Kvöldstund á Hótel Sögu

Ég er einn fjölmargra, sem notaði tækifærið vegna frádráttar virðisaukaskatts fyrir vinnu til að betrumbæta heimilið. Á meðan verið var að slípa parkettið, flutti ég út á Hótel Sögu, sem hafði boðið mér kostakjör. Eitt septemberkvöldið sat ég þar yfir gin og tonic í vínstúkunni, niðursokkinn í fróðlega bók Kjartans Ólafssonar, Draumar og veruleiki (sem ég er að ritdæma fyrir Morgunblaðið). Þegar ég leit upp, sá ég skyndilega í einu horninu þá Steingrím J. Sigfússon og Róbert Spanó stinga saman nefjum. Ég vildi ekki trufla slíka fyrirmenn, svo að ég flýtti mér upp í herbergi. En hvað skyldu þeir hafa verið að tala um? Mannréttindabrot í Tyrklandi? Þeir hljóta að hafa verulegar áhyggjur af þeim.

1227235


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband