Lilja Rafney um landsdómsmáliđ

Lilja Rafney Magnúsdóttir var einn ţeirra ţingmanna, sem greiddu atkvćđi međ ţví ađ ákćra Geir H. Haarde fyrir landsdómi. Hún vildi ekkert viđ mig tala, ţegar ég skrifađi bók mína um landsdómsmáliđ, en hún skrifađi nýlega athugasemd í umrćđum á Facebook-vegg Stefáns Pálssonar, sem hafđi haldiđ ţví fram, ađ ákćran hefđi ekki veriđ neitt sérstakt kappsmál Vinstri grćnna:

Góđ greining á veruleikanum á ţessum tíma Stefán Pálsson Ţar sem ég sat međ Atla í viđkomandi ţingnefnd og öll rök fćrustu lögspekinga sem komu fyrir nefndina voru skýr ađ mál viđkomandi ráđherra ćttu ađ fara í réttan farveg sem lög um ráđherraábyrgđ gera ráđ fyrir ţađ er Landsdóm. Margir hafa lagt lykkju á leiđ sína til ađ endurskrifa söguna í pólitískum tilgangi ţví miđur.

Ég svarađi henni:

Ţađ var auđvitađ furđulegt, eins og ég bendi á í bók minni, ađ ţiđ í ţingmannanefndinni skylduđ bćta viđ ţremur sakarefnum (stjórnarskrárbroti fjögurra ráđherra, Ingibjörgu Sólrúnu á sakamannabekk og Icesave-málinu hjá Árna M. Mathiesen) án ţess ađ gera neina rannsókn á ţeim. Rannsóknarnefnd Alţingis hafđi einmitt tekiđ allt ţrennt til athugunar og horfiđ frá ásökunum um ţau. Af hverju bćttuđ ţiđ ţeim viđ og međ hvađa rökum? Og ţađ voru ekki „öll rök fćrustu lögspekinga“, ađ ţađ ćtti ađ ákćra. Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, taldi ekki forsendur til ađ ákćra, og í rauninni stađfesti landsdómur međ sýknudómum sínum um öll efnisleg atriđi álit hans, en ekki hinna „lögspekinganna“, sem gáfu ykkur ráđ. Og ţađ er eins og ekkert ykkar hafiđ veitt ţví athygli, ađ ákúrur eđa ásakanir rannsóknarnefndarinnar um vanrćkslu voru međ skírskotun til laga, sem sett voru EFTIR bankahruniđ, međ öđrum orđum afturvirkt, sem er brot á lögmálum réttarríkisins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband