Rammpólitískur og kolólöglegur

c28986c2eafd769a3674f148dbd02f58_300x225.jpgFyrir skömmu var Jóhanna Sigurđardóttir dćmd fyrir valdníđslu í félagsmálaráđherratíđ sinni. Hún hafđi rekiđ mann ólöglega úr trúnađarstöđu vegna stjórnmálaskođana hans. Ţessi frétt vakti furđulitla athygli í fjölmiđlum, sem höfđu ţó jafnan sýnt gagnrýni á ađra ráđherra áhuga. Jóhanna notađi síđan fyrstu dagana í minnihlutastjórn, sem var mynduđ í ţví skyni einu ađ sjá um kosningar, til ađ reka Davíđ Oddsson seđlabankastjóra. Međ ţví braut hún ţá reglu, sem hún hafđi sjálf mćlt međ áđur, ađ Seđlabankinn skyldi vera sjálfstćđur. Flausturslegt og vanhugsađ seđlabankafrumvarp var keyrt í gegnum ţingiđ.

Norski stjórnmálamađurinn, sem Jóhanna setti í stöđu seđlabankastjóra, byrjar ekki vel. Hann segist ekki muna, hvenćr hann var beđinn ađ taka starfiđ ađ sér! Annađhvort er hann ţá óhćfur sökum greindarskorts eđa fer međ ósannindi. Ţessi mađur hefur međal annars gegnt stöđu ađstođarfjármálaráđherra fyrir norska Verkamannaflokkinn, systurflokk Samfylkingarinnar. Međ setningu hans gleypti Jóhanna ofan í sig öll fyrri orđ um „ópólitískan fagmann“ í bankann. Mađurinn er rammpólitískur, ţótt hann hafi háskólapróf í hagfrćđi. Flokksbróđir ţeirra Jóhönnu, Jens Stoltenberg, forsćtisráđherra Noregs, óskađi Íslendingum til hamingju međ „rauđu stjórnina“.

Eins og Sigurđur Líndal lagaprófessor bendir á, hefur Jóhanna sennilega brotiđ stjórnarskrána. Í 20. grein segir ţar svart á hvítu: „Engan má skipa embćttismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt.“ Jóhanna svarar ţví til ásamt launuđum ráđgjöfum sínum, ađ munur sé á ađ setja mann og skipa. En sá munur er ekki á hćfisskilyrđum, nema sérstaklega standi á, heldur liggur hann í ţví, ađ minni kröfur eru gerđar til rökstuđnings ráđherra viđ setningu, ţar eđ hún er ađeins til bráđabirgđa. Raunar dró mjög úr muninum á setningu og skipun, ţegar hćtt var ađ ćviráđa embćttismenn.

Í Stjórnskipun Íslands segir Ólafur Jóhannesson, ađ hugsanlega megi ţrátt fyrir  stjórnarskrárákvćđiđ setja erlendan ríkisborgara tímabundiđ í embćtti, „ţegar ţörf er sérkunnáttu.“ Dćmi um ţetta gćti veriđ, ţegar yfirdýralćknir forfallast skyndilega, brýn ţörf er á manni međ sérkunnáttu hans í stöđuna og ekki völ í bili á Íslendingum. En fjöldi íslenskra ríkisborgara hefur menntun og reynslu á viđ hinn nýsetta Norđmann. Alţingi féll einmitt frá ađ binda ţađ skilyrđi í lög, ađ seđlabankabankastjóri skyldi vera međ háskólapróf í hagfrćđi. Ţess vegna á ekki viđ, ađ hér hafi veriđ „ţörf sérkunnáttu“.

Margar athafnir seđlabankastjóra varđa mikilvćga hagsmuni jafnt einstaklinga og fyrirtćkja, til dćmis ákvarđanir dráttarvaxta og uppsagnir starfsmanna. Ef hann er settur ólöglega, ţá kunna dómstólar ađ ógilda slíkar embćttisathafnir hans. Úr ţessu atriđi verđur ekki skoriđ međ álitsgerđum, heldur ađeins međ dómi. Stjórnarskrárákvćđiđ um, ađ embćttismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar, var til ađ tryggja, ađ ţeir gćttu íslenskra hagsmuna. Fyrsti gestur hins nýja seđlabankastjóra var landi hans, Stoltenberg, og sátu ţeir tveir einir fund í Seđlabankanum. Var ţar lagt á ráđin um, hvernig best yrđi gćtt íslenskra hagsmuna?

Fréttablađiđ 6. mars 2009


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband