Voru bankarnir gjaldţrota?

Í nýlegri ritgerđ fyrir Brookings stofnunina í Washingtonborg velta Sigríđur Benediktsdóttir, Gauti B. Eggertsson og Eggert Ţórarinsson ţví fyrir sér, hvort íslensku bankarnir hafi veriđ gjaldţrota áriđ 2008, svo ađ allar björgunartilraunir hafi í raun veriđ vonlausar. Ţau nefna eina röksemd fyrir ţví. Samkvćmt bandarískri rannsókn frá 2007 hafi endurheimtuhlutfall fjármálastofnana af ótryggđum kröfum (skuldabréfum) veriđ 59%, en ţetta hlutfall hafi reynst vera 29% fyrir íslensku bankana.

Ţessi röksemd er hćpin af ýmsum ástćđum.

Í fyrsta lagi voru samkvćmt neyđarlögunum íslensku allar innstćđur tryggđar, innlendar sem erlendar, en í Bandaríkjunum voru ađeins tryggđar innlendar innstćđur upp ađ 100 ţúsund dölum, og rannsóknin, sem ţau Sigríđur vitna í, náđi ađeins til áranna 1982–1999. Tölurnar eru ţví alveg ósambćrilegar, eins og ţau Sigríđur nefna raunar sjálf.

Í öđru lagi hefđi af ţessum ástćđum veriđ rétt ađ bera saman endurheimtuhlutföll fjármálastofnana í heild. Samkvćmt yfirgripsmikilli rannsókn Nada Mora frá 2012 fyrir Seđlabankann í Kansas-borg voru ţau ađ miđgildi fyrir tímabiliđ 1970–2008 24,6% í Bandaríkjunum. En endurheimtuhlutföll íslensku bankanna voru ađ miđgildi 48% samkvćmt nýlegri og vandađri rannsókn Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar.

Í ţriđja lagi fer endurheimtuhlutfall auđvitađ eftir árferđi. Mora nefnir í rannsókn sinni, ađ endurheimtuhlutfalliđ, sem hún reiknar út fyrir fjármálastofnanir, sé ekki síst lágt vegna ársins 2008, ţegar margar fjármálastofnanir féllu. Hér á Íslandi var ekki ađeins kreppa, heldur bankahrun, og ţađ hafđi í för međ sér gjaldţrot margra skuldunauta bankanna.

Í fjórđa lagi lćkkar endurheimtuhlutfall viđ brunaútsölur. Í Bandaríkjunum eru fjármálastofnanir venjulega endurskipulagđar eftir föstum reglum. En allur gangur var á ţví, hvernig fariđ var međ eigur íslensku bankanna. Í Bretlandi var ađ mestu leyti komiđ í veg fyrir brunaútsölur. Ţar voru endurheimtuhlutföll Heritable og KSF 98% og 87%. Ţeir voru ţví greinilega ekki gjaldţrota. Annars stađar fékkst ađeins 10–20% raunvirđis fyrir banka, til dćmis í Noregi og Danmörku, ţar sem stjórnvöld knúđu fram brunaútsölur.

Bankahruniđ 2008 var vissulega stórt. En óţarfi er ađ gera meira úr ţví en efni standa til.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. október 2017.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband