Hverjir geta talað í nafni þjóðarinnar um stjórnarskrá?

„Þjóðin“ hefur valið stjórnarskrá, segja Gunnar Smári, Þorvaldur Gylfason og fleiri. Í kosningum til stjórnlagaþings var þátttakan aðeins 36,8%. M.ö.o. höfðu 63,2% ekki áhuga. Kosningarnar voru síðan dæmdar ólöglegar. Þá skipaði stjórnin sama fólk í „stjórnlagaráð“. Kjörsóknin um tillögur þess var 48,4%. M.ö.o. höfðu 51,6% þjóðarinnar ekki áhuga. Af þeim, sem kusu, vildu 67% miða við uppkastið frá „stjórnlagaráðinu“. Þetta merkir, að einn þriðji kjósenda samþykkti þetta uppkast. Tveir þriðju hluta þjóðarinnar samþykktu það ekki, mættu annaðhvort ekki á kjörstað eða greiddu ekki atkvæði með því. Til samanburðar var kjörsóknin vegna lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 98,4%, og hana samþykktu 98,5% þeirra, sem greiddu atkvæði. Getum við, sem styðjum gömlu, góðu lýðveldisstjórnarskrána, ekki frekar talað í nafni þjóðarinnar en þessir fulltrúar eins þriðja hluta þjóðarinnar, sem leist vel á uppkast hins ólöglega „stjórnlagaráðs“, en það hóf hvern fund á að syngja saman og hefur síðan verið að kynna skrípaleik sinn erlendis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband