Sósíalismi í einu landi

Ayn.RandTveir kunnustu hugsuđir nútíma jafnađarstefnu eru sem kunnugt er John Rawls og Thomas Piketty. Ég hef bent hér á nokkra galla á kenningu Rawls og mun á nćstunni snúa mér ađ bođskap Pikettys. En um báđa gildir, ađ ţeir verđa ađ gera ráđ fyrir lokuđu hagkerfi, „sósíalisma í einu landi“.

Rawls getur ekki látiđ ţá stórfelldu endurdreifingu tekna, sem hann hugsar sér til hinna verst settu, ná til allra jarđarbúa. Slík endurdreifing yrđi sérhverju vestrćnu ríki um megn. Til dćmis bjó áriđ 2017 einn milljarđur manna á fátćkasta svćđi heims, í sólarlöndum Afríku (sunnan Sahara). Međaltekjur ţar voru 1.574 dalir. Í Bandaríkjunum bjuggu hins vegar 325 milljónir manna, og námu međaltekjur ţeirra 59.531 dal. Ţess vegna takmarkar Rawls endurdreifinguna viđ vel stćtt vestrćnt ríki. Hann lokar augunum, reynir ađ hugsa sér réttláta niđurstöđu án sérhagsmuna, en ţegar hann opnar augun aftur blasir viđ skipulag, sem líkist helst Cambridge í Massachusetts, ţar sem hann bjó sjálfur: frjálst markađskerfi í bjargálna ríki međ nokkurri endurdreifingu fjármuna. Örsnauđir íbúar Haítí og Kongó koma ekki til álita.

Piketty verđur ađ hafa ţá ofurskatta á miklar eignir og háar tekjur, sem hann leggur til, alţjóđlega eđa banna fjármagnsflutninga milli landa. Annars flytjast eignafólk og hátekjumenn frá háskattalöndum til lágskattalanda. Ţađ er ţessi hópur, sem greiđir mestalla skatta og stendur undir endurdreifingu. Til dćmis greiddi tekjuhćsti fimmtungurinn í Bandaríkjunum ađ međaltali 57.700 dölum meira í skatta áriđ 2013 en hann fékk til baka frá ríkinu, nćsttekjuhćsti fimmtungurinn 2.600 dölum meira, en hinir ţrír fimmtungarnir fengu meira frá ríkinu en ţeir lögđu til ţess.

Ţetta er kjarninn í skáldsögu Ayns Rands, Undirstöđunni, sem komiđ hefur út á íslensku: Hvađ gerist, ef ţeir, sem skapa verđmćti, til dćmis frumkvöđlar og afburđamenn, ţreytast á ađ deila afrakstrinum međ öđrum, sem ekkert skapa, og ákveđa ađ hafa sig ţegjandi og hljóđalaust á brott? Gćsirnar, sem verpa gulleggjunum, kunna ađ vera fleygar.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 13. apríl 2019. Myndin er af Rand.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband