biđlaunum, jafnvel ţótt hann fćri í stöđu forsćtisráđherra. Hann tók sér ekki ţessi biđlaun. Ţetta var verulegt fé.

Kona Davíđs, Ástríđur Thorarensen, ferđađist stundum međ honum til útlanda, á međan hann var ráđherra. Hún átti rétt á fullum dagpeningum sem maki ráđherra. Hún tók sér ekki ţessa dagpeninga. Ţetta var verulegt fé.

Menn geta ímyndađ sér, hvernig Ríkisútvarpiđ og DV hefđu látiđ, hefđi ţađ veriđ Davíđ Oddsson, en ekki Már Guđmundsson, sem hefđi sem seđlabankastjóri stefnt Seđlabankanum vegna óánćgju um launakjör sín! Og hvernig álitsgjafar eins og Illugi Jökulsson og Mörđur Árnason, sem nú steinţegja, hefđu vart náđ andanum fyrir hneykslun. Og hvernig ţessi frekja og grćđgi hefđi veriđ rćdd fram og aftur í Silfri Egils og eitt sýnst hverjum.

Og hvar er nú siđfrćđistofnun Háskóla Íslands, sem kenndi sérstaklega frekju og grćđgi um fall bankanna? Hvers vegna ţegir hún um framferđi Más?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband