Umræðuþættir á Bylgjunni

Sunnudagsmorguninn 23. nóvember kom ég fram í umræðuþætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni, „Sprengisandi.“ Þar skiptist ég á skoðunum við Mörð Árnason. Fróðlegt var, að Mörður hélt þar fram, að ríkisstjórnin (því að hún tók þá ákvörðun, þótt Seðlabankinn framkvæmdi síðan ákvörðunina) hefði gert mistök með því að lána ekki Glitni 85 milljarða af fé skattgreiðenda, heldur leggja frekar fram sömu upphæð sem hlutafé í bankanum (eða í raun taka hann í sínar hendur).

Ég var í sama þætti hjá Sigurjóni M. Egilssyni með Ögmundi Jónassyni alþingismanni sunnudagsmorguninn 28. september. Þar kom ég þeirri skoðun á framfæri, að hina alþjóðlegu lánsfjárkreppu mætti rekja til óheppilegra ríkisafskipta (undirmálslánanna í skjóli hins opinbera), ekki kapítalisma. Það væri því furðuleg ályktun af kreppunni að auka ríkisafskipti.

c_160_160_16777215_0_stories_img_0555.jpgFyrr í sumar og haust kom ég fram í tveimur þáttum á Útvarpi Sögu. Fyrri þátturinn var „Miðjan“ í umsjón Sverris Stormskers tónlistarmanns og strigakjafts og tekinn upp og fluttur 11. júní. Sá þáttur er til á Netinu í tveimur hlutum (en í upptökunum flýtur talsvert með af tónlist). Seinni þátturinn var í umsjón Arnþrúðar Karlsdóttur, forstöðumanns Útvarps Sögu. Hann er ekki til á Netinu. Óhætt er að segja, að báðir þáttirnir voru mjög fjörugir, enda neyddist ég óspart til að segja umsjónarmönnunum til syndanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband