Hvađ er nýfrjálshyggja?

Í Morgunblađinu 27. janúar 2021 kennir Ólafur Sigurđsson, fyrrverandi fréttamađur, nýfrjálshyggju um flest ţađ, sem aflaga hefur fariđ í heiminum síđustu fimmtíu árin og ber fyrir ţví tvo kunna vinstri menn bandaríska, Joseph Stiglitz hagfrćđing og Robert Kuttner fréttamann. En hvađ er nýfrjálshyggja? Flestir geta veriđ sammála um, ađ hún sé sú skođun, sem Friedrich von Hayek og Milton Friedman efldu ađ rökum og Margrét Thatcher og Ronald Reagan framkvćmdu upp úr 1975, ađ ríkiđ hefđi vaxiđ um of og ţrengt ađ frelsi og svigrúmi einstaklinganna. Mál vćri ađ flytja verkefni frá skriffinnum til frumkvöđla og lćkka skatta.

Ţađ studdi nýfrjálshyggjuna, ađ ríkisafskiptastefnan, sem fylgt hafđi veriđ frá stríđslokum, hafđi gefist illa, en samkvćmt henni átti ađ tryggja fulla atvinnu međ peningaţenslu. Ţetta reyndist ekki gerlegt til langs tíma litiđ. Afleiđingin hafđi orđiđ verđbólga međ atvinnuleysi, ekki án ţess. Ţau Thatcher og Reagan náđi góđum árangri, og leiđtogar annarra ţjóđa tóku upp stefnu ţeirra, ekki síst stjórnmálaforingjar í hinum nýfrjálsu ríkjum, sem kommúnistar höfđu stjórnađ í Miđ- og Austur-Evrópu, Mart Laar, Václav Klaus og Leszek Balcerowicz. Undir forystu ţeirra breyttust hagkerfi ţessara ríkja undrafljótt og án blóđsúthellinga úr kommúnisma í kapítalisma, og ţjóđir landanna tóku ađ lifa eđlilegu lífi. Ţetta er eitt ţögulla afreka mannkynssögunnar.

Frá hruni kommúnismans 1991 hefur veriđ ótrúlegt framfaraskeiđ á Vesturlöndum, eins og  Matt Ridley og Johan Norberg rekja í bókum, sem komiđ hafa út á íslensku. Meginskýringin er auđsć: aukin alţjóđaviđskipti, sem gera mönnum kleift ađ nýta sér kosti hinnar alţjóđlegu verkaskiptingar. Mörg hundruđ milljón manna í Kína, Indlandi og öđrum suđrćnum löndum hafa ţrammađ á sjömílnaskóm úr fátćkt í bjargálnir, og á Vesturlöndum hafa almenn lífskjör batnađ verulega í öllum tekjuhópum, ţótt vitanlega hafi teygst á tekjukvarđanum upp á viđ, enda gerist ţađ fyrirsjáanlega viđ aukiđ svigrúm einstaklinganna. Hinir ríku hafa orđiđ ríkari, og hinir fátćku hafa orđiđ ríkari.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 30. janúar 2021.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband