Neyđarlögin og stjórnarskráin

Ţeir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hćstaréttardómari, og Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, fyrrverandi forsćtisráđherra, hafa báđir lagt orđ í belg um síđasta fróđleiksmola minn, ţar sem ég notađi lögmál heilags Tómasar af Akvínas um tvennar afleiđingar til ađ rökstyđja neyđarlögin íslensku frá 6. október 2008. Međ ţeim var sparifjáreigendum veittur forgangur fram yfir ađra kröfuhafa í bú fjármálastofnana. Ţetta fól í sér, ađ um 10 milljarđar evra fćrđust í raun frá handhöfum skuldabréfa til sparifjáreigenda. Ég benti á, ađ ćtlun löggjafans var ekki ađ fćra fé milli hópa, heldur ađ tryggja stöđugleika, afstýra neyđarástandi, eins og hefđi myndast, hefđu sparifjáreigendur óttast um fé sitt. Ţess vegna brytu neyđarlögin ekki í bág viđ eignarréttarákvćđi stjórnarskrárinnar.

Löggjafinn hafđi vafalaust rétt fyrir sér um, ađ tryggja ţyrfti stöđugleika, afstýra neyđarástandi. Sú röksemd ein og sér nćgđi til ţess, ađ hann hlaut ađ hafa rúmar heimildir. Ekki var um afturvirka eignaupptöku ađ rćđa, ţví ađ lögin voru um uppgjör búa, sem framundan kynnu ađ vera. (Hefđi Rússalániđ til dćmis orđiđ ađ veruleika, ţá hefđu bankarnir hugsanlega stađist, og ţá hefđi ef til vill ekki reynt á lögin.) Minna má á, ađ launakröfur hafa forgang í venjulegum ţrotabúum.

Stundum eru ađgerđir nauđsynlegar vegna ţjóđarhagsmuna, ţótt einhverjir hópar verđi illa úti. Viđ útfćrslu fiskveiđilögsögunnar misstu tugir ţúsunda breskra sjómanna ađgang ađ Íslandsmiđum, sem ţeir höfđu haft allt frá 1412. Viđ urđum ţá ađ taka lífshagsmuni íslensku ţjóđarinnar fram yfir atvinnuhagsmuni breskra sjómanna.

Ađalatriđiđ er, ađ ekki verđur séđ, hvernig hćgt hefđi veriđ ađ ganga skemmra en gert var međ neyđarlögunum til ađ ná sama árangri. Hitt er annađ mál, ađ mikilvćgara var í ţágu stöđugleika ađ róa innlenda sparifjáreigendur en erlenda skuldabréfaeigendur, sem hefđu líka átt ađ hafa betri skilyrđi en ađrir til ađ meta áhćttu. Ţegar upp var stađiđ voru skuldabréfaeigendur eflaust líka betur settir en ella viđ ţađ, ađ neyđarástandi var afstýrt. Ţađ hefđi ekki veriđ ţeim í hag, ađ íslenska hagkerfiđ hefđi hruniđ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 5. ágúst 2017.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband