Eftirlætisbókin

Ég svaraði þeirri spurningu í Kiljunni miðvikudagskvöldið 17. mars, hver væri eftirlætisbók mín. Svarið var Brennu-Njáls saga. Einn kostur þeirrar bókar, sagði ég, var, að úr henni mætti lesa margt: Hún er saga um, hvernig Ísland er friðað og lög komast á. Hún er líka saga um ástir og afbrýðisemi. Í því sambandi reifaði ég kenningu mína um Gunnar á Hlíðarenda. Hann hefði ekki snúið aftur af ættjarðarást, heldur vegna afbrýðisemi í garð Hallgerðar, konu sinnar. Hann hefði ekki viljað skilja hana eftir eina á Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband