Nż syndaaflausn

Žegar rķkisstjórn breska Verkamannaflokksins lokaši aš naušsynjalausu breskum bönkum ķ eigu Ķslendinga haustiš 2008, setti hryšjuverkalög į ķslenskar stofnanir og fyrirtęki, greiddi tafarlaust śt Icesave-innstęšur ķ Landsbankanum (ķ staš žess aš veita įrsfrest til žess, eins og reglur leyfšu) og krafšist žess sķšan, aš ķslenska rķkiš endurgreiddi hinu breska alla upphęšina meš vöxtum, vildi hópur menntamanna fara aš kröfum žeirra. Žau Žorvaldur Gylfason, Stefįn Ólafsson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Vilhjįlmur Įrnason töldu okkur Ķslendinga samsek Landsbankanum og žess vegna öll samįbyrg um skuldbindingar hans. Hefši veriš fariš aš vilja žeirra, hefši vaxtakostnašurinn einn numiš um 200 milljöršum króna.

Žessi hugmynd um naušsynlega yfirbót er ekki nż. Lķklega hafa engir tveir višburšir greypst eins ķ huga žjóšarinnar og Tyrkjarįniš 1627 og bankahruniš 2008. Ķslendingar vissu ķ bęši skiptin, aš žeir voru hjįlparvana, en héldu um leiš, aš žeir ęttu ekki ašra óvini en eld og ķs. Žess vegna voru žeir žrumu lostnir. Strax eftir Tyrkjarįniš töldu skįld og ašrir menntamenn, aš žaš „hefši ekki veriš annaš en refsing og reišidómur gušs fyrir ljótan lifnaš manna hér į landi“, eins og Jón Žorkelsson skrifaši ķ inngangi aš safnriti sķnu um rįniš. Lęrdómurinn, sem af žessu mętti draga, vęri aš iška góša siši og sękja betur kirkjur, sagši Arngrķmur lęrši. Einnig žyrfti aš refsa óbótamönnum haršar, kvaš Gušmundur Erlendsson ķ Ręningjarķmum.

Vilhjįlmur Įrnason og ašrir spekingar, sem skrifaš hafa um bankahruniš, sleppa aš vķsu öllu gušsorši, en viršast telja hruniš hafa veriš refsingu fyrir įgirnd og óhóf bankamanna, sem žjóšin öll hafi tekiš žįtt ķ og sé žvķ samsek žeim um. 200 milljaršarnir, sem Icesave-samningarnir hefšu kostaš žjóšina, vęru naušsynleg yfirbót. Meš žeim fengi hśn syndaaflausn. Lęrdómurinn, sem af žessu megi draga, sé aš iška góša siši og sękja betur heimspekifyrirlestra Vilhjįlms og félaga. Einnig žurfi aš refsa óbótamönnum haršar, eins og Žorvaldur Gylfason skrifar vikulega ķ blaš žaš, sem Jón Įsgeir Jóhannesson gefur enn śt og dreifir ókeypis til landsmanna.

(Fróšleiksmoli ķ Morgunblašinu 12. įgśst 2017.)


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband