Tjörvi Schiöth um landsdómsmáliđ

Ţórarinn Hjartarson tók viđ mig hressilegt viđtal í hlađvarpi sínu, og er helmingurinn ađgengilegur án endurgjalds, en hinn helmingurinn krefst áskriftar. Ţar ber Ţórarinn upp ýmis sjónarmiđ vinstri manna. Ţegar hann vakti athygli á ţessu á Facebook-vegg sínum, kom fram mađur ađ nafni Tjörvi Schiöth og sagđi:

Hver nennir ađ hlusta á HHG nema hörđustu hćgrimenn og stuđningsmenn Sjálfstćđisflokksins?

Ég svarađi:

Ţetta á ekki ađ snúast um manninn, heldur um röksemdirnar, sem hann fćrir fram.

Tjörvi svarađi:

Ţađ hafa allir heyrt ţínar röksemdir margoft áđur. Ţú ert búinn ađ vera ađ halda ţeim fram í hartnćr 30 ár.

Ţá svarađi ég:

Ţessi bók er ekki um stjórnmálaskođanir mínar, sem ég hef haldiđ fram í fimmtíu ár, ekki ţrjátíu, heldur um landsdómsmáliđ, og ţar bendi ég á ýmsar áđur ókunnar stađreyndir og sjónarmiđ. Međal annars held ég ţví fram, ađ lögmál réttarríkisins hafi veriđ brotin: In dubio, pars mitior est sequenda, um vafamál skal velja mildari kostinn (vafi hafi veriđ á túlkun stjórnarskrárákvćđis, sem Geir var talinn brjóta); Nullum crimen sine lege, enga sök án laga (lögum var beitt afturvirkt til ađ geta sakađ Geir um vanrćkslu); Ne bis in idem, ekki aftur hiđ sama (rannsóknarnefnd Alţingis hafđi rannsakađ sum ákćruatriđin og ákveđiđ ađ gera ţau ekki ađ ásökunarefnum). Jafnframt leiđi ég rök ađ ţví, ađ einn dómandinn í Hćstarétti hafi tvímćlalaust veriđ vanhćfur af mörgum samverkandi ástćđum, en tveir ađrir líklega einnig vanhćfir. Ţetta er ekkert, sem ég hef sagt í ţrjátíu ár, ekki einu sinni í ţrjú ár, heldur í fyrsta skipti í ţessari bók.

Í Facebook-síđu sinni segist Tjörvi ţessi stunda nám í hugmyndasögu í Háskóla Íslands. En hann virđist ekki hafa neinn áhuga á hugmyndum, heldur búa í einhverjum bergmálsklefa. Međ ţví ţrengir hann auđvitađ eigin sjóndeildarhring. Um slíka menn orti Steinn Steinarr:

Ţá brá ég viđ

og réđi mann til mín

sem múrađi upp í gluggann.

Ţađ er greinilega múrađ upp í alla glugga í bergmálsklefanum hjá Tjörva.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband