Ánćgjuvél Nozicks

25.1 Nozick.GettyImages-53375871Nćsta mánudag á bandaríski heimspekingurinn Robert Nozick afmćli. Hann fćddist 16. nóvember 1938 og lést langt fyrir aldur fram 23. janúar 2002. Í vćntanlegri bók á ensku um frjálslynda og íhaldssama stjórnmálahugsuđi segi ég frá kynnum okkar, en viđ áttum merkilegar samrćđur um heima og geima. Bók Nozicks, Stjórnleysi, ríki og stađleysur (Anarchy, State and Utopia), vakti mikla athygli, ţegar hún kom út 1974. Í fyrsta hlutanum svarađi hann stjórnleysingjum og sýndi fram á, ađ ríkiđ gćti sprottiđ upp án ţess ađ skerđa réttindi einstaklinganna. Í öđrum hlutanum svarađi hann jafnađarmönnum og leiddi rök ađ ţví, ađ ekkert ríki umfram lágmarksríkiđ, sem fengist ađeins viđ ađ halda uppi lögum og rétti, vćri siđferđilega réttlćtanlegt. Í ţriđja hlutanum benti hann á, ađ innan lágmarksríkisins gćtu menn auđvitađ stundađ sósíalisma, stofnađ sitt eigiđ draumríki, svo framarlega sem ţeir neyddu ađra ekki inn í ţađ.

Nozick telur, ađ hver mađur sé tilgangur í sjálfum sér og hann megi ekki nota eingöngu sem tćki fyrir ađra. Hann andmćlir ţess vegna nytjastefnu, sem telur tilgang heildarinnar vera sem mesta ánćgju sem flestra. Ţetta getur kostađ ţađ, ađ einstaklingi sé fórnađ fyrir heildina. En er ánćgjan eftirsóknarverđ í sjálfri sér? Nozick ímyndar sér vél, sem viđ gćtum stigiđ inn í og valiđ ţar um lífsreynslu ađ vild, til dćmis ánćgjuna af ađ hafa samiđ stórkostlegt tónverk, drukkiđ höfug vín og eignast góđa vini. Engar hliđarverkanir vćru af dvölinni, og viđ gćtum valiđ á tveggja ára fresti, hvort viđ vildum halda vistinni áfram. Myndum viđ stíga inn í ţessa ánćgjuvél? Nei, svarar Nozick, ţví ađ viđ viljum vera eitthvađ og gera eitthvađ sjálf, ekki lifa í manngerđum veruleika.

Ánćgjuvél Nozicks er hugvitsamleg, en ég er dálítiđ hissa á, ađ enginn frćđimađur skuli hafa bent á, ađ ţýski heimspekingurinn Friedrich Paulsen setti fram svipađ dćmi, nema hvađ hann hugsađi sér ódáinsdrykk, en ekki vél, í Siđferđislögmálum (System der Ethik), II. bók, II. kafla, 4. grein (Berlin 1889).

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 14. nóvember 2020.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband