Frá Márusarlandi

Ţegar ég skođađi nýjustu alţjóđlegu mćlinguna á atvinnufrelsi, sem er frá 2018, međ tölum frá 2016, rak ég augun í ţá óvćntu stađreynd ađ í Márusarlandi, eins og kalla mćtti Mauritius, stendur eitt af tíu frjálsustu hagkerfum heims. Hin eru í Hong Kong, Singapúr, Nýja Sjálandi, Sviss, Írlandi, Bandaríkjunum, Georgíu, Bretlandi, Ástralíu og Kanada (en tvö hin síđastnefndu standa jafnfćtis). Márusarland er eyjaklasi langt undan austurströnd Afríku og heitir eftir Márusi af Nassau, ríkisstjóra Hollands á öndverđri sautjándu öld, en Hollendingar réđu um skeiđ klasanum. Seinna varđ hann bresk nýlenda. Margir íbúanna eru afkomendur indverskra verkamanna, sem fluttir voru til landsins á nýlendutímanum.

Ţegar íbúar eyjaklasans kröfđust sjálfstćđis eftir miđja tuttugustu öld, hafđi Bretastjórn nokkrar áhyggjur af ţví ađ ţeir gćtu ekki stađiđ á eigin fótum. Breski hagfrćđingurinn James E. Meade, sem var ákveđinn jafnađarmađur og fékk Nóbelsverđlaun í hagfrćđi áriđ 1977, komst ađ ţeirri niđurstöđu í skýrslu til stjórnarinnar áriđ 1961 ađ framtíđarhorfur landsins vćru dapurlegar. Márusarland gćti lokast inni í ţeirri gildru fólksfjölgunar án hagvaxtar sem oft er kennd viđ breska prestinn Malthus.

VSNaipaulBresk-indverski rithöfundurinn V.S. Naipaul ferđađist nokkrum árum síđar um Márusarland og skrifađi í nokkrum lítilsvirđingartón ađ ţađ vćri „yfirfull ţrćlakista“ ţar sem allir vildu hverfa á brott. „Ţađ var á Márusarlandi sem dodo-fuglinn týndi niđur listinni ađ fljúga.“ Naipaul fékk Nóbelsverđlaun í bókmenntum áriđ 2001.

Eftir ađ Márusarland varđ sjálfstćtt áriđ 1968 var um skeiđ órói í landinu. Svo virtist sem hrakspár Nóbelsverđlaunahafanna tveggja gćtu rćst. En ţótt stjórnmálabaráttan vćri hörđ, náđist samkomulag um ađ auka atvinnufrelsi verulega og lađa erlenda fjárfesta til landsins. Hagkerfiđ var hiđ 59. frjálsasta í heiminum áriđ 1980, en hiđ 8. áriđ 2016. Ađ vonum hefur hagur íbúanna vćnkast síđustu áratugi, ólíkt flestum öđrum Afríkuţjóđum. Međaltekjur í Márusarlandi áriđ 2017 voru samkvćmt tölum Alţjóđabankans $10.500, en ţađ var nálćgt međaltekjum í heiminum öllum, $10.700. Međaltekjur í Afríku voru hins vegar miklu lćgri, ekki nema $1.800. Dodo-fuglinn dó út af ţví ađ hann kunni ekki ađ fljúga en Márusarland lifnađi viđ af ţví ađ ţađ nýtti sér frelsiđ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 16. mars 2019.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband