Nozick og íţróttakappinn

25.3.WiltChamberlainFyrir viku minntist ég hér á bandaríska heimspekinginn Robert Nozick, sem átt hefđi afmćli 16. nóvember. Ég kynntist honum nokkuđ, og hann var stórkostlegur mađur. Hann samdi snjalla dćmisögu um, hvernig hugmyndir jafnađarmanna um tekjudreifingu rekast á frelsi. Setjum svo, ađ ţeim hafi tekist í landi einu ađ koma á tekjudreifingu T1, sem ţeir telji réttláta. Ţá mćti körfuknattleikskappinn Wilt Chamberlain til leiks og semji um, ađ hver mađur greiđi 25 sent af ađgöngumiđanum til hans beint. Milljón manns tekur bođi hans. Eftir leiktímabiliđ er hann orđinn 250 ţúsund dölum ríkari, en áhorfendur hans hver 25 sentum fátćkari. Til er orđin tekjudreifing T2, sem er ójafnari en T1. Hvar er ranglćtiđ? Allir eru ánćgđir, jafnt íţróttakappinn sjálfur og ađdáendur hans.

Ég hef notađ svipađ dćmi. Setjum svo, ađ jafnađarmönnum hafi tekist ađ koma á Íslandi á tekjudreifingu T1, sem ţeir telji réttláta. Ţá heimsćki Milton Friedman landiđ, auglýsi fyrirlestur og taki fyrir hann 10.000 kr. á mann. Húsfyllir verđur: 500 manns hlustuđu á Friedman. Nú er Friedman 5 milljónum krónum ríkari og áheyrendur hans hver 10.000 krónum fátćkari. En ţeim fannst fyrirlesturinn vel ţess virđi. Til er orđin ójafnari tekjudreifing T2. Hvar er óréttlćtiđ? Ţorsteinn Gylfason heimspekingur notađi enn annađ skemmtilegt dćmi, af Garđari Hólm stórsöngvara, sem kemur til Ólands og heldur tónleika. Ég hef bent á, ađ Nozick hefur hugsanlega fengiđ hugmyndina ađ dćmisögunni úr bókinni God and Man at Yale eftir William Buckley, en ţar spyr höfundur, hvađ sé ađ ţví, ađ hafnaboltakappinn Joe DiMaggio (sem var um skeiđ kvćntur ţokkagyđjunni Marilyn Monroe) verđi ríkur á ţví, ađ fólk vilji sćkja leiki hans. 

Kjarni málsins er sá, ađ frelsi fólks til ađ ráđstafa fjármunum sínum raskar hugmyndum jafnađarmanna um réttláta tekjudreifingu. Fólk ráđstafar ţeim stundum til einstaklinga međ óvenjulega hćfileika, sem auđga mannlífiđ og sjálfa sig um leiđ. Ótal jafnađarmenn hafa spreytt sig á ađ hrekja ţessa dćmisögu Nozicks, en ekki tekist.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 19. nóvember 2020.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband