Lausnir Úkraínudeilunnar

Um ţessar mundir takast Rússar og Úkraínumenn á. En ţarf aflsmunur ađ ráđa? Sagan geymir dćmi um friđsamlegar lausnir sambćrilegra átaka.

Einn vandinn er, ađ í Austur-Úkraínu vilja rússneskumćlandi menn vera í Rússlandi, en úkraínskumćlandi menn vera í Úkraínu. Hér kemur danska lausnin til greina. Ţjóđverjar tóku Slésvík af Dönum 1864, en í Norđur-Slésvík var fjöldi manns dönskumćlandi. Eftir ósigur Ţjóđverja í heimsstyrjöldinni fyrri var íbúum svćđisins leyft ađ ráđa hlutskipti sínu. Norđur-Slésvík var skipt í tvo hluta. Í nyrđri hlutanum greiddu 75% kjósenda atkvćđi međ ţví ađ sameinast Danmörku. Í syđri hlutanum greiddu 80% kjósenda atkvćđi međ ţví ađ vera áfram í Ţýskalandi. Fariđ var eftir ţessum úrslitum og landamćrin fćrđ til friđsamlega. Mćtti ekki fćra landamćri Úkraínu og Rússlands til á sama hátt međ samţykki og atbeina allra ađila?

Annar vandi er, ađ á Krímskaga kann meiri hluti íbúanna ađ vilja vera í Rússlandi, eins og Pútín heldur fram. En minnihlutahópar Úkraínumanna og Tatara búa líka á skaganum og eiga sinn rétt. Hér kemur svissneska lausnin til greina: ađ skipta Krím upp í sjálfstjórnareiningar, eins og kantónurnar í Sviss, og koma ţannig í veg fyrir, ađ meiri hluti geti beitt minni hluta ofríki.

Ţriđji vandinn er, ađ Úkraína vill vera vestrćnt ríki, en Kremlverjar mega ekki heyra á ţađ minnst, ađ ţađ gangi í Evrópusambandiđ eđa Atlantshafsbandalagiđ. Hér kemur íslenska lausnin til greina: ađ gerast ađili ađ Evrópska efnahagssvćđinu án ţess ađ ganga í Evrópusambandiđ. Međ ţví vćru kostir frjálsra viđskipta og alţjóđlegrar verkaskiptingar nýttir án víđtćkra stjórnmálaskuldbindinga. Ţví er ađ vísu haldiđ fram, ađ EES-ríkin hafi ólíkt ESB-ríkjunum engin áhrif á löggjöf um Evrópumarkađinn. En í ESB eru smáríkin líka áhrifalaus. Frakkar og Ţjóđverjar ráđa ţar öllu. Úkraína er eins og Ísland á jađri Evrópu og á ţví frekar heima í EES en ESB.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 29. janúar 2022.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband