Fyrirlestur í Santiago de Chile

HHG í Santiago de ChileÉg flutti fyrirlestur um framseljanlega aflakvóta á ráðstefnu Instituto Libertad y Desarrollo í Santiago de Chile að morgni 26. maí 2009. Á meðal annarra fyrirlesara voru Jorge Chocair, sjávarútvegsráðherra Chile, og Rodrigo Sarquis, formaður Landssambands útvegsmanna í Chile. Í Chile hefur verið kerfi framseljanlegra aflakvóta frá 2001, og stendur endurskoðun kerfisins fyrir dyrum. Í Perú hefur nýlega verið tekið upp kerfi aflakvóta í mikilvægustu fiskistofnum, en þeir kvótar eru ekki framseljanlegir. Einnig ræddi ég við efnahagsráðgjafa tveggja forsetaefna, Sebastián Piñera og Eduardo Frei, og hitti á hádegisverðarfundi 26. maí nokkra álitsgjafa um efnahagsmál, þar sem sérstaklega var rætt um íslenska bankahrunið og horfur framundan, og brá ég þar upp nokkrum myndum. HHG með ráðherra og form. LCÚEfri myndin er af mér að halda fyrirlestur minn á ráðstefnunni, en neðri myndin af mér með Chocair (í miðju) og Sarquis. Hér eru fyrirlestrar mínir:
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband