Upprifjun um Atómstöđina

Halldór_Kiljan_Laxness_1955Furđulegt upphlaup varđ á dögunum, ţegar Halldór Guđmundsson bókmenntaskýrandi hélt ţví fram, ađ Bjarni Benediktsson og bandarísk stjórnvöld hefđu í sameiningu komiđ í veg fyrir, ađ bćkur Halldórs Laxness kćmu út í Bandaríkjunum eftir 1946, en ţađ ár birtist ţar Sjálfstćtt fólk og seldist bćrilega, enda valbók einn mánuđinn í Mánađarritafélaginu (Book-of-the-Month Club). Gallinn viđ kenninguna er, ađ engin gögn styđja hana.

Setjum ţó svo, ađ skjöl fyndust um ţađ, ađ hinn bandaríski útgefandi Laxness, Alfred Knopf, hefđi hćtt ađ gefa verk hans út, af ţví ađ honum hefđi blöskrađ eindreginn stuđningur skáldsins viđ stalínisma í miđju kalda stríđinu. Hann hefđi auđvitađ veriđ í sínum fulla rétti til ţess. Atómstöđin, sem birtist í febrúar 1948, var heiftarleg árás á Bandaríkin og ţá Íslendinga, sem töldu varnarsamstarf viđ ţau ćskilegt. Hún hefđi veriđ lítt fallin til vinsćlda í Bandaríkjunum. Ég tel ţó langlíklegustu skýringin á ţví, ađ bćkur Laxness hćttu ađ koma út í Bandaríkjunum eftir 1946, almennt áhugaleysi bandarískra lesenda um ţćr flestar. Sjálfstćtt fólk er eina verk Laxness, sem virđist hafa einhverja skírskotun til Bandaríkjamanna, sennilega af ţví ađ ţeir misskilja ţađ og telja hetjusögu Bjarts.

Hitt er annađ mál, ađ íslenskur stjórnarerindreki talađi vissulega gegn útgáfu á verkum Laxness erlendis ţessi misserin. Kristján Albertsson, sem ţá starfađi í utanríkisţjónustunni, hafđi spurnir af ţví haustiđ 1948, ađ Martin Larsen, sendikennari í Háskóla Íslands, hefđi veriđ beđinn um ađ ţýđa Atómstöđina á dönsku. Lét Kristján í ljós vanţóknun á ţeirri hugmynd, og tók Larsen verkiđ ekki ađ sér. Jakob Benediktsson og dönsk kona hans ţýddu ţá bókina. Fjórum árum síđar, sumariđ 1952, átti Kristján erindi viđ forstjóra Gyldendal, sem sagđi honum, ađ Atómstöđin vćri ađ koma út á dönsku, og hafđi Kristján ţá hin verstu orđ um bókina. Ţađ breytti engu um útkomu hennar, sem ţegar var ráđin. Raunar var heift Laxness svo mikil um ţćr mundir, ađ hann varađi Dani viđ ađ skila handritunum til Íslands, ţví ađ ráđamenn kynnu ađ selja ţau til Bandaríkjanna!

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 5. desember 2020.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband