Eirķkur Gušnason: Minningarorš

Ķ žau įtta įr, sem ég var ķ bankarįši Sešlabanka Ķslands, kynntist ég Eirķki Gušnasyni vel. Hann var hógvęr mašur og dagfarsprśšur, glöggur į tölur og žekkti starfsemi sešlabanka śt ķ hörgul, enda starfaši hann ķ bankanum ķ fjörutķu įr, frį 1969 til 2009. Ég sat heima hjį honum drykklanga stund žrišjudaginn 25. október 2011, og rifjušum viš upp umsįtriš um Sešlabankann strax eftir hrun, en žį héldu bankastjórarnir stundum fundi til aš stappa stįlinu ķ starfsfólkiš: Davķš Oddsson sagši žį skemmtisögur, Eirķkur greip gķtar og söng, og žrišji bankastjórinn, Ingimundur Frišriksson, lék į flygil. Eirķkur fór lķka yfir žaš meš mér, hversu frįleitur margvķslegur įróšur gegn Sešlabankanum var eftir hrun. Žvķ mętti til dęmis ekki gleyma, aš kröfur bankans į višskiptabankana voru meš neyšarlögunum haustiš 2008 settar aftur fyrir kröfur innstęšueigenda ķ žvķ skyni aš koma ķ veg fyrir įhlaup į bankana. Sķšan įtti Sešlabankinn ekki annan kost en treysta upplżsingum Fjįrmįlaeftirlitsins og višskiptabankanna sjįlfra um eignir žeirra. Hann hlaut aš lķta svo aš žeir ęttu viš lausafjįrskort aš etja, ekki eiginfjįrvanda. Raunar hefur komiš į daginn, aš sešlabankar annarra landa lįnušu višskiptabönkum žar ytra sķst gegn traustari eignum ķ uppnįminu žetta haust. Hefši Sešlabankinn sett strangari skilyrši um skuldabréf ķslensku bankanna, mešal annars „įstarbréfin“ svoköllušu, en Sešlabanki Evrópu, hefšu žeir falliš fyrr.

Viš Eirķkur ręddum nokkuš um Alžjóšagjaldeyrissjóšinn, en fulltrśar hans gripu fegins hendi tękifęriš eftir hrun til aš skjótast til Ķslands, enda hafši žetta fólk vantaš verkefni įrum saman. Hegšaši žaš sér hér eins og nżlenduherrar. Einn žeirra skundaši til dęmis ķ Sešlabankann, setti fund meš bankastjórunum og žuldi upp fundarefni, og varš žį formašur bankastjórnarinnar aš berja ķ boršiš og segja aš hér vęri sjóšurinn ekki hśsrįšandi. Sérstaklega var Eirķki žó minnisstętt, žegar fulltrśar sjóšsins köllušu į hann til aš fį skżringar į žvķ, aš vextir voru um skeiš lękkašir nokkuš til aš reyna aš fį hjól atvinnulķfsins til aš hreyfast. Yfirheyršu žeir hann nįnast į sama hįtt og lögreglumenn fanga, sem grunašur er um stórglęp. Eirķkur lżsti einnig sķšustu dögunum ķ Sešlabankanum žegar norskur mašur beiš ķ leyni į gistihśsi ķ Reykjavķk eftir žvķ aš taka viš störfum sešlabankastjóranna žriggja, sem hraktir voru burt meš sérstökum lögum. Voru žeir Ingimundur žį lįtnir gjalda sjśklegs haturs žeirra, sem jafnan höfšu bešiš lęgri hlut fyrir Davķš Oddssyni ķ stjórnmįladeilum, en reiddu nś til höggs. Įttu žessir tveir dyggu og samviskusömu sešlabankamenn žessi starfslok svo sannarlega ekki skiliš. Sķšast, en ekki sķst, sagši Eirķkur mér margt merkilegt um višhorf og framkomu erlendra sešlabankamanna įriš 2008, og į žaš erindi į bękur sķšar meir. Žótt Eirķkur vęri hress ķ spjalli okkar žessa sķšdegisstund į žrišjudag, bar hann greinileg merki erfišs sjśkdóms, og sex dögum sķšar var hann allur.

(Birt ķ Morgunblašinu 9. nóvember 2011.)


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband