Uppljóstrun um fjármál flokka

Liđin eru 409 ár, frá ţví ađ Arngrímur lćrđi birti rit sitt, Anatome Blefkeniana (Verk Blefkens krufin), ţar sem hann andmćlti alls konar furđusögum um Ísland, sem ţýski farandprédikarinn Dithmar Blefken hafđi sett saman. Mér sýnist ekki vanţörf á ađ endurtaka leikinn, ţví ađ Ţorvaldur Gylfason prófessor hefur fariđ víđa um lönd og prédikađ gegn ţjóđ sinni, sérstaklega útgerđarmönnum. Ţorvaldur stofnađi sem kunnugt er stjórnmálaflokk um baráttumál sín, og fékk hann 2,5% í kosningunum 2013 og engan ţingmann. Í skýrslu, sem Ţorvaldur tók nýlega saman um stjórnarfar á Íslandi fyrir Bertelsmenn stofnunina í Ţýskalandi, segir hann, ađ lög um fjármál stjórnmálaflokka hafi veriđ sett á Íslandi, eftir ađ Ríkisendurskođun hafi ljóstrađ upp um, ađ útgerđarfyrirtćki hafi styrkt Sjálfstćđisflokkinn og Framsóknarflokkinn tífalt á viđ ađra flokka árin 2008–2011.

Ţetta er fjarstćđa. Lög um fjármál stjórnmálaflokka voru sett áriđ 2006, fyrir ţađ tímabil, sem Ţorvaldur nefnir. Ég hef hvergi rekist á neina uppljóstrun um, ađ árin 2008–2011 hafi útgerđarfyrirtćki styrkt Sjálfstćđisflokkinn og Framsóknarflokkinn tífalt á viđ ađra flokka. Ríkisendurskođun kannast ekki heldur viđ máliđ. Ţessi tala gćti ađ vísu veriđ nálćgt sanni, ţví ađ útgerđarfyrirtćki styrkja vissulega frekar ţessa flokka en vinstri flokkana. En í lögunum frá 2006 um fjármál flokka eru settar strangar almennar skorđur um styrki fyrirtćkja til flokka, og kemur meginhluti tekna flokkanna frá ríki og sveitarfélögum.

Ég skođađi máliđ á heimasíđu Ríkisendurskođunar. Árin 2008–2011 fékk Sjálfstćđisflokkurinn 804,8 millj. kr. í framlög, ađallega frá ríkinu, en 15,2 millj. kr. af ţessu fé kom frá útgerđarfyrirtćkjum, innan viđ 2% af heildarframlögum. Framsóknarflokkurinn fékk 319,2 millj. kr. samtals, ţar af 8,2 millj. kr. frá útgerđarfyrirtćkjum, um 2,5% af heildarframlögum. Samfylkingin fékk 620,6 millj. kr. samtals, ţar af 2,3 millj. kr. frá útgerđarfyrirtćkjum. Vinstri grćnir fengu 402,3 millj. kr. samtals, ţar af innan viđ 500 ţús. kr. frá útgerđarfyrirtćkjum.

Af tekjum stjórnmálaflokkanna kom međ öđrum orđum ađeins brot frá útgerđarfyrirtćkjum, um 2,5%, ţar sem hlutfalliđ var hćst. Samtals námu framlög útgerđarfyrirtćkja til Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks ţetta tímabil 23,4 millj. kr., en til Samfylkingar og Vinstri grćnna á sama tímabili 2,7 millj. kr. Samtals voru ţví framlögin í ţessu dćmi rösklega áttföld, ekki tíföld. En sú tala skiptir vitanlega engu máli, ţví ađ tekjur Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks af framlögum útgerđarfyrirtćkja voru ađeins örlítiđ brot af heildartekjum ţeirra. Ţađ var lćgra hlutfall en Ţorvaldur fékk í kosningunum 2013, og var ţađ ţó lágt.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. apríl 2021.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband