Falsfréttir um regnskóga

https%3A%2F%2Fspecials-images.forbesimg.com%2Fdam%2Fimageserve%2F1004885760%2F960x0Ćtti ađ mega treysta einhverju, ţá ćtti ţađ ađ vera vísindavefur Háskóla Íslands. En ţar segir Jón Már Halldórsson líffrćđingur um regnskógana í Amasón: „Regnskógarnir eru sagđir vera lungu jarđar. Margir frćđimenn telja ađ um 20% af nýmyndun súrefnis á jörđinni eigi sér stađ í Amazon-skógunum í Suđur-Ameríku.“ Fréttamenn hafa síđustu daga vitnađ í ţessa speki í tilefni skógarelda ţar syđra.

Auđvitađ eru regnskógarnir ekki lungu jarđar, eins og líffrćđingurinn ćtti manna best ađ vita. Međ lungunum öndum viđ ađ okkur súrefni og öndum síđan frá okkur koltvísýringi. En tré og ađrar plöntur í regnskógum og annars stađar gefa frá sér súrefni og taka til sín (binda) koltvísýring. Verkan ţeirra er ţví ţveröfug viđ verkan lungna.

Hvađan fćr líffrćđingurinn ţađ síđan, ađ 20% af nýmyndun súrefnis á jörđinni eigi sér stađ í Amasónskógi? Raunar virđist enginn vita, hvernig ţessi tala komst á kreik, en hún er röng. Jafnvel umhverfisöfgamađur eins og Michael Mann (sem haldiđ hefur fyrirlestra í Háskóla Íslands) viđurkennir, ađ innan viđ 6% af nýmyndun súrefnis á jörđinni eigi sér stađ í Amasónskógi. Talan lćkki, játar Mann, ef í stađ skóganna er settur ţar niđur annar gróđur, til dćmis nytjajurtir, en ţćr framleiđa vitaskuld einnig súrefni međ ljóstillífun. Raunar er líklegast, ţar sem tré í skógi geta rotnađ eđa eyđst á annan hátt og ţannig tekiđ til sín súrefni, ađ engin (eđa sáralítil) nýmyndun súrefnis eigi sér ţar stađ. Líffrćđingurinn ćtti einnig ađ vita, ađ megniđ af nýmyndun súrefnis í jarđarhjúpnum á sér stađ í sjávargróđri, ađallega svifţörungum.

Ţađ er líka rangt, ađ skógareldarnir í Amasón séu óvenjumiklir ţetta áriđ. Ţeir eru í međallagi miđađ viđ síđustu fimmtán ár og raunar talsvert minni en skógareldar, sem geisa um ţessar mundir í Afríku og Asíu.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 31. ágúst 2019.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband